Kirsten skrifaði:
Das habe ich schon gemacht. Vorher hatten die Handschuhe die Größe, die einem Kindergarten Kind passen würden...☺️jetzt passen sie immerhin einem Schulkind.
15.01.2025 - 18:44
Kirsten skrifaði:
Die Fäustlinge sind nach dem Waschen leider so sehr geschrumpft, dass sie nur noch einen Grundschulkind passen, obwohl ich genau nach Anleitung gefilzt habe. Was habe ich falsch gemacht?
15.01.2025 - 14:54DROPS Design svaraði:
Liebe Kirsten, wenn das Teil zu kräftig gefilzt wurde und deshalb zu klein geraten ist: Das Teil noch feucht auf das passende Maß ziehen (ggf. etwas kräftiger); falls das Teil schon getrocknet ist, es vorher gut durchfeuchten und dann auf das passende Maß ziehen.hier sehen Sie, wie man es vermeidet, daß der Daumen beim Filzen zusammenfilzt. Hoffentlich kann das Ihnen helfen.
15.01.2025 - 16:14
Wiktoria skrifaði:
Dzień dobry, mam pytanie do dodawania oczek na klinek kciuka. W rozmiarze S/M poprzez narzuty na klinek kciuka trzeba dodać 8 oczek. Natomiast we wzorze napisane jest aby dodawać tak samo z każdej strony poprzednio dodanych oczek, co brzmi jakbyśmy po pierwszym dodawaniu oczek z prawej i lewej strony makera, przy kolejnym dodawaniu mieli dodać oczka z lewej i prawej strony oczka które dodaliśmy po lewej i jeszcze dodać po prawej i lewej stronie od oczka dodanego po prawej
06.09.2024 - 14:35DROPS Design svaraði:
Witaj Wiktorio, dodajesz oczka po prawej stronie pierwszego z dodanych oczek i po lewej stronie ostatniego z dodanych oczek. Zobacz film TUTAJ - uwaga: na filmie te oczka są dodawane co 2 okrążenia, we wzorze, który wykonujesz robisz to co 4 okrążenia. Pozdrawiamy!
10.09.2024 - 10:43
Vanessa Castleberry skrifaði:
Warm and cozy mittens
04.08.2023 - 16:06
Grey Day Mittens#greydaymittens |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir og þæfðir vettlingar úr DROPS Lima.
DROPS 242-50 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR (á við um stroff): 5 umferðir með litnum grár 5 umferðir með litnum natur 5 umferðir með litnum grár 5 umferðir með litnum natur Afgangur af vettlingi er prjónaður með litnum grár. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan lykkju með merki í, prjónið 2 lykkju slétt saman, 3 lykkjur slétt (merkið situr í miðju af þessum 3 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um op fyrir þumalfingur): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Þegar vettlingarnir hafa verið prjónaðir til loka eru þeir þæfðir. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-54 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með DROPS Lima í litnum grár. Prjónið stroffprjón hringinn (3 lykkjur snúnar slétt, 3 lykkjur brugðið) og RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 2 cm, fækkið lykkjum þannig: * Prjónið 1 lykkju snúna slétt, 2 lykkju snúnar slétt saman, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 40-45 lykkjur. Prjónið stroffprjón með 2 lykkjur snúnar slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist 8 cm og rendur hafa verið gerðar til loka. Setjið 1 merki í síðustu lykkju í umferð. Prjónið síðan sléttprjón í litnum grár jafnframt er aukið út fyrir opi fyrir þumalfingur með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út utan með útauknar lykkjur í 4. hverri umferð alls 4-6 sinnum = 48-57 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 16-17 cm (útaukning fyrir opi fyrir þumalfingur á að vera lokið), setjið lykkju með merki + útauknar lykkjur + 1 lykkju hvoru megin við þessar lykkjur á þráð fyrir þumalfingur = 11-15 þumallykkjur. Prjónið í hring eins og áður og fitjið jafnframt upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 40-45 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 11½-12 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp yfir opi fyrir þumalfingur. Stykkið mælist ca 27½-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Setjið 1 merki í hvora hlið á vettlingi þannig: Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð og 1 merki í 21.-23. lykkju í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5-4 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3-5 sinnum = 8-9 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 32½-34 cm ofan frá og niður. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 11-15 þumallykkjur af þræði á sokkaprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 3 lykkjum sem fitjaðar voru upp aftan við þumalfingur = 14-18 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist ca 5-6 cm. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 3 lykkjur jafnt yfir = 11-15 lykkjur. Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 3-5 lykkjur jafnt yfir = 8-10 lykkjur. Prjónið áfram þar til þumalfingurinn mælist 7½-8½ cm. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 4-5 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þræðinum í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-54 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með DROPS Lima í litnum grár. Prjónið stroffprjón hringinn (3 lykkjur snúnar slétt, 3 lykkjur brugðið) og RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 2 cm, fækkið lykkjum þannig: * Prjónið 1 lykkju snúna slétt, 2 lykkju snúnar slétt saman, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 40-45 lykkjur. Prjónið stroffprjón með 2 lykkjur snúnar slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist 8 cm og rendur hafa verið gerðar til loka. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð. Prjónið síðan sléttprjón í litnum grár jafnframt er aukið út fyrir opi fyrir þumalfingur með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki í – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út utan með útauknar lykkjur í 4. hverri umferð alls 4-6 sinnum = 48-57 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 16-17 cm (útaukning fyrir opi fyrir þumalfingur á að vera lokið), setjið lykkju með merki + útauknar lykkjur + 1 lykkju hvoru megin við þessar lykkjur á þráð fyrir þumalfingur = 11-15 þumallykkjur. Prjónið í hring eins og áður og fitjið jafnframt upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 40-45 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 11½-12 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp yfir opi fyrir þumalfingur. Stykkið mælist ca 27½-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú byrjar úrtaka efst á vettlingi. Setjið 1 merki í hvora hlið á vettlingi þannig: Setjið 1 merki í 21.-23. lykkju í umferð og setjið 1 merki í síðustu lykkju í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5-4 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3-5 sinnum = 8-9 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 32½-34 cm ofan frá og niður. Prjónið þumalfingurinn á sama hátt og á vinstri vettlingi. ÞÆFING: Til þess að koma í veg fyrir að þumalfingurinn þæfist saman, snúið vettlingnum við og setjið lítinn plastpoka í þumalfingurinn. Festið hann með nælu – ATH: Festið næluna lóðrétt niður að topp á þumalfingriþannig að auðvelt sé að taka hana úr eftir þæfingu. Snúið vettlingnum til baka þannig að vettlingurinn þæfist með réttuna út. Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greydaymittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 242-50
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.