Esperanza Fan skrifaði:
Hi, on the TOE section, it says " Decrease like this every 2nd round 4-7-9 times in total, then every round 6-3-2 times = 12-16-16 stitches. Cut the strand, pull it through the remaining stitches, tighten and fasten off " I knitted socks using other Drops pattern and the pattern says " K2 tog all the way round " before " cut the strand " Do I need to K2 tog all the way round for this pattern? Many thanks !
14.11.2023 - 00:28DROPS Design svaraði:
Hi Esperanza, Sock patterns differ, depending on the shape of the toe. In this particular pattern you do not need to knit all stitches together 2 and 2. However, if you would like a more shaped toe you can of course knit all stitches together before finishing off. Happy knitting!
14.11.2023 - 06:37
Braided Branches#braidedbranchessocks |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaðir sokkar í sléttprjóni með einföldum köðlum úr DROPS Nord. Stærð 35 – 43.
DROPS 244-36 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN A.1 ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, prjónið 2 lykkjur slétt saman. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR A.1 ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-16-18 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). Endurtakið við hitt prjónamerkið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá stroffi / legg og niður að tá. STROFF – LEGGUR: Fitjið upp 72-76-84 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með DROPS Flora. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (mitt að aftan). Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 4-4-5 sinnum, 2 lykkjur slétt, A.1, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-4-4 sinnum, 2 lykkjur slétt, A.2, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 4-4-5 sinnum, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið. Haldið svona áfram með stroff og mynstur. Þegar stroffið mælist 2½ cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 19-19-23 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-2-4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, haldið áfram með A.1 eins og áður, prjónið 14-18-18 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 2-4-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, haldið áfram með A.2 eins og áður, prjónið 19-19-23 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-2-4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 64-68-74 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið síðan sléttprjón jafnframt því sem A.1 og A.2 heldur áfram eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7 cm fækkið um 2 lykkjur aftan á sokknum, þ.e.a.s. fækkið um 1 lykkju á undan A.1 og fækkið um 1 lykkju á eftir A.2 – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 3 sinnum = 58-62-68 lykkjur. Prjónið þar til stroffið / leggur mælist 16-17-18 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 13-14-16 lykkjur og haldið þessum lykkjum eftir á prjóni fyrir hæl, prjónið næstu 32-34-36 lykkjur og setjið þær á þráð (A.1 + 12-14-16 lykkjur sléttprjón + A.2 = mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13-14-16 lykkjum á prjóni fyrir hæl = 26-28-32 hællykkjur á prjóni. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 6-6-6½ cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – síðar á að mæla stykkið frá þessu prjónamerki. Prjónið HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 14-16-18 hællykkjur, prjónið upp 16-16-17 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður yfir 32-34-36 lykkjur af þræði ofan á fæti og prjónið upp 16-16-17 lykkjur meðfram hinni hliðinni á hælnum = 78-82-88 lykkjur. Prjónið að miðju undir hæl – umferðin byrjar núna hér. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 32-34-36 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón, A.1 og A.2 eins og áður og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti (á undan A.1) slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti (á eftir A.2) snúið slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 11-11-12 sinnum = 56-60-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18-19-20 cm frá prjónamerki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 4-5-6 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. Í næstu umferð er fækkað um 2 lykkjur yfir hvern kaðal í A.1 / A.2 = 52-56-60 lykkjur. TÁ: Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 26-28-30 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2 sinnum = 12-16-16 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-26 cm frá prjónamerki á hæl, mælt undir fæti. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #braidedbranchessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.