Dina skrifaði:
Ik vond het patroon onduidelijk
11.07.2025 - 20:32
Dina skrifaði:
Ik. Ben bij de 8sttoer drie stokjes in dezelfde steek moet je daar ook een losse haken
09.07.2025 - 22:14DROPS Design svaraði:
Dag Dina,
Je haakt 3 stokjes in dezelfde steek en dan een losse. Dat herhaal je steeds.
11.07.2025 - 20:43
Dina skrifaði:
Ik ben met de zes de toer bezig stokje samen haken een losse
09.07.2025 - 12:58
Dina skrifaði:
Ik ben met de derdetoer bezig ik heb allemaal stokjes gehaakt ik ben met het patroon bezig a1 stokjes hoe moet het stokjes samen haken een losse er tussen
08.07.2025 - 16:54DROPS Design svaraði:
Dag Dina,
Je hebt eerst de toer met de ster ernaast, dan de toer met de pijl ernaast, de toer die daarna komt heb je het volgens mij over. Op deze toer haak je 3 stokjes om een losse van de vorige toer, dan haak je een losse, je sla je een stokje en losse van de vorige toer over en haak je weer 3 lossen om de eerstvolgende losse van de vorige toer, enzovoort.
08.07.2025 - 20:27
ACHIROPITA RUFFO skrifaði:
Vorrei realizzare la gonna con il filato di lana..mi date qualche indicazione o uno schema preciso?
04.01.2025 - 22:49DROPS Design svaraði:
Buongiorno Achiropita, può utilizzare un filato di lana del gruppo B, come ad esempio Karisma, Lima o Daisy. Buon lavoro!
06.01.2025 - 08:59
Věra Roškaninová skrifaði:
"Just a skirt"
19.01.2023 - 07:36
Ani Dimitrova skrifaði:
I would love to make this set - simple and beutiful!
17.01.2023 - 21:40
Marie Christine ROSSET skrifaði:
Petit top indispensable
17.01.2023 - 17:15
Beach Rendezvous Skirt#beachrendezvousskirt |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað pils úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-36 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er byrjað með 3 loftlykkjum (þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul). Í hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju). Þegar heklað er í hring, snúið við í hverri umferð og heklið fram og til baka í umferð til skiptis með 1 umferð frá réttu og 1 umferð frá röngu. Þetta er gert til að áferðin verði alveg eins þegar heklað er fram og til baka og þegar heklað er í hring. Byrjið umferð með 3 loftlykkjum og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í fyrstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 stuðul í næstu lykkju / um loftlykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 stuðull færri). Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: Stingið heklunálinni í gegnum fyrstu lykkju og sækið þráðinn, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn (3 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum 1 sinni um hekluálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður, en snúið er við í hverri umferð og heklað er fram og til baka í umferð. Að lokum er heklaður faldur fram og til baka efst á pilsi með hnappagötum. PILS: Heklið 144-156-172-188-212-232 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju = 144-156-172-188-212-232 stuðlar – sjá HEKLLEIÐBEININGAR. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 82-90-98-106-118-128 stuðla = hliðar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Haldið áfram með stuðla. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 8 lykkju jafnt yfir í umferð, aukið út með því að hekla 2 stuðla í 1 stuðul. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 8 sinnum. ATH! Passið uppá að útaukningin komi ekki á sama stað = 208-220-236-252-276-296 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-36-38-40-42-44 cm, heklið A.1 yfir allar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, heklið 1 umferð með stuðlum þar sem aukið er út um 8-5-7-9-3-1 stuðla jafnt yfir = 216-225-243-261-279-297 stuðlar. Heklið A.2 hringinn yfir allar lykkjur. Klippið þráðinn og festið þegar A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm. FALDUR: Byrjið við annað prjónamerkið (hlið) og heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju efst á pilsi = 144-156-172-188-212-232 fastalykkjur. Heklið fram og til baka með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju, í fyrstu umferð er fækkað um 14 fastalykkjur jafnt yfir = 130-142-158-174-198-218 fastalykkjur. Haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju, þar til faldurinn mælist ca 10 cm. Klippið þráðinn og festið. HNESLUR / LYKKJUR: Meðfram hlið á faldi sem er á framstykki eru heklaðar 3 hneslur / lykkjur þannig (byrjið neðst): 2 fastalykkjur í 2 fyrstu umferðir með fastalykkjum, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 umferðir, * heklið 2 fastalykkjur í 4 næstu umferðir með fastalykkjum, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 umferðir *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar og endið með 2 fastalykkjur í 2 síðustu umferðir með fastalykkjum efst, snúið og heklið til baka þannig: 1 fastalykkja í hverja fastalykkju og 3 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga. Klippið þráðinn og festið. FALDUR FYRIR TÖLUR: Meðfram hinni hlið á opinu eru heklaðar 5 umferðir með fastalykkjum fram og til baka (í 1. umferð er hekluð 1 fastalykkja um hverja umferð með fastalykkjum). Klippið þráðinn og festið. Saumið tölur í faldinn. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beachrendezvousskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.