Andrea skrifaði:
Hej i mönstret gör skaftet står det man ska minska när arbetet möter 8-9-10 cm och då använda sig av minskningstips-1 men när jag läser under minskningstip-2 står det inom parentes att det gäller minskning mitt bak så min fråga är : vilket av minskningstipsen är det ?
06.11.2025 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hej Andrea, det skall vara minskningstips-2 - tack för info :)
19.11.2025 - 11:34
Nica skrifaði:
Hei. I mønsteret for kilehælen står det at den skal strikkes i perlestrikk. Samtidig står det videre i beskrivelsen for kilehæl under hver pinne: "strikk rett". Hva er riktig her? Veldig pene sokker, gleder meg til de er ferdige 😊
29.09.2025 - 12:52DROPS Design svaraði:
Hei Nica, Hælen er strikket i riller (see Kilehæl i forklaringer på toppen av oppskriften). Riller er strikket rett både fra retten og vrangen. Hilsen Drops team.
30.09.2025 - 06:52
Suzan Kornelisse skrifaði:
In de beschrijving staat bij het minderen voor de pijp, lees tip 1 maar dat is minderen voor de hiel. Op de pijp minderen is toch tip 2?
23.11.2024 - 15:28DROPS Design svaraði:
Dag Suzan,
Dat kopt, dit is het minderen voor de hiel aan de achterkant.
24.11.2024 - 11:51
Maud skrifaði:
Hello! Do you know what is the name of this type of heel? I really need to figure additional information online to understand how to knit this. Thank you in advance! Kind regards, M.
09.06.2024 - 12:48DROPS Design svaraði:
Dear Maud, the type of heel is a wedge heel; here is a video on how to work it: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1745&lang=en. Happy knitting!
09.06.2024 - 19:52
Mia skrifaði:
Hi! Ich verstehe die verkürzten Reihen in diesem Zusammenhang nicht. Ich habe die Ferse bei der Zunahme Ferse so gestrickt, dass ich am Ende die 4 verbliebenen Maschen auf jeder Seite mit der letzten Reihe mitgestrickt habe. Ist das richtig? Oder bleiben diese Maschen unberührt bis ich den Fuß aufnehme. Ich habe dadurch quasi einen kraus rechts gestrickten „Lappen“, jedoch keine Maschen für die Seite des Fußes. Was mache ich falsch?
12.12.2023 - 09:03DROPS Design svaraði:
Liebe Mia, nach der 10. Reihe stricken Sie die verkürzten Reihen bis noch zuerst 3 Maschen, dann 2 Maschen dann 1 Maschen übrig dann bis alle Maschen gestrickt sind in diesem Video zeigen wir, wie so eine Ferse gestrickt wird; beachten Sie nur, daß die Maschenanzahl verschieden ist. Viel Spaß beim stricken!
12.12.2023 - 13:18
Kersti skrifaði:
Hi! I and just about tho start the wedge heel but I would need a bit of additional clarification. As i understand I should have 20 stitches on my needle. The marker will sit in the middle of the row. For Row 1 on wedge heel, does it mean the row should be knit as follows: Row 1: knit 8 stitches, increase by 1 stitch, knit 2 stitches, pass the middle marker, knit 2 stitches increase by 1 stitch, knit until the end of the row. I am unsure I understood correctly. Thank you!
24.09.2023 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dear Kersti, you are working short rows. Knit over the first 12 stitches, remembering to increase as stated, before stitch 10 and after stitch 11). Now you turn the piece and knit 6 stitches (including over the newly increased ones), increasing at each side of the marker as before. You can check the following video for more information: https://www.garnstudio.com/video.php?id=438&lang=en. Happy knitting!
24.09.2023 - 23:48
Hetty skrifaði:
Welke instructie video past bij het breien van deze hiel?
10.03.2023 - 07:22DROPS Design svaraði:
Dag Hetty,
Er is niet specifiek voor deze hiel een video, maar er is wel een video waarin uitgelegd wordt hoe je verkorte toeren in ribbelsteek breit, wat van toepassing is op deze hiel. Deze vindt je bij de video's onderaan het patroon.
12.03.2023 - 11:55
Gudrun skrifaði:
Für extra warme Füsse! Die Socken sehen sehr flauschig aus. Werden unbedingt nachgearbeitet. Herzlichen Dank für die Inspiration und die Anleitung!
17.12.2022 - 09:15
Snow White Socks#snowwhitesocks |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Lima og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í perluprjóni. Stærð 35 - 43. Þema: Jól.
DROPS 234-73 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við fleyghæl): Byrjið 1 lykkju á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um fleyghæl): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, 2 lykkjur slétt saman, merki, 2 lykkjur snúnar slétt saman. lLEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku fyrir miðju aftan á sokk og úrtöku fyrir tá): Byrjið 1 lykkju á undan lykkju með merki í, prjónið 3 lykkjur slétt saman / 3 lykkjur brugðið saman sem fer eftir hvað passar við mynstrið (= 2 lykkjur færri). FLEYGHÆLL: Fleyghællinn er prjónaður í garðaprjóni, fram og til baka. Prjónað er yfir fleiri lykkjur í hverri sléttri umferð. UMFERÐ 1 (rétta): Byrjið 10-10-11 lykkjum á undan merki. Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, snúið. UMFERÐ 2 (ranga). Prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, snúið. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við merki, snúið. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við merki, snúið. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við merki, snúið. UMFERÐ 8 (ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 9 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir – aukið jafnframt út um 1 lykkju hvoru megin við merki, snúið. UMFERÐ 10 (ranga): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið = 30-30-32 lykkjur alls í umferð. Prjónið nú áfram alveg eins, nema án þess að auka út hvoru megin við merki þar til prjónað hefur verið fram og til baka yfir allar lykkjur. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð – þetta merki er notað síðar til að mæla lengd fótar frá. Prjónið síðan gangstætt, þ.e.a.s. prjónið sléttprjón fram og til baka, en snúið þegar eftir er 1 lykkja fleiri í hvorri hlið í hverri umferð þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til 4 lykkjur eru eftir í hvorri hlið. Nú byrjar úrtaka hvoru megin við merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið svona fram og til baka og fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu þar til 20-20-22 lykkjur eru eftir í umferð og síðasta umferð er prjónuð frá röngu, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Klippið þráðinn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. SOKKUR: Fitjið upp 56-58-60 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan 3 umferðir stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið síðan A.1 hringinn (prjónið brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur og sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur) – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju í lok umferðar (prjónið 2 síðustu lykkjur saman) = 55-57-59 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð – látið þetta merkið fylgja með í stykkinu. Merkið er notað þegar fækka á lykkjum fyrir miðju aftan á sokknum. Þegar stykkið mælist 8-9-10 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju að aftan – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 2½ cm millibili alls 8 sinnum = 39-41-43 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-30-32 cm. Klippið þráðinn og takið merkin frá. Nú er hæll og fótur prjónað eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Haldið eftir fyrstu 10-10-11 lykkjum á prjóni, setjið næstu 19-21-21 lykkjur á þráð (fyrir miðju ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 10-10-11 lykkjum á prjóni = 20-20-22 lykkjur á prjóni fyrir hæl. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð – og látið fylgja með þegar hællinn er prjónaður – merkið er notað þegar auka á út fyrir miðju í hælnum. Prjónið FLEYGHÆLL – sjá útskýringu að ofan. Þegar fleyghællinn hefur verið prjónaður til loka, setjið 19-21-21 lykkjur af þræði fyrir miðju ofan á fæti til baka á prjóninn = 39-41-43 lykkjur. Byrjið umferð fyrir miðju undir fæti – setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð (merkið verður að hafa annan lit en merki á hæl til að aðgreina þau). Haldið áfram með A.1 hringinn – passið uppá að mynstrið haldi fallega áfram yfir lykkjur ofan á fæti (ef það myndast lítil göt meðfram fleyghælnum í snúningunum, þá er hægt að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja og prjóna snúið með fyrstu lykkju á vinstri prjóni). JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur fyrir miðju undir fæti við merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 2-2-1 sinnum = 35-37-41 lykkjur. Prjónið þar til sokkurinn mælist 19-21-24 cm frá merki á fleyghæl – mælt undir fæti. Nú eru ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. JAFNFRAMT eru 2 síðustu lykkjurnar í umferð prjónaðar saman = 34-36-40 lykkjur. TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið á sokk, þannig að það verða 17-18-20 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Haldið áfram hringinn í perluprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið á sokk – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum = 18-20-24 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 5-5-6 lykkjur eftir. Klippið þræðina, þræðið í gegnum lykkjurnar, herðið á þráðunum og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22-24-27 cm frá merki á fleyghæl. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowwhitesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-73
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.