Wind Song#windsongtop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Muskat. Stykkið er heklað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-19 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning A.1 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. ÚTAUKNING: Stuðlar eru auknir út jafnt yfir þegar heklað er eftir A.2, það er gert með því að hekla 4 stuðla um nokkra loftlykkjuboga í stað 3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Heklið 86-90-94-100-104-108 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4 með DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 1 stuðul í hverja loftlykkju, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju = 86-90-94-100-104-108 stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og aukið jafnframt út 28-30-32-32-34-36 stuðla jafnt yfir = 114-120-126-132-138-144 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið A.1, síðan er A.2 heklað alls 19-20-21-22-23-24 sinnum umferðina hringinn. A.1 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og kemur sem viðbót við lykkjur í A.2. Heklið A.1 og A.2, JAFNFRAMT eru lykkjur auknar út í hvert skipti sem 5. umferð í A.2 er hekluð. A.2 er heklað alls 3-3-4-4-5-5 sinnum á hæðina og stuðlar eru auknir út jafnt yfir þannig – sjá ÚTAUKNING. Í fyrsta skipti sem 5. Umferð er hekluð: Aukið út 36-36-36-42-36-42 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla í hvern loftlykkjuboga, en 2-4-6-2-10-6 sinnum jafnt yfir í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga. Nú eru 150-156-162-174-174-186 stuðlar í umferð og það er pláss fyrir 25-26-27-29-29-31 mynstureiningar A.2 á breiddina. Í annað skipti sem 5. umferð er hekluð: Aukið út 36-48-36-42-36-42 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 14-4-18-16-22-20 sinnum í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga. Nú eru 186-204-198-216-210-228 stuðlar í umferð og það er pláss fyrir 31-34-33-36-35-38 mynstureiningar A.2 á breiddina. Í þriðja skipti sem 5. umferð er hekluð: Aukið út 42-48-36-42-42-48 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 20-20-30-30-28-28 sinnum í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga. Nú eru 228-252-234-258-252-276 stuðlar í umferð og það er pláss fyrir 38-42-39-43-42-46 mynstureiningar A.2 á breidd. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Í fjórða skipti sem 5. umferð er hekluð: Aukið út 42-42-42-48 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 36-44-42-44 sinnum í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga. Nú eru 276-300-294-324 stuðlar í umferð og það er pláss fyrir 46-50-49-54 mynstureiningar A.2 á breidd. STÆRÐ XXL- XXXL: Í fimmta skipti sem 5. umferð í A.2 er hekluð: Aukið út um 42-48 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 56-60 sinnum í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga. Nú eru 336-372 stuðlar í umferð og það er pláss fyrir 56-62 mynstureiningar A.2 á breidd. Nú eru 228-252-276-300-336-372 stuðlar í umferð. Heklið A.1, heklið síðan A.2 alls 38-42-46-50-56-62 sinnum í umferð, endið eftir 3. umferð. Nú hafa verið heklaðar alls 3-3-4-4-5-5 heilar mynstureiningar A.2 á hæðina + 3 umferðir af A.2. Næsta umferð er hekluð þannig – þetta er 4. umferð í A.2: Heklið 12-13-14-15-17-19 mynstureiningar af A.2 á breidd, heklið síðan fyrsta stuðul í mynstureiningu, heklið 8 loftlykkjur, hoppið síðan yfir 7-8-9-10-11-12 mynstureiningar af A.2 (fyrir utan fyrsta og síðasta stuðul sem tilheyrir bakstykki/framstykki), heklið 12-13-14-15-17-19 mynstureiningar af A.2 (byrjið og endið með 1 stuðul), heklið 8 loftlykkjur, hoppið síðan yfir 7-8-9-10-11-12 mynstureiningar af A.2 (fyrir utan fyrsta stuðul sem tilheyrir bakstykki/framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú er síðasta umferð í A.2 hekluð, að auki eru heklaðir 9 stuðlar um hvern loftlykkjuboga sem fitjaðir voru upp undir ermum = 162-174-186-198-222-246 stuðlar. Haldið áfram hringinn með A.1 og A.2 þar til stykkið mælist ca 8 cm. Þegar 5. umferð í A.2 er hekluð, aukið út um 6 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. í 6 af loftlykkjubogum eru heklaðir 4 stuðlar í stað 3 stuðla = 168-180-192-204-228-252 stuðlar. Haldið áfram með A.1 og A.2, nú er pláss fyrir 28-30-32-34-38-42 mynstureiningar af A.2. Haldið áfram hringinn með A.1 og A.2 þar til stykkið mælist ca 16 cm. Þegar 5. umferð í A.2 er hekluð, aukið út 6 stuðla jafnt yfir alveg eins og áður = 174-186-198-210-234-258 stuðlar. Haldið áfram með A.1 og A.2, nú er pláss fyrir 29-31-33-35-39-43 mynstureiningar af A.2. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 23-25-21-23-20-22 cm frá skiptingu, endið eftir 3. umferð í af A.2. Klippið þráðinn og festið. Toppurinn mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMI: Byrjið umferð undir ermi þannig: Heklið 1 keðjulykkju mitt í loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 5 stuðlar um loftlykkjuboga undir ermi, haldið áfram með 4. umferð af A.2 yfir lykkjur sem hoppað var yfir. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul undir ermi og 5. umferð af A.2, jafnframt er aukið út um 18-18-18-24-24-24 stuðlar jafnt yfir = 66-72-78-90-96-102 stuðlar. Heklið A.1 og A.2 (A.2 er heklað 11-12-13-15-16-17 sinnum umferðina hringinn), þegar 5. umferð í A.2 hefur verið hekluð, aukið út 18 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 4-6-8-12-14-16 sinnum jafnt yfir í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga = 84-90-96-108-114-120 stuðlar. Heklið A.1 og A.2 (A.2 er heklað 14-15-16-18-19-20 sinnum umferðina hringinn), þegar 5. umferð í A.2 er hekluð, aukið út um 18 stuðla jafnt yfir, þ.e.a.s. heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga, en 10-12-14-18-20-22 sinnum jafnt yfir í umferð eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjuboga = 102-108-114-126-132-138 stuðlar. Heklið síðustu mynstureiningu A.1 og A.2 (= 17-18-19-21-22-23 mynstureiningar á breidd), en endið eftir 3. umferð. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #windsongtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.