Harlequin Ruffles#harlequinrufflessweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Safran. Stykkið er heklað með gatamynstri og pífu. Stærð S – XXXL.
DROPS 230-44 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. ÚRTAKA: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í ysta stuðulinn í hvorri hlið á stykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka í stykkjum og saumað saman í lokin. Pífan er hekluð fram og til baka í kringum op fyrir handveg. Ermar eru heklaðar fram og til baka og saumaðar í stykkið í lokin. BAKSTYKKI: Heklið 118-124-132-144-160-174 LOFTLYKKJUR – sjá útskýringu að ofan, með heklunál 3 með DROPS Safran. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í hverja af þeim loftlykkjum sem eftir eru (frá röngu) = 115-121-129-141-157-171 stuðull. Heklið 2 umferðir til viðbótar með 1 stuðul í hvern stuðul. Heklið síðan mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 2-5-9-6-14-12 stuðlum, A.1, A.2 alls 4-4-4-5-5-6 sinnum, A.3 og 1 stuðul í hvern af síðustu 2-5-9-6-14-12 stuðlum. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Endurtakið A.1a, A.2a og A.3a á hæðina. Þegar stykkið mælist 10 cm, heklið 2 ystu stuðlana í hvorri hlið saman – sjá ÚRTAKA (= 1 lykkja færri í hvorri hlið). Fækkið lykkjum svona með 10-7-12-12-7-7 cm millibili alls 2-3-2-2-3-3 sinnum = 111-115-125-137-151-165 lykkjur. Mynstrið er síðan heklað þannig: 1 stuðull í hvern af næstu 0-2-7-4-11-9 stuðlum, A.1a, A.2a og A.3a eins og áður og 1 stuðull í hvern af síðustu 0-2-7-4-11-9 stuðlum. Heklið þar til stykkið mælist ca 26-27-28-29-30-31 cm, endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Mynstrið er síðan heklað þannig (passið uppá hvaða umferð er byrjað á miðað við mynstur: Heklið 1 stuðul í/um hverja af fyrstu 10-12-17-14-21-19 lykkjum, A.1x, A.2 alls 4-4-4-5-5-6 sinnum, A.3x og 1 stuðul í hverja af síðustu 10-12-17-14-21-19 lykkjum. Þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm, klippið þráðinn frá. Næsta umferð er hekluð þannig: Hoppið yfir fyrstu 3-4-6-9-13-16 lykkjur, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í sömu lykkju, 1 stuðull í/um hverja af næstu 6-7-10-4-7-2 lykkjum A.3x, A.2 og A.1x eins og áður og 1 stuðull í / um hverja af næstu 7-8-11-5-8-3 lykkjum = 105-107-113-119-125-133 lykkjur. Þ.e.a.s. ekki er lengur heklað yfir ystu 3-4-6-9-13-16 lykkjur í hvorri hlið. Haldið svona áfram með mynstur. Heklið þar til stykkið mælist ca 37-38-39-41-42-44 cm, endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Heklið síðan stykkið áfram með 1 stuðul í / um hverja lykkju. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm, heklið hálsmál þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 31-31-34-36-39-42 lykkjum, heklið 2 næstu stuðla saman, 1 stuðull í næsta stuðul, snúið = 33-33-36-38-41-44 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina öxlina þannig: Hoppið yfir miðju 37-39-39-41-41-43 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í sömu lykkju, heklið 2 næstu stuðla saman, 1 stuðull í hverja af síðustu 31-31-34-36-39-42 lykkjum = 33-33-36-38-41-44 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Klippið þráðinn og festið. FRAMSTYKKI: Heklið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 41-42-43-45-46-48 cm. Í næstu umferð við hálsmál er heklað þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 35-35-38-41-44-48 lykkjum, heklið 2 næstu stuðla saman, 1 stuðull í næsta stuðul, snúið = 37-37-40-43-46-50 lykkjur. Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið 2 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 34-34-37-40-43-47 stuðlum = 36-36-39-42-45-49 lykkjur. Haldið svona áfram og fækkið um 1 lykkju innan við 1 stuðul í hverri umferð alls 5-5-5-6-6-7 sinnum = 33-33-36-38-41-44 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina öxlina þannig: Hoppið yfir miðju 29-31-31-31-31-31 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í sömu lykkju, heklið 2 næstu stuðla saman, 1 stuðull í hverja af síðustu 35-35-38-41-44-48 lykkjum = 37-37-40-43-46-50 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 34-34-37-40-43-47 lykkjum, heklið 2 næstu stuðla saman (1 lykkja færri), 1 stuðull, snúið = 36-36-39-42-45-50 lykkjur. Haldið svona áfram og fækkið um 1 lykkju innan við 1 stuðul í hverri umferð alls 5-5-5-6-6-7 sinnum = 33-33-36-38-41-44 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Klippið þráðinn og festið. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant í kringum hálsmál á peysunni þannig: Byrjið við axlasauminn. Heklið 1 keðjulykkju um lykkjuna efst á öxl frá réttu, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, heklið 1 fastalykkju um / í næstu lykkju *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið. Endið kantinn með 1 fastalykkju um sömu lykkju og fyrsta keðjulykkjan. PÍFUKANTUR Á ERMUM: Núna er pífukanturinn heklaður hringinn á hvorri ermi þannig: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu umferð þar sem hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg á bakstykki, * heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju um næstu umferð *, heklið frá *-* í kringum allt opið fyrir ermar niður að síðustu umferð þar sem hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg á framstykki (passið uppá að kanturinn dragi ekki ermina saman, heklið e.t.v. 1 loftlykkju fleiri á milli hverra fastalykkja). Þ.e.a.s. pífukanturinn er heklaður yfir A, sjá teikningu. Heklið síðan A.4 fram og til baka yfir þessar lykkjur. Klippið þráðinn og festið þegar A.4 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Heklið hinn pífukantinn á hina ermina á sama hátt. ERMI: Heklið 64-66-66-68-68-70 loftlykkjur með heklunál 3 með DROPS Safran. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja af þeim loftlykkjum sem eftir eru = 61-63-63-65-65-67 stuðlar. Heklið 2 umferðir með 1 stuðli í hvern stuðul. Heklið síðan mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern og einn af fyrstu 11-12-12-13-13-14 stuðlum, A.1, A.3 og 1 stuðul í hvern og einn af síðustu 11-12-12-13-13-14 stuðlum. Haldið svona áfram með mynstur. Endurtakið A.1a og A.3a á hæðina. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 stuðul hvoru megin á stykki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 15-16-19-20-23-24 sinnum = 91-95-101-105-111-115 lykkjur. Þegar ermin mælist 46-45-44-43-42-40 cm, endar mynstureining A.1 og A.3 eins og þær byrjuðu, heklið síðan stykkið áfram í stuðlum. Klippið þráðinn og festið þegar ermin mælist 47 cm. Heklið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum, en skiljið eftir klauf 1-2-3-4-5-7 cm efst á ermi. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu og saumið síðan ermina við fram- og bakstykkið undir pífukantinn. Saumið hliðarsauma í eitt – saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #harlequinrufflessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-44
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.