 Joe skrifaði:
 
																									Joe skrifaði:
												
Hoe kan het dat deze versie 750 gr garen nodig ( maat xl) heeft en de versie met korte mouwen ook. En er staat een tekentje bij van breinaalden, maar het is toch gehaakt?
08.04.2022 - 17:20DROPS Design svaraði:
Dag Joe,
Deze trui wordt inderdaad gehaakt en er staat als het goed is nu ook een tekentje bij van een haaknaald in het overzicht. De hoeveelheid garen lijkt inderdaad niet te kloppen; voor de versie met korte mouw heb je minder nodig. Dit zal ik even doorgeven aan de ontwerpafdeling om aan te passen.
14.04.2022 - 11:05
																									 Deb H skrifaði:
 
																									Deb H skrifaði:
												
Just to say that the pattern is denoted as a knitting pattern with the two needles icon at the top right of the photo, but it\'s actually crochet
08.04.2022 - 14:38DROPS Design svaraði:
Thanks for noticing - we have fixed :)
19.04.2022 - 14:30
																									 Charlaine skrifaði:
 
																									Charlaine skrifaði:
												
"Jardin Zen"
14.01.2022 - 19:12| Sand Castle#sandcastle | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  |  | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Hekluð peysa úr DROPS Cotton Light. Stykkið er heklað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, sólfjaðramynstri og kúlum. Stærð S - XXXL.
							DROPS 232-40 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (þær koma ekki í stað fyrsta stuðul) og umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju (þær koma ekki í stað fyrstu fastalykkju) og umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í / um sömu lykkju. Til að reikna út hvernig auka á út jafnt yfir, teljið lykkjufjöldann sem auka á út yfir (t.d. 84 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 2,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 stuðla til skiptis í ca annan hvern og 3. hvern stuðul. HEKLÐI 1 STUÐUL OG 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL SAMAN: Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju í umferðina fyrir neðan, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni, bregðið þræðinum 3 sinnum um heklunálina, stingið heklunálinni í kringum stuðulinn frá réttu á stykki 2 umferðum fyrir neðan (strikaða línan sýnir þríbrugðna stuðulinni), sækið þráðinn, * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. HEKLIÐ 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL OG 1 STUÐUL SAMAN: Bregðið þræðinum 3 sinnum um heklunálina, stingið heklunálinni í kringum stuðul frá réttu á stykki 2 umferðum fyrir neðan (strikaða línan sýnir þríbrugðna stuðulinn), sækið þráðinn, * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju í umferðina fyrir neðan, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð í umferð einungis með stuðlum. Heklið 1 stuðul, heklið 2 næstu stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri), heklið þar til 3 lykkjur eru eftir, heklið 2 næstu lykkjur saman og endið með 1 stuðli í síðustu lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Berustykkið skiptis fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið og ermar er síðan heklað í hring hvort fyrir sig. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 84-86-90-92-96-102 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4,5 með DROPS Cotton Light og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR = 84-86-90-92-96-102 stuðlar. Heklið 2 umferðir til viðbótar með 1 stuðul í hvern stuðul. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Heklið A.1 yfir allar lykkjur. Í síðustu umferð í A.1 er aukið út um 32-38-38-40-40-42 stuðla jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (útaukningsumferð er merkt með ferningi í hlið á mynsturteikningu) = 116-124-128-132-136-144 lykkjur. Heklið A.2 yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Í 3. umferð í A.2 er aukið út um 28-36-36-36-36-40 stuðla jafnt yfir = 144-160-164-168-172-184 lykkjur. Í 4. umferð í A.2 er aukið út 26-25-31-32-38-41 stuðla jafnt yfir = 170-185-195-200-210-225 lykkjur. Heklið A.3 yfir allar lykkjur. Í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 22-25-33-34-36-39 stuðla jafnt yfir = 192-210-228-234-246-264 lykkjur. Heklið A.4 yfir allar lykkjur. Í 6. umferð í A.4 er aukið út um 18-25-27-21-34-36 stuðla jafnt yfir = 210-235-255-255-280-300 lykkjur. Heklið nú mynstur eins og útskýrt er að neðan. JAFNFRAMT sem stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Lestu allan kaflann áður en þú heklar áfram. Heklið A.3 yfir allar lykkjur. Í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 0-0-0-25-30-35 lykkjur jafnt yfir = 210-235-255-280-310-335 lykkjur. Heklið A.5 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki (útaukningar hafa verið gerðar til loka), skiptið stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Stillið af að síðasta umferð og næsta umferð sé umferð einungis með stuðlum eða stuðlum/kúlum. Heklið yfir fyrstu 60-68-73-80-91-100 lykkjur, hoppið yfir næstu 45-49-54-60-64-67 lykkjur fyrir ermi og heklið 10-9-9-10-9-10 loftlykkjur undir ermi, heklið yfir næstu 60-69-74-80-91-101 lykkjur eins og áður, hoppið yfir næstu 45-49-54-60-64-67 lykkjur fyrir ermi og heklið 10-9-9-10-9-10 loftlykkjur undir ermi, heklið umferðina saman eins og áður. Klippið þráðinn. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-155-165-180-200-221 lykkjur. Færið umferðina til þannig að hún byrji mitt undir ermi þannig: Heklið 1 fastalykkju í 5. loftlykkju undir annarri erminni, 3 loftlykkjur, heklið A.5 hringinn yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 0-0-0-0-0-1 lykkju (fyrsta lykkjan í A.5 er hekluð í sömu loftlykkju og fastalykkjan) = 140-155-165-180-200-220 lykkjur. Endurtakið A.5 á hæðina þar til stykkið mælist 19-19-20-20-20-20 cm frá skiptingu, stillið af að síðasta umferðin sé umferð einungis með stuðlum. Heklið A.6 yfir allar lykkjur. Klippið þráðinn og festið þegar A.6 hefur verið heklað til loka. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMI: Heklið nú yfir de 45-49-54-60-64-67 lykkjur sem hoppað var yfir: Heklið 1 fastalykkju í 5. loftlykkju sem var hekluð undir ermi, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í hverja af 5 loftlykkjum (fyrsti stuðullinn er heklaður í sömu loftlykkju og fastalykkjan), 1 stuðull í hverja og eina af næstu 0-2-2-0-2-1 lykkjum, A.5 alls 9-9-10-12-12-13 sinnum, 1 stuðull í hverja af næstu 0-2-2-0-2-1 lykkjum og 1 stuðull í hverja af síðustu 5-4-4-5-4-5 loftlykkjum = 55-58-63-70-73-77 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri undir ermi eru heklaðar í stuðlum. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með ca 3½-3-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 8-9-11-14-15-16 sinnum = 39-40-41-42-43-45 lykkjur. Þegar ermin mælist 36-34-34-32-31-29 cm frá skiptingu, stillið af að síðasta umferðin sé umferð einungis með stuðlum, heklið A.6 yfir allar lykkjur. Klippið þráðinn og festið þegar A.6 hefur verið heklað til loka. Ermin mælist ca 41-39-39-37-36-34 cm frá skiptingu. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI. Heklið kant í kringum hálsmál þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju efst í hálsmáli. Klippið þráðinn og festið. | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 
 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandcastle eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-40
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.