Wendy Collett skrifaði:
Is their a video / help for pattern 232-236 for the A1 and A2
16.04.2025 - 02:21DROPS Design svaraði:
Dear Wendy, the A.1 and A.2 charts consist of treble crochets (UK terms)/double crochets (US terms) and small lace sections worked as follows; 1st row = treble crochet, 2 chain stitches, treble crochet. Over these 4 stitches work 6 chain stitches in the next row. On the next row, work: 2 treble crochets together, triple-treble crochet around the 2 chain stitches 2 rows below (between the treble crochets) and 2 treble crochets together, as before. Happy crochetting!
19.04.2025 - 19:26
Kaylene skrifaði:
Hi, I'm enjoying the pattern so far, but I have a question when starting the armholes. The piece has 91 stitches, and then in the next row, I should skip the first 5, and then crochet 77 stitches, that leaves 9 stitches at the end of the row, not 5 like the pattern states. Mathematically, 91 minus 77 equals 14, so shouldn't there be 7 stitches skipped at each side of the armhole beginning row? I'm making size Large. I'd love to get help with this as soon as I can. Thank you
26.03.2025 - 00:33DROPS Design svaraði:
Hi Kaylene, After you have skipped the first 5 stitches, you work 1 tc, work 3 tcs together, 9 tcs, A.1 x 5 = 50 tcs, A.2 = 5 tcs, 9 tcs, 3 tcs together and 1 tc to finish. 1 + 3 + 9 + 50 + 5 + 9 + 3 + 1 = 81 stitches, leaving 5 stitches at the end of the row. Hope this helps and happy crocheting!
26.03.2025 - 06:49
Christel skrifaði:
Beste Ik heb onlangs bovenstaand patroon besteld samen met het garen. Ik begrijp de uitleg niet zo goed van het patroon. Kan ik een ander patroon bestellen zonder dat ik nog garen moet kopen? Zo ja, hoe doe ik dit?
09.03.2025 - 08:58DROPS Design svaraði:
Dag Christel,
Al onze patronen zijn gratis af te drukken het print pictogram rechts boven bij het patroon. Klik op het print pictogram en dan op 'Patroon afdrukken'.
09.03.2025 - 13:07
Christel Verstuyft skrifaði:
Ik begrijp rij 3 niet goed. 3 keerlossen, 6 stokjes, 2 lossen (dus 1 steek overslaan), dan haak ik 7 stokjes, 2 lossen, enz... Op de uitleg staat er in totaal 7 keer (voor maat L), bij mij is dat 10 x Wanneer haak ik dan A.2 Kan u rij 3 een beetje preciezer uitleggen aub? Op de patroontekening staat ook een liggend zwart ovaal, betekent dit dat 6 lossen?
26.02.2025 - 16:08DROPS Design svaraði:
Dag Christel,
Bedoel je rij 2 of rij 3 in A.1? De rij met het sterretje ernaast telt niet mee. Dus rij 3 heeft eerst 6 stokjes, dan 2 lossen, 1 stokje overslaan van de vorige toer, dan 2 stokjes, dit herhaal je steeds. Dus na de 2 stokjes komen weer de 6 stokjes, etc.
02.03.2025 - 10:32
Grażyna skrifaði:
Super wzór, bardzo dziękuję 🙂
12.11.2024 - 00:11
Beatrice skrifaði:
Je souhaiterais avec une explication plus détaillée pour faire l’arrondi des manches du modèle Hortense au début pour obtenir les 16 mailles. Je ne comprends absolument pas comment je dois procéder. Merci d’avance de votre réponse. Merci d’avance
31.08.2024 - 23:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Béatrice, vous allez crocheter des rangs raccourcis en commençant dans la 5ème maille en l'air à partir de la couture d'épaules, puis vous crochetez 1 ms dans l'arceau, 2 b autour de la ml suivante, crochetez en b (7 au 1er rang = 1 b autour de chacune des 7 ml suivantes) puis terminez par 1 mc dans l'arceau suivant; tournez et crochetez 3 ml (1ère b) puis 1 mc dans l'arceau suivant (pour attacher cette b le long de l'emmanchure), 2 b dans la m suivante, continuez en bries et terminez par 2 b dans la dernière bride et 1 mc dans l'arceau suivant, continuez ainsi jusqu'à ce que vous ayez crocheté tous les arceaux de l'emmanchure. Bon crochet!
02.09.2024 - 08:18
Jutta skrifaði:
The pattern A.1. and A2, are these the rows for the front side only or also for the back side? If so, how do the backs rows read? From the left side? Would have been easier if the rows would have been numbered. Thank you.
06.05.2024 - 18:12DROPS Design svaraði:
Dear Jutta, the pattern A.1 and A.2 are both worked on front and back pieces; read the diagrams bottom up and from the right towards the left from right side, from the left towards the right from wrong side, read more about diagrams here. Happy crocheting!
07.05.2024 - 07:43
Gloria skrifaði:
Bonjour, pour le modèle taille S, lors de la réalisation du dos: « Quand l’ouvrage mesure 15cm, augmenter 1 bride de chaque côté » Nous devons bien être à 71 mailles? De plus, la phrase suivante: « Augmenter ainsi 3 fois au total tous les 6cm = 75 mailles. » Je ne comprends pas s’il faut augmenter 3 fois sur la verticale ou l’horizontale de l’ouvrage. Merci pour votre aide.
05.05.2024 - 18:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Gloria, vous augmentez 1 bride au début du rang + 1 bride à la fin du rang - cf AUGMENTATIONS au début des explications, autrement dit, vous augmentez 3 fois 2 brides, soit 69 brides + 6 = 75 brides. Bon crochet!
06.05.2024 - 08:43
Lisa skrifaði:
Ich verstehe nicht, wie der Ärmel gehäkelt werden soll nach dem ersten Wenden. Man wendet und soll dann 3 Luftmaschen und 1 Kettmasche um den nächsten Luftmaschenbogen machen. Nach dem Wenden gibt es aber keinen Luftmaschenbogen, der liegt dann auf der rechten Seite, während man nach links häkeln sollte. Wie soll das genau gemacht werden?
05.05.2024 - 09:09DROPS Design svaraði:
Liebe Lisa, nach der 1. Reihe mit festen Maschen/Luftmaschenbogen wird man verkürzten Reihen häkeln, dh in der 5. Luftmasche ab der Schulternaht beginnen und dann immer mehr Stäbchen am Ende jeder Reihe häkeln bis alle Luftmaschenbogen von der 1. Reihe gehäkelt wurden, dh bis man um den ganzen Armausschnitt gehäkelt hat. Viel Spaß beim Häkeln!
06.05.2024 - 08:20
Isabelle skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas l'explication du premier rang de brides pour les manches. Vous expliquez que ce premier rang commence dans la 5 ème maille avant la couture d'épaule, mais ainsi le travail n'est pas équilibré ( 2 brides d'un côté et 14 brides de l'autre côté de la couture) . Est ce normal ?
12.03.2024 - 23:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, vérifiez que vous avez bien 1 maille serrée au niveau de la couture d'épaules, en commençant dans le 5ème arceau avant cette mailles serrée, vous aurez 1 ms dans cet arceau, puis 2 brides dans les 4 arceaux suivants avant la couture + 2 brides dans les 4 arceaux après la couture = 8 arceaux de 2 brides chacun = 16 brides (8 de chaque côté), terminez par 1 maille coulée dans l'arceau suivant. Bon crochet!
13.03.2024 - 08:22
Hortense Top#hortensetop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Heklaður bolur / peysa með stuttum ermum úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er heklað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-36 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / stuðull. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta stuðulinn), þ.e.a.s. hoppið yfir síðustu lykkju frá fyrri umferð. Síðasti stuðullinn í umferð er heklaður í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta tvíbrugðna stuðulinn), hoppið yfir síðustu lykkjuna frá fyrri umferð. Síðasti tvíbrugðni stuðullinn í umferð er heklaður í 4. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Fækkið um 2 stuðla með því að hekla 3 stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni. ÚTAUKNING (á við um hliðar): Aukið út með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. Útauknar lykkjur halda áfram í stuðlum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er heklað fram og til baka í stykkjum. Stykkin eru saumuð saman. Lykkjur eru heklaðar fyrir ermar í kringum handveg og ermarnar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Heklið 75-83-89-99-107-119 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4 með DROPS Cotton Merino. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (2 stuðlar) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, 1 stuðull í hverja af næstu 71-79-85-95-103-115 loftlykkjur = 73-81-87-97-105-117 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Heklið síðan mynstur þannig: 1 stuðull í hvern af fyrstu 4-3-6-6-5-6 stuðlum, A.1 alls 6-7-7-8-9-10 sinnum, A.2 og 1 stuðull í hvern af síðustu 4-3-6-6-5-6 stuðlum. Haldið svona áfram með mynstrið. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm, fækkið um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA = 71-79-85-95-103-115 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm = 69-77-83-93-101-113 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 6-6½-4½-7½-5-5 cm millibili alls 3-3-4-3-4-4 sinnum = 75-83-91-99-109-121 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan – stillið af að næsta umferð sé umferð með stuðlum. Klippið þráðinn og heklið mynstrið þannig: Hoppið yfir fyrstu 4-5-5-6-7-9 stuðla fyrir handveg, festið þráðinn með 1 fastalykkju í næsta stuðul, 3 loftlykkjur (fyrsti stuðull), heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman, 1 stuðull í hvern af næstu 8-6-9-7-16-15 stuðlum, A.1 alls 4-5-5-6-5-6 sinnum, A.2, 1 stuðull í hvern af næstu 8-6-9-7-16-15 stuðlum, heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman og 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið (þ.e.a.s. ekki er heklað yfir síðustu 4-5-5-6-7-9 stuðla í umferð að neðan) = 65-71-77-83-91-99 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman í hvorri hlið í hverri umferð alls 2-4-2-3-5-7 sinnum (meðtalin fyrsta úrtaka sem var gerð þegar hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg), síðan 0-0-2-2-2-2 stuðlar saman í hvorri hlið í hverri umferð alls 0-0-3-3-2-1 sinnum = 63-65-67-69-71-73 lykkjur. Haldið áfram með mynstur yfir miðju lykkjur og 1 stuðul í hvern af ystu stuðlum í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, heklið stykkið áfram í stuðlum, endið e.t.v. gatamynstrið sem byrjað. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm, heklið hálsmál þannig: 1 stuðull í hvern og einn af fyrstu 16-17-17-18-18-19 stuðla, heklið 2 stuðla saman, snúið = = 17-18-18-19-19-20 stuðlar fyrir öxl. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Klippið þráðinn og festið. Hin öxlin er hekluð þannig: Hoppið yfir miðju 27-27-29-29-31-31 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 2 stuðla saman, 1 stuðull í hverja af síðustu 16-17-17-18-18-19 stuðlum. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Klippið þráðinn og festið. FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 39-41-42-44-45-47 cm = 63-65-67-69-71-73 lykkjur. Nú er heklað hálsmál þannig: Heklið mynstur og stuðla eins og áður yfir fyrstu 19-20-21-22-23-24 lykkjur (einungis er heklað gatamynstur sem gengur jafnt upp á breiddina, aðrar lykkjur eru heklaðar í stuðlum), heklið 2 stuðla saman (= fyrsta úrtaka fyrir hálsmáli) = 20-21-22-23-24-25 lykkjur. Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð alls 4-4-5-5-6-6 sinnum = 17-18-18-19-19-20 lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, heklið stykkið í stuðlum, endið e.t.v. gatamynstur sem er byrjað. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Klippið þráðinn frá og festið. Heklið hina öxlina á sama hátt, en heklið þá yfir síðustu 21-22-23-24-25-26 lykkjur frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og hliðarsauma fallega saman. KANTUR Í HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju um fyrstu umferð á eftir axlasauminn, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 cm, heklið 1 fastalykkju *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið og stillið af að endað sé með 1 fastalykkju í síðustu umferð fá öxl. UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga. Klippið þráðinn og festið. FRÁGANGUR: Saumið hinn axlasauminn. ERMI: Heklið kant í kringum op fyrir ermar þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í lykkjuna við hliðarsauminn, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* yfir lykkjur undir ermi, heklið síðan upp meðfram handvegi þannig: * Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um næstu umferð *, heklið frá *-* um alla umferðina aftur niður að lykkjum undir ermi og heklið yfir þessar lykkjur alveg eins og í byrjun á umferð. Stillið af að endað sé með 1 fastalykkju í síðustu lykkju undir ermi. Passið uppá að þessi umferð dragi ekki opið fyrir ermi saman, heklið e.t.v. fleiri loftlykkjur á milli hverra fastalykkja. Klippið þráðinn frá = ca 38-41-43-46-49-53 loftlykkjubogar. Heklið frá réttu þannig: Ermakúpan er hekluð fram og til baka yfir fleiri og fleiri loftlykkjuboga, þar til heklað hefur verið yfir alla loftlykkjubogana. Byrjið í 5. loftlykkju niður frá axlasaumi séð frá réttu. Heklið 1 fastalykkju um loftlykkjubogann, heklið 2 stuðla um næstu loftlykkju (þ.e.a.s. upp að axlasaumi), heklið 2 stuðla um hverja af næstu 7 loftlykkjum og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga = 16 stuðlar. Snúið og heklið frá röngu þannig: Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 stuðlar í hvern stuðul og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga í hinni hlið á stykkinu = 32 stuðlar. Snúið. Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 stuðlar í fyrsta stuðul, 1 stuðull í hvern stuðul þar til eftir er 1 stuðull, 2 stuðlar í næsta stuðul og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga = 34 stuðlar. Haldið svona áfram að auka út um 1 stuðul í hvorri hlið alls 5-6-8-9-10-12 sinnum = 42-44-48-50-52-56 lykkjur. Þ.e.a.s. nú eru eftir ca 16-17-15-16-17-17 loftlykkjubogar. Í næstu umferð er heklað til skiptis 1 stuðull og 2 stuðlar um hvern af síðustu loftlykkjubogum niður að hliðarsaum. Snúið og heklið 1 stuðul í hvern stuðul og til skiptis 1 stuðul og 2 stuðla um þá loftlykkjuboga sem eftir eru í hinni hliðinni á stykkinu = ca 66-69-70-74-77-81 stuðlar. Í næstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 62-65-68-74-77-81 lykkjur. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul. Þegar ermin mælist 3 cm þar sem stykkið er styst, fækkið um 1-1-1-1-0-0 stuðul í hvorri hlið á stykki. Fækkið lykkjum svona með 3-4-7-0-0-0 cm millibili alls 4-3-2-1-0-0 sinnum = 54-59-64-72-77-81 stuðlar. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 15-15-14-14-13-12 cm þar sem stykkið er styst. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. Saumið ermasauma. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hortensetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.