Selma skrifaði:
Hej igen, för att förtydliga min fråga ovan, vilken sida är rät vid rätstickning? Det står i beskrivningen sör häl att man ska börja på rätsida men båda sidor ser likadana ut vid rätstickning..
10.01.2023 - 15:35DROPS Design svaraði:
Hej Selma, du bestemmer selv hvilken side du vælger som retside, da begge sider ser ligedan ud :)
12.01.2023 - 13:57
Selma skrifaði:
Det står rätstickning dvs rät-rät men sen står det på beskrivningen för häl att börja från rätsida osv.. jag börjat om för att sticka rät-avig men förstår inte vilket det ska vara?
05.01.2023 - 22:53DROPS Design svaraði:
Hej Selma, vi forstår ikke rigtig dit spørgsmål, men se måleskitsen nederst i mønsteret, her kan du se hvilket stykke som er hæl og som skal strikkes rätstickning :)
10.01.2023 - 10:52
Marina skrifaði:
Non sono sicura di aver compreso bene l'istruzione per il tallone. Sono arrivata alla fine del lavoro con i ferri accorciati (11 punti giro a ogni lato). Ora devo continuare a lavorare a ferri accorciati, lavorando ogni ferro una maglia in più, fino a quando non li lavoro tutti (quindi altri 22 ferri), giusto?
29.11.2022 - 18:14DROPS Design svaraði:
Buongiorno Marina, il procedimento è corretto. Buon lavoro!
03.12.2022 - 16:26
MARTIN skrifaði:
Bonjour, est-il possible d'avoir le patron avec les mesures ? Merci.
11.11.2022 - 11:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Martin, nous n'avons pas ce type de mesures pour ces chaussons, vérifiez bien votre tension et suivez attentivement les explications, vous aurez alors la bonne forme/les bonnes mesures. Bon tricot!
14.11.2022 - 08:47
Jonna skrifaði:
Har I ikke Eskimo længere Venligst jonna
28.09.2022 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hej Jonna, Jo det er den som hedder DROPS Snow :)
29.09.2022 - 09:21
Good Morning Slippers#goodmorningslippers |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðar þæfðar tátiljur fyrir herra úr DROPS Alaska. Stærð 35-46.
DROPS 224-32 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTURTEIKNING: Sjá mynsturteikningu A.1 – mynsturteikning sýnir hvernig tátiljan er brotin saman við frágang: ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í eitt stykki. Byrjið við kant að aftan, prjónið hæl, neðri hlið, tá og endið með að prjóna efri hlið. Þegar stykkið hefur verið prjónað til loka, saumið það saman og þæfið í þvottavél. KANTUR AÐ AFTAN: Fitjið upp 23-25-26-28 lykkjur á prjón 5,5 með litnum norðursjór. Prjónið 18 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HÆLL: Prjónið nú stuttar umferðir til að forma hælinn, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrra skipti sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrra skipti sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir í miðju á stykki (það er snúið við 9-10-10-11 sinnum í hvorri hlið). Nú er prjónað yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónað hefur verið aftur yfir allar lykkjur = 23-25-26-28 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í umferð sem er notað til að mæla frá. NEÐRI HLIÐ: Prjónið garðaprjón og fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 19-21-22-24 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 18½-20-24-27 cm frá prjónamerki sem var sett í hælinn. TÁ: Nú eru prjónaðar stuttar umferðir til að forma tánna, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Prjónið frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrra skipti sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrra skipti sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir í miðju á stykki (það er snúið við 7-8-8-9 sinnum í hvorri hlið). Nú er prjónað yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er, þar til prjónað aftur hefur verið prjónað yfir allar lykkjur = 19-21-22-24 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í umferð til að mæla frá. NEÐRI HLIÐ: Skiptið yfir í litinn salvíugræn. Prjónið sléttprjón í alls 9-10-12-13 cm, í næstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir (aukið út með uppslætti sem prjónaður er snúinn brugðið í næstu umferð) = 23-25-26-28 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til prjónaðir hafa verið alls 13½-15-19-22 cm sléttprjón og næsta umferð er frá réttu. Nú er einungis prjónað yfir fyrstu 5 lykkjur í umferð, þær lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð. Skiptið yfir í litinn norðursjór, prjónið garðaprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við síðustu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum, garðaprjón á að mælast 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykki). Fellið af í næstu umferð frá réttu. Setjið til baka ystu 5 lykkjurnar frá gangstæðri hlið á þræði á prjóninn (látið miðju 13-15-16-18 lykkjurnar sitja á þræði). Skiptið yfir í litinn norðursjór, prjónið garðaprjón (fyrsta umferð er prjónuð slétt frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við fyrstu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum, garðaprjón á að mælast 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykkið). Fellið af í næstu umferð frá röngu. Setjið til baka þær 13-15-16-18 lykkjur af þræði á prjóninn. Notið litinn salvíugrænn og prjónið 12 umferðir garðaprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umferð þannig: Prjónið 2 ystu lykkjur í hvorri hlið slétt saman. Endurtakið úrtöku alls 3 sinnum = 7-9-10-12 lykkjur. Fellið af í næstu umferð frá réttu. FRÁGANGUR: Stykkið er saumað saman frá röngu. Brjótið stykkið saman við tá, þannig að efri hlið liggi að neðri hlið. Sjá mynsturteikningu A.1 sem sýnir hvernig brjóta á tátiljuna saman. Byrjið með að sauma 18 garðaprjóns umferðirnar frá aftari kanti, saman með 10 lykkjur sem felldar voru af yst í hlið á efri hlið. Saumið síðan efri hlið og neðri hlið saman kant í kant fram að tá. Endurtakið í hinni hliðinni. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goodmorningslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.