Debbie Todd skrifaði:
I am really confused as to the instructions when you get to the top of the left mitten and are decreasing. If you decrease the 5 times as you state then that is 5 times 4 decreases each which is 20 stitches. 32 - 20 is 12 stitches. You state there are 6 stitches left on needles? Where do you do the other decreases and what does it mean to work the 6 stitches in every cable together 2 by 2? Thank you for your help
06.01.2023 - 21:52DROPS Design svaraði:
Hello Debbie Todd! You have to knit 2 together 3 times over 6 cables' stitches= 3 sts decreased over cable. And you have 2 cables, so 6 sts decreased. Hope it helps! Happy knitting!
06.01.2023 - 22:54
Britta skrifaði:
Ich verstehe die Anleitung nicht. 32 Maschen geteilt durch 2 sind 16 Maschen. Der Handschuh hat doch eine Ober- und eine Unterseite. Bei den Abnahmen für die Handschuhspitze soll aber bereits nach 13 Maschen ab Rundenbeginn der Maschenmarkierer gesetzt werden. Dann habe ich auf der Oberseite mehr Maschen als auf der Unterseite. Denn auch die Mustereinteilung mit oben A2. =15 Maschen plus 2 Maschen rechts ergibt keinen Sinn. Leider sind Ihre Anleitungen oft unlogisch.
29.12.2022 - 11:41DROPS Design svaraði:
Liebe Britta, für die Zöpfe (A.2) braucht man mehr Maschen in der Breite als für nur glatt rechts, deshalb sind es weniger Maschen für die Unterseite und mehr Maschen für die Oberseite. Viel Spaß beim stricken!
02.01.2023 - 11:44
Magic Touch Mittens#magictouchmittens |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónaðir vettlingar úr DROPS Wish. Stykkið er prjónað með köðlum.
DROPS 225-28 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚTAUKNING: Byrjið útaukningu á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 32 lykkjur á sokkaprjóna 6 með DROPS Wish. Prjónið þannig: A.1 yfir fyrstu 30 lykkjur (= 2 mynstureiningar með A.1), endið með 2 lykkjur slétt. Prjónið stroff svona í 6 cm. Þegar stykkið mælist 6 cm skiptið yfir á sokkaprjóna 7. Næsta umferð er prjónuð þannig: 15 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 15 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm setjið 1 prjónamerki í 12. lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út fyrir opi fyrir þumal með því að auka út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur einnig í næstu umferð = 5 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Prjónið 2 umferðir án útaukningar. Í næst umferð eru 5 þumallykkjur settar á þráð, að auki er fitjuð upp 1 ný lykkja á prjóninn yfir lykkjur af þræði = 32 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og A.2 þar til stykkið mælist 24 cm (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 13 lykkjur (= í hvorri hlið á vettlingi). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 5 sinnum í hvorri hlið, A.2 er endurtekið eins oft og hægt er, síðan er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur, þegar ekki gengur lengur að snúa kaðli, eru prjónaðar 6 lykkjur í hverjum kaðli saman 2 og 2). Eftir allar úrtökur eru 6 lykkjur eftir á prjóni. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 27 cm frá uppfitjunarkanti. ÞUMALL: Setjið til baka 5 lykkjur fyrir þumalopi á sokkaprjóna 7. Prjónið að auki upp 5 lykkjur aftan við þumal (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í lykkjuna sem fitjuð var upp + 2 lykkjur hvoru megin við þessa lykkju) = 10 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn mælist 5 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 5 lykkjur. Í næst umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin alveg eins og efst á vettlingi (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona einnig í næstu umferð = 2 lykkjur eftir á prjóni. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 32 lykkjur á sokkaprjóna 6 með DROPS Wish. Prjónið þannig: 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 30 lykkjur (= 2 mynstureiningar með A.1). Prjónið stroff svona í 6 cm. Þegar stykkið mælist 6 cm skiptið yfir á sokkaprjóna 7. Næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 15 lykkjur), 15 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 14 cm setjið 1 prjónamerki í 21. lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út fyrir opi fyrir þumal með því að auka út 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur einnig í næstu umferð = 5 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Afgangur af vettling er prjónaður á sama hátt og vinstri vettlingur. Prjónið þumalinn á sama hátt og á vinstri vettlingi. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #magictouchmittens eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 225-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.