Jackie skrifaði:
I am just at the beginning the the pattern. Working the back piece...I did the 84 chain stitches then I worked a double crochet in the 4th chain and in the rest of the chains for a total of 81 double crochet's and then added 3 chain stitches and turned. My question is the next sentence says 3 chain stitches.. read crochet information. So I'm confused. This would be a total of 6 chain stitches..by the A.1 diagram it shows we are on the wrong side doing double crochet's across. Thanks
12.09.2023 - 02:42DROPS Design svaraði:
Dear Jackie, you only crochet 3 chains to begin a new row, this means at the end of the first row, turn and now crochet 3 chains (as explained under CROCHET INFO, these 3 chains do not replace the first stitch on row) and now work A.1. The first row in A.1 is worked from the right side, read from the right towards the left as shown with the arrow. Happy crocheting!
12.09.2023 - 09:40
Denise skrifaði:
Do you have a video that shows exact where the stitches go for A.3 and A4? It is a bit confusing, reading the instructions.
15.08.2023 - 03:37DROPS Design svaraði:
Dear Denise, we only have diagram to this pattern; just follow the instructions step by step to be able to work each stitch just as explained around the correct stitch. Happy crocheting!
15.08.2023 - 09:21
Jo Anne skrifaði:
You have so many beautiful crochet patterns. I wish I could make some of them, but I don’t understand graphs. I want to make this cardigan so bad. Do you by any chance sell a written pattern?
14.07.2023 - 10:34
Josiane Fabre skrifaði:
Bonjour Je ne comprend pas le diagramme A quel moment faire les triplés bridés, les quadruple je m’y perd ? Sur le rang envers c’est en maille serré ou en bride ? Cordialement
22.05.2023 - 21:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fabre, les torsades se font sur les rangs crochetés sur l'endroit seulement, suivez bien les symboles de la légende pour savoir quelle bride/triple- ou quadruple bride faire (début de la ligne) et autour de quelle maille (extrémité en forme de rond noir, losange noir, losange blanc ou étoile). Au 2ème rang de A.3 (flèche), crochetez par exemple 1 quadruple-bride en relief autour de la maille indiquée 2 rangs plus bas + 1 bride crochetées ensemble et ce 2 fois de suite au début puis 2 fois de suite après 2 brides. Bon crochet!
23.05.2023 - 08:42
Marte skrifaði:
Hei! Jeg hekler størrelse S men sliter med å få riktig bredde på bakstykke. Står i diagrammet at den vil bli 49cm bred, men jeg klarer ikke få noe mindre enn 55cm. Har prøvd å justere heklefastheten og gått ned til pinne 3,5. Leser jeg diagrammet feil eller skal det være så bredt i starten?
16.04.2022 - 21:43DROPS Design svaraði:
Hei Marte. Du skal hekle over 80 masker og det hekles slik: Hekle 1 stav i hver av de første 3 fastmaskene, A.2 over de neste 2 fastmaskene, A.3 over de neste 60 fastmaskene (= 6 rapporter á 10 masker), A.4 over de neste 12 fastmaskene, 1 stav i hver av de siste 3 fastmaskene = 3+2+60+12+3= 80 masker. Har du flere enn 80 masker?
19.04.2022 - 14:25
Pandora skrifaði:
What a beautiful pattern! I'm going to give it a go but I was hoping you could help me with the measurements. Based on my bust size (92cm), I was going to follow the M size pattern since I still want the piece to fit loosely. However, I have quite broad shoulders. Will the M become to snug on the shoulders then? Should I oversize to L? Thank you in advance.
27.02.2022 - 12:11DROPS Design svaraði:
Dear Pandora, for size M you have around 19 cm for each shoulder. If this is still too small in your case, you may need to size up. Take into account that these are not drop sleeves; they are glued sleeves. If you want to have broader shoulders, you can work a drop sleeve; you don't cast off for the armhole. Happy crocheting!
27.02.2022 - 16:41
Adelina skrifaði:
Ho una domanda riguardo al colore di questo modello. Dalle foto sembra blu petrolio ma dalle spiegazioni è il n. 37 che è un colore molto diverso. È corretta questa indicazione?
08.10.2021 - 15:04DROPS Design svaraði:
Buongiorno Adelina, abbiamo inoltrato la sua segnalazione al settore design: se ci dovessero essere delle correzioni le potrà trovare direttamente sul sito. Buon lavoro!
09.10.2021 - 13:16
Benee skrifaði:
Love the cable design
30.09.2021 - 23:22
Teal Crossover#tealcrossoverjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað með köðlum, stuðlakróksmynstri og kraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-30 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðuls, heldur eru heklaðar sem viðbót við þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja. Loftlykkjan kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur er hekluð sem viðbót við þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar heklað er í hring: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðuls, heldur eru heklaðar sem viðbót við þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð . MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldur mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.5 og A.6). HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR STUÐLAKRÓKSMYNSTUR: Þegar stuðlakróksmynstur er heklað er mikilvægt að stuðlakrókslykkjurnar séu ekki of stífar né of lausar. Ef stuðlakrókslykkjurnar eru of stífar þegar heklaðir eru stuðlakrókar-fjórbrugðnir stuðlar, er hægt að hekla stuðlakróka-fimmbrugðna stuðla í staðinn. Ef stuðlakrókslykkjurnar eru of lausar, er hægt að hekla stuðlakróka-þríbrugðna stuðla í staðinn. ÚRTAKA: Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í 1 fastalykkju þannig: Stingið heklunálinni í gegnum fyrstu lykkjuna og sækið þráðinn, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn (= 3 lykkjur um heklunálina), bregðið þræðinum um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í 1 stuðul þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um undir ermum): Heklið 2 stuðla í 3. stuðul í umferð, heklið þar til 3 stuðlar eru eftir, heklið 2 stuðla í næsta stuðul, heklið út umferðina (= 2 stuðlar fleiri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er heklað fram og til baka hvort fyrir sig. Heklað er stuðlakróksmynstur á framstykki og bakstykki - sjá HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR STUÐLAKRÓKSMYNSTUR. Ermar eru heklaðar í hring, en snúið er við í hverri umferð, þannig að áferðin verði eins á fram- og bakstykki. Síðan er stykkið saumað saman. Að lokum er heklaður kragi fram og til baka. BAKSTYKKI: Heklið 84-87-96-105-114-123 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með DROPS Merino Extra Fine. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja og eina af síðustu 80-83-92-101-110-119 loftlykkjum = 81-84-93-102-111-120 stuðlar + 3 loftlykkjur til að snúa við með. Heklið nú þannig: Heklið 3 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið A.1 út umferðina. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að síðasta umferðin sem er hekluð sé umferð með fastalykkjum frá röngu og fækkið um 1-0-1-0-1-0 lykkjur í þessari umferð – sjá ÚRTAKA = 80-84-92-102-110-120 fastalykkjur + 1 loftlykkja til að snúa við með. Heklið nú mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 3-5-9-9-13-18 fastalykkjum, A.2 yfir næstu 2 fastalykkjur, A.3 yfir næstu 60-60-60-70-70-70 fastalykkjur (= 6-6-6-7-7-7 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.4 yfir næstu 12 lykkjur, 1 stuðull í hverja af síðustu 3-5-9-9-13-18 fastalykkjum. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina, endurtakið A.X á hæðina. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja af fyrstu 2-3-5-7-8-10 lykkjum, heklið mynstur eins og áður yfir næstu 76-78-82-88-94-100 lykkjur (nú eru eftir 2-3-5-7-8-10 lykkjur í lok umferðar), snúið stykkinu. Í stærð S, M og L er heklað áfram frá ALLAR STÆRÐIR að neðan. Í stærð XL, XXL og XXXL er heklað þannig: Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður, jafnframt er fækkað um 1 stuðul í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 1-2-4 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: = 76-78-82-86-90-92 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með mynstri eins og áður yfir miðju 74-74-74-84-84-84 lykkjur og heklið 1 stuðul í hvern stuðul yfir 1-2-4-1-3-4 stuðla í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm, heklið næstu umferð þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 28-29-31-32-34-35 lykkjur, heklið næstu 2 stuðla saman – munið eftir ÚRTAKA = 29-30-31-32-34-35 lykkjur, heklið næstu 2 stuðla saman – munið eftir ÚRTAKA = 29-30-32-33-35-36 lykkjur fyrir öxl. Snúið og heklið til baka frá röngu. Klippið þráðinn. Stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm. Hoppið yfir miðju 16-16-16-18-18-18 lykkjur eftir öxl (= 16-16-16-18-18-18 lykkjur = hálsmál). Heklið frá réttu þannig: Heklið næstu 2 stuðla saman – munið eftir ÚRTAKA, heklið eins og áður út umferðina = 29-30-32-33-35-36 lykkjur fyrir öxl. Snúið og heklið til baka frá röngu. Klippið þráðinn og festið. Stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið 48-50-54-60-64-70 loftlykkjur – munið eftir LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með DROPS Merino Extra Fine. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 44-46-50-56-60-66 loftlykkjum = 45-47-51-57-61-67 stuðlar + 3 loftlykkjur til að snúa við með. Heklið nú þannig: Heklið 3 loftlykkjur, heklið A.1 út umferðina. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að síðasta umferðina sem er hekluð sé umferð með fastalykkjum frá röngu og að fækkað sé um 0-0-0-0-0-1 fastalykkju í þessari umferð = 45-47-51-57-61-66 fastalykkjjur + 1 loftlykkja til að snúa við með. Heklið nú mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 4 fastalykkjum (= kantur að framan), heklið A.5 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) yfir næstu 6-6-6-12-12-12 fastalykkjur, A.3 yfir næstu 20 fastalykkjur (= 2 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.4 yfir næstu 12 fastalykkjur, 1 stuðull í hverja af síðustu 3-5-9-9-13-18 fastalykkjum. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina endurtakið A.X á hæðina. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg í næstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja af fyrstu 2-3-5-7-8-10 stuðlum, heklið síðan eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru = 43-44-46-50-53-56 lykkjur. Í stærð S, M og L er heklað áfram frá ALLAR STÆRÐIR að neðan. Í stærð XL, XXL og XXXL er heklað þannig: Haldið áfram með mynstur fram og til baka með mynstur eins og áður, jafnframt er fækkað um 1 stuðul í hlið fyrir handveg með því að hekla 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og röngu) alls 1-2-4 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: = 43-44-46-49-51-52 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður og heklið 1 stuðul í hvern stuðul yfir 1-2-4-1-3-4 stuðla við handveg. Þegar stykkið mælist 49-51-53-54-56-58 cm, heklið áfram með eins margar lykkjur af mynstri og pláss er fyrir – lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru heklaðar í stuðlum. Heklið frá réttu þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja af fyrstu 8-8-8-10-10-10 lykkjum (= kantur að framan og hálsmál), fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir næstu 4 lykkjur, heklið mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Snúið og heklið mynstur þar til 4 lykkjur eru eftir, fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir næstu 4 lykkjur. Snúið og fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 lykkjur saman yfir næstu 4 stuðla, heklið mynstur út umferðina = 29-30-32-33-35-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Klippið þráðinn. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 48-50-54-60-64-70 loftlykkjur – munið eftir LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með DROPS Merino Extra Fine. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 44-46-50-56-60-66 loftlykkjum = 45-47-51-57-61-67 stuðlar + 3 loftlykkjur til að snúa við með. Heklið nú þannig: Heklið 3 loftlykkjur, heklið A.1. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að síðasta umferðina sem er hekluð sé umferð með fastalykkjum frá röngu og að fækkað sé um 0-0-0-0-0-1 fastalykkju í þessari umferð = 45-47-51-57-61-66 fastalykkjjur + 1 loftlykkja til að snúa við með. Heklið nú mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 3-5-9-9-13-18 fastalykkjum, heklið A.2 yfir næstu 2 fastalykkjur, heklið A.3 yfir næstu 30 fastalykkjur (= 3 mynstureiningar með 10 lykkjum), heklið A.6 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) yfir næstu 6-6-6-12-12-12 fastalykkjur, 1 stuðull í hverja af síðustu 4 fastalykkjum (= kantur að framan). Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina endurtakið A.X á hæðina. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg í næstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja af fyrstu 2-3-5-7-8-10 stuðlum, heklið síðan eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru = 43-44-46-50-53-56 lykkjur. Í stærð S, M og L er heklað áfram frá ALLAR STÆRÐIR að neðan. Í stærð XL, XXL og XXXL er heklað þannig: Haldið áfram með mynstur fram og til baka með mynstur eins og áður, jafnframt er fækkað um 1 stuðul í hlið fyrir handveg með því að hekla 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og röngu) alls 1-2-4 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: = 43-44-46-49-51-52 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður og heklið 1 stuðul í hvern stuðul yfir 1-2-4-1-3-4 stuðla við handveg. Þegar stykkið mælist 49-51-53-54-56-58 cm, heklið áfram með eins margar lykkjur af mynstri og pláss er fyrir – lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru heklaðar í stuðlum. Heklið frá réttu þannig: Heklið þar til 12-12-12-14-14-14 lykkjur eru eftir í umferð, fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir næstu 4 lykkjur. Nú eru eftir 8-8-8-10-10-10 lykkjur í umferð (= kantur að framan og hálsmál), snúið stykkinu og heklið til baka frá röngu þannig: Fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir næstu 4 lykkjur, heklið mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Snúið og heklið mynstur þar til 4 lykkjur eru eftir, fækkið um 2 lykkjur með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir næstu 4 lykkjur = 29-30-32-33-35-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Klippið þráðinn. ERMI: Heklið 52-55-55-58-58-61 loftlykkjur – munið eftir LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með Merino Extra Fine og heklið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 51-54-54-57-57-60 stuðlar + 3 loftlykkjur til að snúa við með. Heklið nú A.1 hringinn í umferð – jafnframt er stykkinu snúið í hverri umferð þannig að önnur hver umferð sé hekluð frá réttu og röngu. Stuðlakrókslykkjurnar í mynsturteikningu eiga alltaf að vera heklaðar frá réttu. Endurtakið síðustu 4 umferðir í mynsturteikningu þar til stykkið mælist 11 cm. Heklið áfram með stuðlum. Þegar stykkið mælist 19-20-20-20-20-20 cm, aukið út um 2 stuðla undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 12-10½-5-4½-3-2½ cm millibili alls 3-3-5-5-7-7 sinnum = 57-60-64-67-71-74 stuðlar. Þegar ermin mælist 47-45-45-43-42-39 cm, heklið ermakúpuna fram og til baka að loknu máli. Heklið mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M og L: Heklið stuðla í ca 1-3-3 cm. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Heklið stuðla í ca 4-5-8 cm. Næsta umferð er hekluð þannig: Fækkið um 1-2-4 stuðla með því að hekla 2 og 2 stuðla saman yfir fyrstu 2-4-8 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 2-4-8 stuðlar eru eftir, heklið 2 og 2 stuðla saman yfir síðustu 2-4-8 stuðla = 65-67-66 stuðlar. ALLAR STÆRÐIR: Ermin mælist ca 48 cm í öllum stærðum og það er klauf 1-3-3-5-6-9 cm efst á ermi. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana í lykkjurnar eina og eina. Saumið ermakúpuna við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handveg – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við ystu lykkju í hvorri hlið frá handveg og niður. Að lokum eru tölur saumaðar í vinstri kant að framan þannig: Efsta talan á að vera ca 2 cm frá kanti í hálsi og neðsta talan á að vera ca 8 cm frá neðri kanti. Deilið þeim 3-3-4-4-4-4 tölum sem eftir eru jafnt yfir með 9½-10-8½-9-9-9½ cm millibili. Tölunum er hneppt á milli 2 stuðla í kanti að framan. KRAGI: Byrjið frá réttu á hægra framstykki þannig: Hoppið yfir 4 lykkjur fyrir kant að framan, festið þráðinn með 1 fastalykkju í næstu lykkju, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, heklið 1 fastalykkju *, heklið *-* 6-6-6-7-7-7 sinnum upp að axlasaumi, heklið áfram með 7-7-7-8-8-8 loftlykkjubogum fram að næsta axlasaumi, heklið 6-6-6-7-7-7 loftlykkjuboga í vinstra framstykki þar til 4 lykkjur eru eftir (= kantur að framan) = 19-19-19-22-22-22 loftlykkjubogar. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 3 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í fyrstu fastalykkju, heklið 3 stuðla um hvern og einn af 19-19-19-22-22-22 loftlykkjubogum, endið með 1 stuðul í síðustu fastalykkju = 59-59-59-68-68-68 stuðlar + 3 loftlykkjur til að snúa við með. Heklið 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul. Heklið nú áfram fram og til baka þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 3-3-3-3-3-3 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul (= 1 lykkja fleiri), * 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul (= 1 stuðull fleiri), * heklið frá *-* alls 13-13-13-15-15-15 sinnum (= 13-13-13-15-15-15 lykkjur fleiri), heklið 1 stuðul í hvern af síðustu 3-3-3-4-4-4 stuðlum = 73-73-73-84-84-84 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 3-3-3-4-4-4 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul (= 1 lykkja fleiri), * 1 stuðull í hvern af næstu 4 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul, * heklið frá *-* alls 13-13-13-15-15-15 sinnum (= 13-13-13-15-15-15 lykkjur fleiri), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 4-4-4-4-4-4 stuðlum = 87-87-87-100-100-100 lykkjur. UMFERÐ 4: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. UMFERÐ 5: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 4-4-4-4-4-4 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul (= 1 lykkja fleiri), * 1 stuðull í hvern af næstu 5 stuðlum, heklið 2 stuðla í næsta stuðul, * heklið *-* 13-13-13-15-15-15 sinnum (= 13-13-13-15-15-15 lykkjur fleiri), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 4-4-4-5-5-5 stuðlum = 101-101-101-116-116-116 lykkjur. UMFERÐ 6: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Kraginn mælist ca 7 cm. Klippið þráðinn og festið. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tealcrossoverjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.