Strikket Slipover/ Vest Til Børn 2-12 38-15 skrifaði:
Jeg har strikket forstykket og skal til bagstykket , men kan ikke forstå hvordan jeg kommer videre . Der står jeg skal strikke maskerne på den ene side , og så slå nye masker op men hvor langt skal jeg strikke , før jeg skal slå nye op ? Og skal den anden del af skulderen strikkes sammen med de nye ? Venlig hilsen Vibeke Niebuhr
20.04.2025 - 21:16DROPS Design svaraði:
Hej Vibeke, jo du strikker både højre og venstre forstykke til 2 cm efter mærket og sætter de 2 stykker sammen ved at slå 20 masker op imellem skulderstykkerne, nu fortsætter du nedad ryggen :)
30.04.2025 - 12:10
Lydia skrifaði:
Thanks for the easy and well explained pattern
22.02.2025 - 18:23
Heidi Nielsen skrifaði:
Den er så fin. Jeg kunne godt tænke mig opskriften i mindre. Jeg er meget nybegynder, og kan ikke regne ud hvordan man bruger færre masker
17.02.2025 - 07:43DROPS Design svaraði:
Hej Heidi, du skal have 16 masker på 10 cm ifølge opskriften. Du ser målene på vesten i måleskitsen nederst i opskriften. Hvis du vil fjerne 5 cm i bredden, så skal du slå 8 masker mindre op :)
18.02.2025 - 13:48
Jill King skrifaði:
I wish to knit pattern ai-020-bn, for a 5 year old. However I only have either 8 or 12 ply yarn. Would this pattern be suitable if i used 8 ply, 4mm needles, 2 or 3 sizes larger? Thank you. Jill
07.08.2023 - 13:56DROPS Design svaraði:
Dear Mr King, your tension would be completely different as the one used in the pattern and you would have to re-calculate entirely the pattern to match your tension (read more about tension here. Find here all vest patterns for children for yarn group B (approx 8 ply) here. Happy knitting!
08.08.2023 - 08:50
Linda Sylvester skrifaði:
How do you calculate the number of skeins of yarn is needed for the "Knitted vest/slipover for kids in Drops Air"? Pattern ai-020-bn. I do no see the yards needed in the pattern. Thank you!
14.10.2022 - 00:44DROPS Design svaraði:
Hi Linda, We use skeins as our yarn amounts. But for yardage you can look up the particular yarn, where the length per skein is stated (e.g. Air: 50g skein gives you approx. 164 yards). Happy crafting!
14.10.2022 - 06:57
Jeannet Strijbis skrifaði:
Bij de schouder staat het volgende: Kant bij een hoogte van 5-6-6-7-7-8 cm vanaf de eerste steken af voor de hals, voeg 1 markeerdraad in (= midden op de bovenkant van de schouder) Ik begrijp in dat stuk niet wat ik nu moet afkanten. Ik denk dat ik niets hoef af te kanten maar dat daar misschien iets anders moet staan? Zoals: Voeg bij een hoogte van 5-6-6-7-7-8 cm vanaf de eerste steken voor de hals, 1 markeerdraad in (= midden op de bovenkant van de schouder)
13.10.2021 - 14:10DROPS Design svaraði:
Dag Jeannet,
Het stond er inderdaad verkeerd. Er moet niet afgekant worden vanaf die hoogte, maar er moet een markeerdraad ingevoegd worden vanaf de aangegeven hoogte vanaf de eerste afgekante steek. Het is nu aangepast.
15.10.2021 - 17:51
Nena skrifaði:
"(approx. 5-6-6-7-7-8 cm remain on front piece, or worked to desired length)" Didn't you rather mean 15-16-17...? The numbers just don't add up.
12.04.2021 - 09:43DROPS Design svaraði:
Dear Nena, piece measures now 31-34-38-41-45-48 cm + the 5-6-6-7-7-8 last cm = 36-40-44-48-52-56 cm in total - just as under "SHOULDERS" and in chart. Happy knitting!
12.04.2021 - 11:18
Gunilla Sundin skrifaði:
Finns beskrivningen inte på svenska? Hälsningar Gunilla
21.03.2021 - 11:19DROPS Design svaraði:
Hei Gunilla. Jo, selvsagt. Her har det bare blitt lagt feil språk, vi legger ut den svenske teksten asap. mvh DROPS design
22.03.2021 - 14:48
Ready, Set, Go!#readysetgovest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover fyrir börn úr DROPS Air. Stykkið er prjónað í garðaprjóni með háum kraga og klauf í hliðum. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Baby & Children 38-15 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Stykkið er prjónað í 1 hluta þannig: Prjónað er frá neðst á framstykki, upp að hálsmáli, lykkjur felldar af fyrir hálsmáli, síðan er öxlin prjónuð, fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli á bakstykki og prjónað niður meðfram bakstykki. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring í lokin. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 56-60-62-66-70-72 lykkjur á hringprjón 5,5 með Air. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-12-14-21-20-23 cm fellið af fyrir hnappagötum í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 hnappagat), prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman (= 1 hnappagat) og endið með 2 lykkjur slétt. Prjónið 6-6-7-7-8-8 cm í garðaprjóni. Fellið af fyrir hnappagötum alveg eins í næstu umferð frá réttu (= alls 4 hnappagöt). Þegar stykkið mælist 31-34-38-41-45-48 cm (nú eru eftir ca 5-6-6-7-7-8 cm til loka á framstykki, prjónið e.t.v. að óskaðri lengd), fellið af miðju 14-14-16-18-18-20 lykkjurnar fyrir hálsmáli (= 21-23-23-24-26-26 lykkjur eftir á hvorri öxl). Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja. Fellið svona af í hverri umferð frá hálsmáli alls 3 sinnum = 18-20-20-21-23-23 lykkjur. Þegar stykkið mælist 5-6-6-7-7-8 cm frá þar sem fyrstu lykkjurnar fyrir hálsmáli voru felldar af, setjið 1 prjónamerki (= mitt ofan á öxl). Stykkið mælist alls 36-40-44-48-52-56 cm. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm frá prjónamerki á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. BAKSTYKKI: Setjið nú axlirnar aftur saman þannig: Prjónið yfir lykkjur frá annarri öxlinni, fitjið upp 20-20-22-24-24-26 lykkjur á prjóninn og prjónið yfir lykkjur frá hinni öxlinni = 56-60-62-66-70-72 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist 36-40-44-48-52-56 cm frá prjónamerki á öxl. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! KANTUR Í HÁLSMÁLI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Prjónið upp ca 50-68 lykkjur frá réttu með Air á sokkaprjóna 4,5 innan við 1 lykkju (passið uppá að lykkjufjöldinn verði of stífur eða of laus miðað við vídd í hálsmáli á vesti). Prjónið GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan, í ca 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING! FRÁGANGUR: Saumið tölur í bakstykki frá réttu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #readysetgovest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby & Children 38-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.