Nú þar sem hálsmálið og berustykkið er klárt þá er kominn tími til að prjóna fram- og bakstykki og halda áfram með peysuna okkar!
Vantar þig aðstoð? Hér að neðan finnur þú lista yfir úrræði til aðstoðar.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.4 og A.5. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.
LEIÐBEININGAR-2:
Ef óskað er eftir meira mynstri á fram- og bakstykki og ermum, er hægt að halda áfram með mynsturteikningu í röð að eigin ósk, en munið eftir að þetta kemur til með að hafa áhrif á efnismagn.
FRAM- OG BAKSTYKKI:
Byrjið umferð við aðra hlið á stykki – mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og haldið áfram með mynstri frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir ermum, en prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár.
Byrjið umferð við aðra hlið á stykki – mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og haldið áfram með mynstri frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir ermum, en prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár.
Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 alls 17-18-19-20-21-22-23 sinnum hringinn.
Mynsturteikning
![]() |
= | ljós grár |
![]() |
= | vínrauður |
Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 alls 25-27-29-32-35-38 sinnum hringinn.
Mynsturteikning
![]() |
= | ljós grár |
![]() |
= | vínrauður |
Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR-2.
Prjónið þar til stykkið mælist 15-18-21-24-25-26-27 cm frá skiptingu.
Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR-2.
Prjónið þar til stykkið mælist 21-21-22-22-22-22 cm frá skiptingu.
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-16-16-16-20-20-20 lykkjur jafnt yfir = 148-160-168-176-188-196-204 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust.
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-40-44-52-56-60 lykkjur jafnt yfir = 240-256-276-308-336-364 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið af aðeins laust.
Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52-54 cm frá öxl og niður.
Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm from frá öxl og niður.
Við höfum núna klárað fram- og bakstykki! Það þýðir að Vísbending #3 verið leyst. Ertu tilbúin til að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að fara í næsta skref til að prjóna peysuna.
Mundu að senda myndirnar af verkefninu þínu á DROPS gallery. Smelltu hér til að senda inn tengil/link!
Hér að neðan finnur þú lista yfir úrræði til að aðstoða þig með hálsmálið á jólapeysunni þinni.
Ertu enn í vafa? Þú getur sent inn spurningar með því að skrifa þær í dákinn hér að neðan og þá mun einn af prjónasérfræðingunum okkar reyna að aðstoða þig!