Hvernig á að fella af með teygjanlegum kanti með uppslætti

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með uppslætti svo að kanturinn verði teygjanlegur. Við sýnum bæði hvernig við fellum af frá réttu og frá röngu. Prjónið 1. Lykkjuna slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, en öfugt (aftan frá og fram), prjónið næstu lykkju slétt = 2 lykkjur + 1 uppsláttur um hægri prjón. Steypið uppslættinum og fyrstu lykkjunni sem var prjónuð með vinstri prjóni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð = 1 lykkja á hægri prjóni. Næsta lykkjan er brugðin lykkja og er prjónuð þannig: Sláið venjulega 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið. Steypið uppslættinum og öftustu lykkjunni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð = 1 lykkja á hægri prjóni. Sláið á ný venjulega uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið. Steypið uppslættinum og öftustu lykkjunni yfir fyrstu lykkjuna = 1 lykkja á hægri prjóni. Endurtakið þessa útskýringu út alla umferðina, nema öfugan uppslátt við sléttar lykkjur og venjulegan uppslátt við brugðnar lykkjur. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: kantur,

Available in:

Athugasemdir (1)

Judy 13.08.2019 - 18:46:

Thank you! This will be perfect for binding/casting off for socks. I like the way you show ever step. I also like the silent video. Some spent 10 minutes describing everything, unnecessary talking. Love your videos. Just need a way to save all of them together.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.