Hvernig á að fella af með teygjanlegum kanti með uppslætti

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með uppslætti svo að kanturinn verði teygjanlegur. Við sýnum bæði hvernig við fellum af frá réttu og frá röngu. Prjónið 1. Lykkjuna slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, en öfugt (aftan frá og fram), prjónið næstu lykkju slétt = 2 lykkjur + 1 uppsláttur um hægri prjón. Steypið uppslættinum og fyrstu lykkjunni sem var prjónuð með vinstri prjóni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð = 1 lykkja á hægri prjóni. Næsta lykkjan er brugðin lykkja og er prjónuð þannig: Sláið venjulega 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið. Steypið uppslættinum og öftustu lykkjunni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð = 1 lykkja á hægri prjóni. Sláið á ný venjulega uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið. Steypið uppslættinum og öftustu lykkjunni yfir fyrstu lykkjuna = 1 lykkja á hægri prjóni. Endurtakið þessa útskýringu út alla umferðina, nema öfugan uppslátt við sléttar lykkjur og venjulegan uppslátt við brugðnar lykkjur. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: kantur,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.