Vísbending #4 - Ermar

Við erum alveg að klára peysuna okkar og nú eru það ermarnar!

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

Börn / Dömur:

Sjá mynsturteikningu A.4 og A.5. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.

LEIÐBEININGAR-1:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.

LEIÐBEININGAR-2:
Ef óskað er eftir meira mynstri á fram- og bakstykki og ermum, er hægt að halda áfram með mynsturteikningu í röð að eigin ósk, en munið eftir að þetta kemur til með að hafa áhrif á efnismagn. Á ermum er mynd staðsett mitt á ermi og það er talið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi.

ÚRTAKA (á við um ermar):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum ljós grár, prjónið lykkjuna með prjónamerki með litnum ljós grár, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum ljós grár (2 lykkjur færri).


Nú byrjum við!


Börn:

Setjið 44-44-48-48-52-52-56 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með litnum ljós grár= 52-52-56-56-60-60-64 lykkjur.

Dömur:

Setjið 60-64-72-80-84-88 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með litnum ljós grár = 68-72-80-88-92-96 lykkjur.

Börn:

Setjið 1 prjónamerki í 5. af 8 nýjum lykkjum undir ermi (mitt undir ermi) og setjið 1 prjónamerki í 27.-27.-29.-29.-31.-31.-33. lykkju í umferð (mitt á ermi).

Dömur:

Setjið 1 prjónamerki í 5. af 8 nýjum lykkjum undir ermi (mitt undir ermi) og setjið 1 prjónamerki í 35.-37.-41.-45.-47.-49. lykkju í umferð (mitt á ermi).

Börn:

Byrjið umferð við prjónamerki mitt undir ermi og haldið áfram með mynstur frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2-2-2-3-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-3-2-3-2½-3½-3½ cm millibili alls 4-3-4-3-4-3-4 sinnum = 44-46-48-50-52-54-56 lykkjur.

Mynsturteikning

= ljós grár
= natur
= koksgrár

Dömur:

Byrjið umferð við prjónamerki mitt undir ermi og haldið áfram með mynstur frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm, frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 7-8-11-14-15-16 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur.

Mynsturteikning

= ljós grár
= natur
= koksgrár

Börn:

Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 – teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með prjónamerki í á að passa við lykkju merkta sem miðjulykkja í mynsturteikningu.

Mynsturteikning

= ljós grár
= vínrauður
= miðjulykkja

Dömur:

Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 – teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með prjónamerki í á að passa við lykkju merkta sem miðjulykkja í mynsturteikningu.

Mynsturteikning

= ljós grár
= vínrauður
= miðjulykkja

Börn:

Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR-2. Prjónið þar til ermin mælist 17-20-24-29-32-36-40 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm til loka lengdar.

Dömur:

Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR-2. Prjónið þar til ermin mælist 34-33-32-30-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 7 cm til loka lengdar.

Börn:

Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-2-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-56-56-60-60 lykkjur.

Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 21-24-28-33-36-40-44 cm.

Prjónið hina ermina alveg eins.

Dömur:

Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-10-12-10-12 lykkjur jafnt yfir = 64-64-68-72-72-76 lykkjur.

Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 41-40-39-37-36-35 cm frá skiptingu.

Prjónið hina ermina alveg eins.

Nú eru ermarnar tilbúnar!

Nú þegar ermarnar hafa verið prjónaðar þá þýðir það að vísbending #4 í þessu KAL hefur verið leyst! Nú er bara að ganga frá öllum endum áður en þú ferð að nota nýju peysuna okkar.

Ertu búin með peysuna þína? Við getum ekki beðið eftir að fá að sjá allar fallegu peysurnar! Merktu því allar myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsalong og #DROPSChristmasKAL, ekki gleyma að senda myndirnar af árangrinum þínum í #dropsfan gallery!


Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan finnur þú lista yfir úrræði til að aðstoða þig með hálsmálið á jólapeysunni þinni.

Ertu enn í vafa? Þú getur sent inn spurningar með því að skrifa þær í dákinn hér að neðan og þá mun einn af prjónasérfræðingunum okkar reyna að aðstoða þig!

Athugasemdir (1)

Sandra wrote:

Do I start my pattern of the sleeves directly after the newly cast on stitches ? It fits perfectly. Or do I leave a big grey piece underground the arm? Because I have to decrease after 2 cm (I'm knitting the women's XL)

09.11.2022 - 22:26

DROPS Design answered:

Dear Sandra, work as many stitches as possible following the diagram mid under sleeve, but if you cannot work a whole repeat, rather work these stitches with light grey, even before the decreases mid under sleeve. Happy knitting!

10.11.2022 - 11:15

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.