-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 30 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 4 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 5) = 5,2.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 5. hverja lykkju.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.
Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi ca 4. og 5. hver lykkja slétt saman.
MYNSTUR:
Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.1.
Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.2 og A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2).
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
ÚTAUKNING-1 (á við um op fyrir þumal):
Aukið út um 1 lykkju á eftir prjónamerki á hægri handstúku og á undan prjónamerki á vinstri handstúku.
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn.
Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í stroff, þ.e.a.s. fyrsta lykkjan er prjónuð slétt, 2. lykkjan er prjónuð brugðið o.s.frv.
Hver útaukning er gerð strax eftir/strax á undan prjónamerki svo að það myndist falleg lína meðfram útaukningunni.
AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
EYRNABAND – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna og saumað saman við miðju að aftan.
EYRNABAND:
Fitjið upp 30-30 lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 3 umferðir slétt (1. umferð = ranga). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, þar sem auknar er út um 5 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 35-35 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur slétt, 31-31 lykkja brugðið og 2 kantlykkjur slétt.
Prjónið síðan A.1 fram og til baka yfir allar lykkjurnar þar til stykkið mælist ca 48-50 cm.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Nú eru eftir ca 1 cm til loka, mátið e.t.v. eyrnabandið og prjónið að óskaðri lengd.
Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað var um 5 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 30-30 lykkjur. Prjónið 3 sléttar umferðir yfir allar lykkjurnar. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.
FRÁGANGUR:
Saumið stykkið saman mitt að aftan innan við affellingarkantinn/uppfitjunarkantinn.
------------------------------------------------------
HANDSTÚKUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp.
HÆGRI HANDSTÚKA:
Fitjið upp 52-56 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 umferð slétt.
Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið).
Þegar prjónaðar hafa verið 5 umferðir með stroffi er skipt yfir á sokkaprjóna 3.
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 29-33 lykkjur (= innan í hönd) og prjónið sléttar lykkjur yfir þær 23-23 lykkjur sem eftir eru.
Prjónið síðan þannig: Haldið áfram með A.2 yfir fyrstu 29-33 lykkjur og prjónið A.3 yfir þær 23-23 lykkjur sem eftir eru. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 8-8 cm, byrjar útaukning fyrir þumal. Byrjið á að setja 1 prjónamerki eftir fyrstu 5-7 lykkjur í umferð, þ.e.a.s. á eftir sléttri lykkju.
Prjónið síðan eins og áður, en í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju á eftir prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 12-14 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar janóðum inn í stroff eins og útskýrt er í útaukningu.
Þegar útaukningu er lokið, mælist stykkið ca 15-16 cm frá uppfitjunarkanti – ATH: Ef stykkið mælist minna en þetta er haldið áfram hringinn án útaukningar að réttu máli.
Mátið e.t.v. handstúkuna og prjónið að óskaðri lengd áður en þumallykkjurnar eru settar á þráð.
Setjið nú 12-14 lykkjur sem auknar voru út fyrir þumal á þráð = 52-56 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram hringinn með stroffi innan í hönd og A.3 ofan á hönd.
Þegar stykkið mælist ca 19½-20½ cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 29-33 lykkjur og prjónið sléttar lykkjur yfir þær 23-23 lykkjur sem eftir eru.
Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Í næstu umferð er prjónað stroff hringinn yfir allar lykkjur – passið uppá að stroffið haldi fallega áfram yfir lykkjur innan í hönd.
Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir í stroffi yfir allar lykkjurnar er fellt laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING!
Handstúkan mælist ca 21-22 cm ofan frá og niður.
ÞUMALL:
Setjið 12-14 lykkjur af þræði á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 6-6 lykkjur á bakhlið á þumli = 18-20 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 2-2½ cm. Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur og fellið síðan laust af með sléttum lykkjum.
VINSTRI HANDSTÚKA:
Fitjið upp 52-56 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 umferð slétt.
Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið).
Þegar prjónaðar hafa verið 5 umferðir með stroffi er skipt yfir á sokkaprjóna 3.
Færið umerðina til um 1 lykkju til hægri, þannig að umferðin byrji með 1 lykkju brugðið og prjónið þannig: Prjónið 23-23 lykkjur slétt (= ofan á hönd) og prjónið A.2 yfir þær 29-33 lykkjur sem eftir eru (= innan í hönd).
Prjónið síðan þannig: Prjónið A.3 yfir fyrstu 23-23 lykkjur og haldið síðan áfram með A.2 yfir þær 29-33 lykkjur sem eftir eru.
Þegar stykkið mælist 8-8 cm, byrjar útaukning fyrir þumal. Byrjið á að setja 1 prjónamerki eftir síðustu 5-7 lykkjur í umferð, þ.e.a.s. á undan sléttri lykkju.
Prjónið síðan eins og áður, en í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju á undan prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 12-14 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar janóðum inn í stroff eins og útskýrt er í útaukningu.
Þegar útaukningu er lokið, mælist stykkið ca 15-16 cm frá uppfitjunarkanti – stillið lengdina eftir hægri handstúku.
Setjið nú 12-14 lykkjur sem auknar voru út fyrir þumal á þráð = 52-56 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram hringinn með A.3 ofan á hönd og stroffi innan í hönd.
Þegar stykkið mælist ca 19½-20½ cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 23-23 lykkjur og haldið áfram með stroff eins og áður yfir þær 29-33 lykkjur sem eftir eru
Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Í næstu umferð er prjónað stroff hringinn yfir allar lykkjur – passið uppá að stroffið haldi fallega áfram yfir lykkjur innan í hönd.
Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir í stroffi yfir allar lykkjurnar er fellt laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING!
Prjónið þumal alveg eins og á hægri handstúku.
Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. Smelltu hér til að sjá leiðréttinguna/arnar..
Yfirfarið á vefsvæði: 27.01.2023
VINSTRI HANDSTÚKA: Færið umerðina til um 1 lykkju til hægri, þannig að umferðin byrji með 1 lykkju brugðið og prjónið þannig:
Mynstur
|
= slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu |
|
= brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu |
|
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er í mynsturteikningu (það eiga að myndast göt) |
|
= 2 lykkjur slétt saman |
|
= lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð |
|
= í lykkju undir næstu lykkju er prjónuð 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= 2 lykkjur fleiri) |
|
= prjónið 3 lykkjur sléttprjón |
|
= lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri) |
|
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 1 lykkju slétt af kaðlaprjóni |
|
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 1 lykkju slétt af kaðlaprjóni |

Bonjour. J'ai terminé la mitaine droite et j'ai commencé la gauche, au début de modèle, il faut faire 23 maille à l'endroit et continue A2 sur les dernières 29 mailles, mais âpres les 23 maille le A2 commence avec une maille endroit sur une maille envers, les côtés change (ça veut dire que les mailles de A2 ne continue pas comme "en côtes",comme pour la droite. Merci d'avance. Vous avez des très jolies modèle et facile à suivre. Tout mes félicitations !!
26.01.2023 - 22:04DROPS Design answered:
Une correction a été faite - cf ci-dessous.
27.01.2023 kl. 16:14Bonjour. J'ai terminé la mitaine droite et j'ai commencé la gauche, au début de modèle, il faut faire 23 maille à l'endroit et continue A2 sur les dernières 29 mailles, mais âpres les 23 maille le A2 commence avec une maille endroit sur une maille envers, les côtés change (ça veut dire que les mailles de A2 ne continue pas comme "en côtes". Merci d'avance Vous avez des très jolies modèle et facile à suivre. Tout mes félicitations !
26.01.2023 - 21:59DROPS Design answered:
Bonjour Mme Matei, effectivement, une correction a été faite ici, on va décaler le tour d'une maille à droite juste avant de tricoter les mailles endroit, ainsi, les côtes continueront comme avant. Merci pour votre retour, bon tricot!
27.01.2023 kl. 16:14Liebes drops Team, wenn ich beim linken Pulswärmer zuerst 23 M rechts stricke (A3) und dann die 33M Rippen, geht das nicht mit A2 auf, weil nach den 23M A3 eine linke Masche kommt und A2 aber mit einer rechten Masche beginnen soll. Ist da in der Anleitung ein Fehler oder habe ich es falsch verstanden? Viele Grüße, über einen Hinweis würde ich mich freuen. Eva- Maria Dewes
08.04.2022 - 19:08DROPS Design answered:
Liebe Frau Dewes, über die 23 ersten Maschen stricken Sie zuerst rechts dann A.3, und die letzten 23 Maschen stricken Sie wie beim A.2, dh, (1 M links, 1 M rechts), von (bis) wiederholen und dann mit 1 M links enden, dh stricken Sie das Bündchen wie zuvor. Viel Spaß beim stricken!
19.04.2022 kl. 07:35Fråga kring pannband A1 drops214-37 Vad betyder lägg upp 30-30 maskor och öka 35-35? Enligt mönster sticka fram och tillbaka diagram A1 stickas då från höger till vänster och sedan nästa diagramrad från vänster till höger ? I beskrivning stör att youtube mönster är diagram A1 men på youtube är det diagram A3 som visas. Finns det youtube klipp på A1 med eller ? Mvh Annelie
13.11.2021 - 11:16DROPS Design answered:
Hei Annelie. Legg opp 30 masker (samme maskeantall i begge str). Strikk 3 pinner rett, strikk 1 pinne rett fra retten der det økes 5 masker jevnt fordelt = 35-35 masker (fremdeles samme maskeantall i begge str.). Neste pinne er fra vrangen og strikkes slik: 2 kantmasker rett, 31 masker vrang og 2 kantmasker rett. Neste pinne fra retten og nå strikkes du 1. rad av diagrammet (fra høyre til venstre), neste pinne vrangen og diag strikkes fra venstre til høyre. Det er ingen video til diagram A.1. Det skal være A.3 på videoteksten, dette er nå forandret. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på det. mvh DROPS Design
15.11.2021 kl. 11:05Hoe brei ik in a3 de driehoek over 4 steken dank goor uw antwoord mvg
09.04.2021 - 21:56DROPS Design answered:
Dag Joyce,
De driehoek over 4 steken zijn de 2 laatste symbolen uit de lijst van symbolen, die je dus achter elkaar maakt.
11.04.2021 kl. 13:34Hallo an das drops Team Wird das Stirnband (Drops 214-37) komplett mit Nadel 2,5 gestrickt?
25.10.2020 - 19:39DROPS Design answered:
Liebe Frau Romano, ja genau, das Stirnband wird nur mit Nadeln 2,5 gestrickt (oder die benötige Größe um die Maschenprobe (= 26 M x 32 R = 10 x 10 cm) zu haben). Viel Spaß beim stricken!
26.10.2020 kl. 13:05Kysyisin piirroksesta A1. Heti aloituksesta 2oikein 2 nurin. Mitä sitten tarkoittaa kolmio neljän silmukan kohdalla? En ymmärrä kuinka tehdään? Anteeksi! Olisin kiitollinen vastauksestanne. Siis silmukat 5-8?
16.10.2020 - 21:34DROPS Design answered:
Tämä kolmio on oikeastaan 2 eri kahden ruudun merkkiä. Neulo ne seuraavasti: Ensimmäinen merkki (2 ruutua): Siirrä 1 silmukka apupuikolle työn eteen, neulo 1 silmukka oikein ja neulo apupuikon silmukka oikein. Toinen merkki (seuraavat 2 ruutua): Siirrä 1 silmukka apupuikolle työn taakse, neulo 1 silmukka oikein ja neulo apupuikon silmukka oikein.
19.10.2020 kl. 17:35Buongiorno, è possibile avere una foto dove viene mostrato il fatto che esiste il pollice? Inoltre un video che mostri come riprendere bene le maglie dal dietro del pollice visto che in questo modello non esistono maglie fatte a nuovo e in più è a coste. Grazie
08.10.2020 - 15:20DROPS Design answered:
Buongiorno Dea, inoltriamo la sua richiesta al settore design. Buon lavoro!
12.10.2020 kl. 10:35Buongiorno. Sto lavorando lo scaldapolsi sx ed ho notato che si crea una sfalsatura nelle coste della parte interna seguendo la spiegazione, per evitare l'inconveniente bisogna fare una piccola modifica. Quando si iniziano le coste del bordino, invece di fare 1 dir/1 rov, bisogna fare 1 rov/1 dir così quando si divideranno le 23 e le 33 avremo un lavoro perfetto. Spero di essere d'aiuto.
07.10.2020 - 09:20DROPS Design answered:
Buongiorno Dea. La ringraziamo per il suo contributo. Buon lavoro!
07.10.2020 kl. 13:23Buonasera, nella spiegazione degli scaldapolsi vi è scritto così "Quando il lavoro misura 8-8 cm, iniziare gli aumenti per il tassello del pollice...." , questi 8 cm sono da calcolare dal giro d'inizio o dall'inizio del diagramma A2 - A3? Grazie.
05.10.2020 - 18:23DROPS Design answered:
Buonasera Dea, se non diversamente indicato, le misure si intendono dall'inizio del lavoro. Buon lavoro!
05.10.2020 kl. 19:17