DROPS Extra / 0-1413

Icy Paws by DROPS Design

Þæfðir vettlingar fyrir jólin með stjörnu. Stykkið er prjónað úr DROPS Lima.

DROPS Design: Mynstur li-095
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L
Öll lengdin fyrir þæfingu: ca 34 - 36 - 37 cm
Öll lengdin eftir þæfingu: 28 - 29 - 30 cm
Lengd á þumli fyrir þæfingu: ca 15 cm
Lengd á þumli eftir þæfingu: 12 cm
Efni:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100-150 g litur 9020, perlugrár
50 g í allar stærðir litur 4305, dökk blár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
Eftir þæfingu: 10 x 10 cm = 22 lykkjur og 34 umferðir.

FYLGIHLUTIR: 2 st nælur og 2 litlir plastpokar fyrir þæfingu.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (6)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Lima uni colour DROPS Lima uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Lima mix DROPS Lima mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

ÚRTAKA-1:
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 52 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 14. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 13. og 14. hver lykkja slétt saman.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í sömu lykkju.

ÚRTAKA-2:
Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið lykkju með prjónamerki í slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri).
----------------------------------------------------------

HÆGRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna þar til A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið síðan vettlinginn í hring með sléttprjóni á sokkaprjóna.

Fitjið upp 56-56-62 lykkjur á hringprjón 4,5 með dökk bláum. Prjónið 4 umferðir sléttprjón fram og til baka. Skiptið yfir í perlugráan og prjónið 2 umferðir sléttprjón þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – lesið ÚRTAKA-1 = 52-52-58 lykkjur. Skiptið til baka yfir í dökk bláan og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Prjónið síðan áfram með sléttprjóni og perlugráum – í fyrstu umferð er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-54 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 11 cm í öllum stærðum er fækkað um 4-0-2 lykkjur jafnt yfir = 44-48-52 lykkjur.
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
Setjið 1 prjónamerki í 25.-27.-29. lykkju í umferð (= merkir útaukningu á þumli).
Þegar stykkið mælist 10-11-12 cm prjónið eina stjörnu ofan á hendi þannig: Prjónið 0-1-2 lykkjur með perlugráum, prjónið A.1 (= 21 lykkjur), og prjónið með perlugráum út umferðina. Haldið áfram með A.1 svona.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – lesið ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út á ytri hlið við útauknu lykkjurnar í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 6-7-8 sinnum = 56-62-68 lykkjur.
Eftir síðustu útaukningu eru útauknu lykkjurnar + lykkja með prjónamerki + 1 lykkja hvoru megin við þessar lykkjur settar á band fyrir þumal (A.1 á nú að vera lokið) = 15-17-19 þumallykkjur á band. Stykkið mælist ca 20-22-23 cm.
Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið síðan vettlinginn í hring á sokkaprjóna með sléttprjóni og perlugráum til loka.
JAFNFRAMT í fyrstu umferð þegar prjónað er í hring eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á bandi (= aftan við þumal) = 44-48-52 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 13-13-12 cm frá lykkjum sem fitjaðar voru upp aftan við þumal eru sett 2 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki í 23.-25.- 27. lykkju í umferð. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5-6 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4 sinnum í öllum stærðum = 12 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel.

ÞUMALL:
Þumallinn er prjónaður með perlugráum. Setjið 15-17-19 þumallykkjurnar á sokkaprjón 4,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 3 lykkjum sem fitjaðar voru upp aftan við þumal = 18-20-22 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar þumallinn mælist ca 6-6½-7 cm fækkið um 2 lykkjur jafnt yfir = 16-18-20 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt. Í næstu umferð er fækkað um 6-8-8 lykkjur jafnt yfir = 10-10-12 lykkjur. Þegar þumallinn mælist 7½-8-8½ cm prjónið allar lykkjur slétt saman tvær og tvær = 5-5-6 lykkjur eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel.

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri vettlingur, nema gagnstætt.
Þ.e.a.s. aukið út fyrir þumal hvoru megin við 20.-22.-24. Lykkju í umferð og þegar prjóna á stjörnu mitt ofan á hendi þá er prjónað þannig: Prjónið 22-24-26 lykkjur með perlugráum, prjónið A.1 (= 21 lykkjur) og prjónið 0-1-2 lykkjur með perlugráum.

ÞUMALL:
Prjónið þumal alveg eins og á hægri vettling.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op meðfram ytri hlið á vettling – saumið kant í kant í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur (saumið með perlugráum).

ÞÆFING:
Til að koma í veg fyrir að þumallinn þæfist ekki saman er vettlingnum snúið við og plastpoki settur í þumalinn (frá röngu). Festið með nælu – ATH: Festið næluna lóðrétt niður að toppi á þumli svo að auðvelt verði að losa hana eftir þæfingu. Snúið vettlingnum aftur við þannig að vettlingurinn þæfist með réttuna út.

Leggið síðan vettlingana í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu og án forþvottar. Eftir þvott eru vettlingarnir formaðir til í rétta stærð á meðan þeir eru enn votir. Síðar eru vettlingarnir þvegnir eins og venjuleg ullarflík.

Mynstur

= perlugrár
= dökk blár

Poppy 18.03.2019 - 19:23:

Hi, I love this pattern! I’m a bit confused, though. I’ve done “When piece measures 11 cm in all sizes, decrease 4 stitches evenly = 44 stitches.” But then it says to start the star at 10 cm and increase for the thumb at 11cm. Should I start the star first and then do the decrease and increase on the same line or is there a typo? Thanks, Poppy

DROPS Design 20.03.2019 kl. 11:26:

Dear Poppy, thank you for writing to us. The decrease of 4 stitches is for the overall shaping of the mittens so you do it evenly distributed on the round, while increasing for the thumb happens only at one place. As the patterns says "at the same time", so you are doing the two things at the same time. I hope this helps. Happy Knitting, thi is such a lovely project!

Anneli 29.01.2019 - 13:07:

Underbara vantar, jag älskar dom! Jag har stickat dom och tovat två gånger (först i 40 C och en gång till i 30 C) för att nå rätt storlek och är jättenöjd! Ett stort tack för fint garn och ett bra mönster! ❤️

Rachel Dyas 22.01.2019 - 14:13:

Thank you for your reply regarding the thumb length - I can see what I have done - misread when to start the decreases so the main bit pdf the mitten is too short - have unbound and ripped back to where I made the mistake. Thank you very much for getting back to me and in future I will knit with more haste and less speed :D

Rachel Dyas 22.01.2019 - 12:48:

Hi there I think I have followed the measurements for the largest size, it looks strange though, before felting is the thumb supposed to be longer than the main mitten? have I made a mistake:/

DROPS Design 22.01.2019 kl. 12:57:

Dear Mrs Dyas, the thumb is not supposed to be longer than the mitten, it should measure approx. 9 cm from where you picked up the stitches and 12 cm from beg of gusset. You start to decrease for top of hand on mitten when piece measures 12 cm from the new sts cast on over thumb gusset, make sure you get the correct measurements. Happy knitting!

Ilona 17.01.2019 - 10:03:

För att sticka A1 och mönster undrar jag om jag måste klippa trådarna efter varje varv?

DROPS Design 17.01.2019 kl. 15:04:

Hei Ilona. Denne votten strikker du frem og tilbake til A.1 er strikket ferdig, du trenger derfor ikke klippe tråden mellom hver omgang. Strikk med perlegrå frem til A.1, strikk med 2 farger over disse 21 masker, og fortsett med perlegrå ut omganggen. Snu, strikk med perlegrå til du kommer til A.1, strikk med 2 farger over perlegrå. Den blå tråden vil hele tiden være i den siden av A.1 du strikker fra, så du trenger ikke klippe tråden her. God fornøyelse

Catharina Österberg 27.11.2018 - 08:28:

Hej, varför finns aldrig garnet att köpas i samma färg som mönstret?? Klickar på en bild på ett mönster man vill ha, men sedan finns inte garnet?

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1413

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.