DROPS Extra / 0-1430

Snowball Fight by DROPS Design

Prjónaðir og þæfðir vettlingar fyrir fullorðna með röndum úr DROPS Lima. Þema: Jól.

Leitarorð: jól, rendur, vettlingar, þæft,

DROPS Design: Mynstur li-107
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------

STÆRÐ:
S/M - M/L - L/XL
Öll lengd fyrir þæfingu: ca 32 - 33½ - 35 cm
Öll lengd eftir þæfingu: ca 24 - 25½ - 26 cm
Lengd á þumli fyrir þæfingu: ca 7½ - 8 - 8½ cm
Lengd á þumli eftir þæfingu: ca 6 - 6 - 6½ cm

EFNI:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50-100-100 g litur 3609, rauður
50-100-100 g litur 0619, beige

PRJÓNFESTA:
Fyrir þæfingu: 20 lykkjur á breidd og 26 umferðir á hæð = 10 x 10 cm.
Eftir þæfingu: 22 lykkjur á breidd og 34 umferðir á hæð = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4,5.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

FYLGIHLUTIR: Næla fyrir þæfingu, 2 st.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (0)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Lima uni colour DROPS Lima uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Lima mix DROPS Lima mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

RENDUR:
* 3 umferðir beige, 2 umferðir rauður *, prjónið frá *-*.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í sömu lykkju.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.


-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

VETTLINGUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, prjónað er frá úlnlið og upp yfir hendi.

VETTLINGUR:
Fitjið upp 56-60-60 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með rauðum. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 3 cm. Prjónið síðan sléttprjón og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í næstu umferð er fækkað um 4 lykkju jafnt yfir í umferð (fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman). Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 3-3-2 sinnum = 44-48-52 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist ca 8-8-7 cm setjið 1 prjónamerki í 22.-24.-26. lykkju í umferð (= merking fyrir þumal). Aukið nú út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út að utan verðu við útauknu lykkjurnar í 4. hverri umferð alls 6-7-8 sinnum = 56-62-68 lykkjur.
Á eftir síðustu útaukningu eru útauknu lykkjurnar + lykkja með prjónamerki + 1 þumal lykkja hvoru megin við þessar lykkjur settar á eitt band fyrir þumal = 15-17-19 þumal lykkjur. Fitjið upp 3 lykkjur aftan við þumal lykkjur = 44-48-52 lykkjur. Stykkið mælist ca 16-17-18 cm. Haldið áfram með sléttprjón og rendur hringinn yfir þessar lykkjur. Þegar stykkið mælist 12 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp aftan við þumal eru sett 2 prjónamerki þannig: Setjið 1. prjónamerki í 1. lykkju og 2. prjónamerki í 23.-25.-27. lykkju. Í næstu umferð er lykkjum fækkað á undan og á eftir báðum lykkjum – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5-6 sinnum, prjónið síðan með rauðum og fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 4 sinnum = 12 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel.

ÞUMALL:
Þumallinn er prjónaður í hring í sléttprjóni og röndum. Passið uppá að rendurnar passi við afgang af stykki. Setjið 15-17-19 þumal lykkjur á sokkaprjón 4,5 og prjónið upp 3 lykkjur í 3 útauknu lykkjum frá hendi = 18-20-22 lykkjur. Þegar þumallinn mælist ca 6-6½-7 cm er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir (fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman) = 15-17-19 lykkjur. Prjónið 3 umferðir. Prjónið síðan með rauðum og í næstu umferð er fækkað um 5-7-7 lykkjur jafnt yfir = 10-10-12 lykkjur. Þegar þumallinn mælist 7½-8-8½ cm prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 5-5-6 lykkjur. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið hinn vettlinginn alveg eins.

ÞÆFING:
Til þess að koma í veg fyrir að þumallinn þæfist saman, snúið vettlingnum við og leggi í lítinn plastpoka í þumalinn. Festið hann með nælu – ATH: Festið næluna lóðrétt niður að topp á þumli þannig að auðvelt sé að taka hana úr eftir þæfingu. Snúið vettlingnum til baka þannig að vettlingurinn þæfist með réttuna út.
Setjið síðan vettlingana í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar.
Eftir þvott eru vettlingarnir formaðir út í rétt mál á meðan þeir eru enn rakir. Síðar eru vettlingarnir þvegnir eins og venjuleg ullarflík.

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1430

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.