Rosalia Vancardo skrifaði:
Bin pomeriggio, una domanda perchè i modelli che proponete li lavorate a pezzi?mi piacerebbe lavorare i vostri modelli con spiegazione top-down Sarebbe stupendo grazie di cuore ,buon lavoro in attesa di un vostro riscontro ,R.V
12.01.2021 - 14:26DROPS Design svaraði:
Buongiorno Rosalia, ci sono tantissimi modelli sul nostro sito lavorati top-down e ce ne sono tanti altri in arrivo con la nuova collezione: continui a cercare! Buon lavoro!
12.01.2021 - 14:58
Monica skrifaði:
Hvad str har modellen på?
08.01.2021 - 23:22
Daniela skrifaði:
Mi dispiace ma le vostre indicazioni sono poco chiare non si capisce quale è lo schema da seguire ed in quale ordine Partendo da “Alla fine della riga con la freccia, continuare con la riga successiva del diagramma (= 1 aumento verso il collo), poi avviare 20-20-20-24-24-24 catenelle lasse (= collo) e continuare con la stessa riga sulla spalla sinistra come segue: ... e fino a “Ripetere i diagrammi dalla riga con la freccia” non si capisce come seguire gli schemi
17.12.2020 - 22:43DROPS Design svaraði:
Buongiorno Daniela, le spiegazioni sono corrette, non ci sono errori: deve lavorare come indicato. Buon lavoro!
18.12.2020 - 09:06
Therese Stoebner skrifaði:
Pattern is missing diagram A.7
30.11.2020 - 02:19DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Stoebner, you will find diagram A.7 just next to the measurement chart, under the sleeve - it's a small diagram drawn over 2 sts and 4 rows. Happy crocheting!
30.11.2020 - 10:17
M Del Cristo Diaz Felipe skrifaði:
Es precioso este modelo y el que sea a ganchillo, me encanta.
05.06.2020 - 11:53
Enchanted Underwood#enchantedunderwoodsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Air. Stykkið er heklað ofan frá og niður með köðlum og stuðlakrókum. Stærð XS - XXL.
DROPS 218-32 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur, þessar 4 loftlykkjur koma ekki í stað 1. tvíbrugðna stuðul. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3, A.4, A.6, A.8 og A.9). ÚTAUKNING (á við um handveg): Aukið út um 2 lykkjur með því að hekla 3 lykkjur í lykkju. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 fyrstu lykkjurnar í umferð og 2 síðustu lykkjurnar í umferð saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíði með að síðasta uppsláttinn og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, en eftir síðasta uppsláttinn, dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður og heklað er fram og til baka í stykkjum sem eru hekluð eða saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Vinstri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.3 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur. Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, klippið frá og geymið stykkið. Heklið hægri öxl. Hægri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 og Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör í þinni stærði í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.4 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur. Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, heklið næstu umferð í mynsturteikningu (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), síðan eru heklaðar 20-20-20-24-24-24 lausar loftlykkjur (= hálsmál) og heklið síðan umferð eftir það með ör yfir vinstri öxl þannig: Heklið A.3 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur = 52-52-56-60-64-68 lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram með næstu 2 umferðir í mynstri og yfir nýjar loftlykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja lykkju frá réttu og 1 fastalykkju í hverja lykkju frá röngu. Heklið nú mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-22-24-26-28-30 lykkjur, heklið A.2 yfir næstu 4 lykkjur og A.5 yfir næstu 4 lykkjur (stillið af að A.2 og A.5 byrji í sömu umferð eins og í mynsturteikningu í hvorri hlið á bakstykki), heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 22-22-24-26-28-30 lykkjur. Þegar A.3 og A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið A.2 og A.5 eins og áður, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Mynsturteikningin er endurtekin frá umferð með ör. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm, aukið út 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið = 60-64-68-72-76-84 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið = 66-72-78-84-90-98 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Haldið áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm mælt frá öxl og niður – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 67-73-79-85-91-99 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkju í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Bakstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Hægri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör og í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.8 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur. Þegar 3. umferð (talið frá umferð með ör) hefur verið hekluð til loka, klippið frá og geymið stykkið, Heklið vinstri öxl. Vinstri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör og í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.9 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A. yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka svona þar til 4. umferð hefur verið hekluð til loka, heklið síðan 16-16-16-20-20-20 lausar loftlykkjur í lok umferðar (= hálsmál) og heklið áfram frá 4. umferð (talið frá umferð með ör) yfir hægri öxl þannig: Heklið A.8 yfir fyrstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur = 52-52-56-60-64-68 lykkjur. Haldið áfram með næstu 2 umferðir í mynstri og yfir nýjar loftlykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja lykkju frá réttu og 1 fastalykkja í hverja lykkju frá röngu. Heklið nú mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-22-24-26-28-30 lykkjurnar, heklið A.2 yfir næstu 4 lykkjur og A.5 yfir næstu 4 lykkjur (stillið af að A.2 og A.5 byrji alveg eins og í mynsturteikningu í hvorri hlið á framstykki), heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 22-22-24-26-28-30 lykkjur. Þegar A.8 og A.9 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið A.2 yfir A.5 eins og áður, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka. Mynsturteikning er endurtekin frá umferð með ör. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm, aukið út 2 lykkjur í hlið á stykki fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið = 60-64-68-72-76-84 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið = 66-72-78-84-90-98 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í mynstri A.1. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist alls 47-49-51-53-55-57 cm mælt frá öxl og niður – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða á eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 67-73-79-85-91-99 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Hægra framstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í lykkjurnar eina og eina, en passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Heklið hliðarsaumana saman í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í hlið undir ermi, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* meðfram öllum hliðarsaumnum, endið með 1 fastalykkju. Endurtakið í hinni hliðinni. ERMI: Ermar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. Heklið 24-24-24-25-25-27 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið frá umferð með ör í A.1 – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, JAFNFRAMT er aukið út fyrir ermakúpu í hvorri hlið á ermi þannig: Aukið út 2 lykkjur 3-1-2-1-0-0 sinnum og 1 lykkju 3-7-6-8-10-11 sinnum = 42-42-44-45-45-49 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 nýjar loftlykkjur fyrir handveg = 48-50-54-57-59-63 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Setjið 1 prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka með A.1. Þegar stykkið mælist 2 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum, fækkið lykkjum í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð með fastalykkjum alls 6-6-8-8-9-10 sinnum = 36-38-38-41-41-43 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 39-38-38-37-35-34 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1-1-1-0-0-0 lykkjur í umferð = 37-39-39-41-41-43 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðirnar í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum- þríbrugðnum stuðlum. Heklið nú ermasauma undir ermi í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: * Heklið 1 fastalykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* upp þar sem lykkjur voru fitjaðar upp 3-4-5-6-7-7 loftlykkjur undir ermi í hvorri hlið, endið með 1 fastalykkju. Heklið hina ermina alveg eins. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1: Byrjið mitt ofan á öxl í annarri hlið og festið þráðinn með 1 fastalykkju, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1½ cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* hringinn allan kant í hálsi og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð = ca 31 til 35 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í sama loftlykkjuboga, síðan eru heklaðir 2 stuðlar um hvern og einn af loftlykkjubogum sem eftir eru í umferð, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju, endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í umferð. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #enchantedunderwoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.