Isabel Asensi skrifaði:
Precioso
14.02.2020 - 06:59
Sharon skrifaði:
Can't wait to crochet this pattern! it looks lovely!
09.02.2020 - 18:51
Linda Nybakk skrifaði:
Vakker, gleder meg til oppskriften kommer :)
07.02.2020 - 22:09
Pirkko Raninen skrifaði:
Yksinkertaisen kaunis!
25.01.2020 - 13:56
Ourd59 skrifaði:
Beau pull
22.01.2020 - 21:07
Dianne skrifaði:
I can't wait for this pattern to come out, it is very different for a crochet pattern.
23.12.2019 - 00:32
Cribbu skrifaði:
È bellissimo, non ho mai fatto maglioni all'uncinetto per adulti, ma questo lo adoro e non vedo l'ora!
12.12.2019 - 00:47
Hey June#heyjunesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Hekluð poncho peysa með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er heklað ofan frá og niður í vinkil, A-formi og gatamynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 213-35 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Umferðin sem byrjar með 1 loftlykkju í mynsturteikningu, byrjar með 3 loftlykkjum (sem koma í stað síðasta stuðul í umferð). Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING: Heklið 2 stuðla í sömu lykkju (= 1 stuðull fleiri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið heklað. Síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar sem heklað er síðan í hring hvert fyrir sig. Að lokum er heklaður kantur í hálsmáli. BERUSTYKKI: Heklið 96-96-104-104-112-112 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með Sky og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju og aukið út 16-16-12-16-16-24 stuðla jafnt yfir – sjá HEKLLEIÐBEININGAR OG ÚTAUKNING = 112-112-116-120-128-136 stuðlar. HEKLIÐ MYNSTUR A.1 TIL A.5 ÞANNIG: Umferðin byrjar í skiptingunni á milli vinstri ermi og bakstykkis. Heklið * A.1a (= 2 stuðlar) yfir 22-22-23-24-26-28 stuðla, A.2a (= 1 stuðull = mitt aftan/mitt framan), A.3a (= 2 stuðlar) yfir 22-22-23-24-26-28 stuðlar (= bakstykki/ framstykki), A.4a (= 1 stuðull), A.3a yfir 8 stuðla, A.5a (= 2 stuðlar = ermi) *, heklið *-* alls 2 sinnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Í 4. umferð er aukið út (í viðbót við mynsturteikningu) 0-2-2-4-4-6 stuðlar jafnt yfir á hvoru framstykki/bakstykki hvoru megin við miðju lykkju (þ.e.a.s. alls 0-4-4-8-8-12 lykkjur fleiri á hvoru framstykki/bakstykki) og 0-2-2-2-2-4 stuðlar jafnt yfir á hvorri ermi (= alls 0-12-12-20-20-32 lykkjur fleiri jafnt yfir og 40 lykkjur fleiri í A.2a/A.4a/A.5a) = 152-164-168-180-188-208 lykkjur. Endurtakið mynstur á hæðina. Þ.e.a.s. A.2a er heklað yfir miðju stuðul frá fyrri endurtekningu. Í hvert skipti sem endurtekningin er gerð verða 6 stuðlar fleiri hvoru megin við miðju lykkjuna, sem er hekluð inn í mynstur A.1a/A.3a. A.4a er heklað yfir fyrsta stuðul frá fyrri endurtekningu, þær 4 lykkjur sem eftir eru, eru heklaðar inn í mynstur A.3a. A.5a er heklað yfir 2 síðustu stuðlana frá fyrri endurtekningu, þær lykkjur sem eftir eru, eru heklaðar inn í mynstur A.3a. Þ.e.a.s. aukið er út um alls 8 lykkjur á hvorri ermi og 12 lykkjur á framstykki/bakstykki í hverri endurtekningu á mynstri á hæðina (= alls 40 lykkjur fleiri). Í 8. umferð (þ.e.a.s. síðasta umferð á 2. endurtekningu) er aukið út (í viðbót við í mynsturteikningu) 0-2-2-4-4-6 stuðlar jafnt yfir á hvoru framstykki/bakstykki hvoru megin við miðjulykkju (þ.e.a.s. alls 0-4-4-8-8-12 lykkjur fleiri á hvoru framstykki/bakstykki) og 0-2-2-2-2-4 stuðlar jafnt yfir á hvorri ermi (= alls 0-12-12-20-20-32 lykkjur fleiri jafnt yfir og 40 lykkjur fleiri í A.2a/A.4a/A.5a) = 192-216-220-240-248-280 lykkjur. Endurtakið síðan mynstrið áfram á hæðina. Nú hafa verið heklaðar alls 15-15-17-19-21-21 umferðir, heklið 1 umferð til viðbótar eins og áður, en aukið út um 1 lykkju í hvorri ermi = 274-298-322-362-390-422 lykkjur. Stykkið mælist ca 20-20-23-25-28-28 cm. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að hekla þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, setjið 1 prjónamerki eftir 93-101-109-125-135-147 stuðlar (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki eftir 44-48-52-56-60-64 stuðla (= hægri ermi), setjið 1 prjónamerki eftir 93-101-109-125-135-147 stuðlar (= framstykki), þær lykkjur sem eftir eru í umferð (= 44-48-52-56-60-64 stuðlar) eru vinstri ermi. Þessi prjónamerki merkja hvar berustykkið skiptist síðar. Ef heklfestan passar ekki alveg á hæðina, þá er hægt að hekla áfram eins og útskýrt er að neðan þar til stykkið mælist 20-20-23-25-28-28 cm, en haldið áfram að auka út, þannig að fram- og bakstykki komi þá til með að verða aðeins breiðari. Heklið e.t.v. þannig: Haldið áfram með A.2a yfir miðjulykkju/miðjulykkjur (fer eftir því í hvaða umferð er heklað) á framstykki/bakstykki og A.1a/A.3a yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 20-20-23-25-28-28 cm skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið eins og áður yfir lykkjurnar á bakstykki fram að prjónamerki, heklið 8 loftlykkju, hoppið yfir lykkjur á milli 2 prjónamerkja (= ermi), heklið eins og áður yfir lykkjur á framstykki fram að næsta prjónamerki, heklið 8 loftlykkjur, hoppið yfir síðustu lykkjur á milli prjónamerkja (= ermi). FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8 lykkja undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að fækka lykkjum hvoru megin við þau. Haldið áfram með mynstur eins og áður, þ.e.a.s. aukið út mitt fram og mitt aftan, á meðan lykkjum er fækkað undir hvorri ermi með því að hekla mynsturteikningu A.6a og A.7a þannig: Heklið þar til lykkjurnar í A.6a eru eftir á undan prjónamerki (þetta fer eftir hvar í mynstrinu lykkjum er fækkað fyrir fram- og bakstykki/ermar), heklið A.6a, heklið A.7a. Heklið svona hvoru megin við hvert prjónamerki. Lykkjum er fækkað í A.6a og A.7a og aukið út í A.2a mitt fram/mitt aftan. Þegar 1 eining/4 umferðir hafa verið heklaðar á hæðina hefur verið fækkað um 16 lykkjur og aukið út 24 lykkjur, þ.e.a.s. það er aukið út um 8 lykkjur í hverri endurtekningu. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu, stillið af að endað sé með 2 umferðum einungis með stuðlum – eða heklið áfram að óskuðu máli. ERMI: Festið þráðinn með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju undir ermi, heklið 1 stuðul í hverja af 4 loftlykkjum undir ermi, heklið mynstur eins og áður yfir 44-48-52-56-60-64 lykkjur sem hoppað var yfir fyrir ermi og endið með 1 stuðul í hverja af síðustu 4 loftlykkjum undir ermi = 52-56-60-64-68-72 stuðlar. Haldið áfram með A.3a þar til stykkið mælist 32-33-31-30-27-28 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykki) – stillið af eftir 2 umferð einungis með stuðlum. Heklið nú 1 kant í kringum ermi þannig: Heklið * 1 fastalykkju, 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* í kringum alla ermina, stillið af að endað sé með 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant í kringum hálsmál þannig: Byrjið mitt ofan á öxl, festið þráðinn með 1 keðjulykkju í 1. lykkju. Heklið * 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* í kringum hálsinn þannig, stillið af að umferðin endar með 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Passið uppá að kanturinn verði ekki stífur í hálsmáli, hoppið e.t.v. yfir færri lykkjur. Klippið frá og festið þráðinn. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heyjunesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.