Purple Dawn#purpledawnsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Hekluð peysa með laskalínu úr 2 þráðum DROPS Alpaca. Stykkið er heklað ofan frá og niður með röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-13 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. RENDUR: Allar rendur eru heklaðar með 2 þráðum! RÖND 1: 25-27-27-29-29-31 cm með 2 þráðum ljós perlugrár. RÖND 2: 8-8-8½-8½-9-9 cm með 1 þræði ljós perlugrár + 1 þræði gráfjólublár. RÖND 3: 8-8-8½-8½-9-9 cm með 2 þráðum gráfjólublár. RÖND 4: 8-8-8½-8½-9-9 cm með 1 þræði gráfjólublár + 1 þræði svartur. RÖND 5: Heklið síðan með 2 þráðum svartur til loka (= 8-8-8½-8½-9-9 cm). HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umferð með fastalykkjum, heklið 1 loftlykkju í byrjun á umferð (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur er hekluð sem viðbót við fyrstu lykkju), endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð áður en snúið er við og heklað áfram. Í hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, heklið 4 loftlykkjur í byrjun á umferð (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur eru heklaðar sem viðbót við fyrstu lykkju), endið umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í umferð áður en snúið er við og heklað áfram. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 66 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 16,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 fastalykkjur til skiptis í 16. og 17. hverja lykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. A.4 og A.5 á ekki við um stærð M. ATH: Allar umferðir með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar frá réttu og allar umferðir með fastalykkjum eru heklaðar frá röngu. RENDUR ERMI: Allar rendur eru heklaðar með 2 þráðum! Haldið áfram með RÖND 1 þar til heklaðir hafa verið 25-27-27-29-29-31 cm með rönd 1. RÖND 2: 10 cm með 1 þræði ljós perlugrár + 1 þráður gráfjólublár. RÖND 3: 10 cm með 2 þráðum gráfjólublár. RÖND 4: 10 cm með 1 þræði gráfjólublár + 1 þráður svartur. RÖND 5: Heklið síðan með 2 þráðum svartur til loka (= 15-13-14-12-12-11 cm). ÚRTAKA-1 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju með því að hekla 2 tvíbrugðna stuðla saman þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul til viðbótar, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, dragið þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: * Stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið þráðinn *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri). ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: Berustykki og fram- og bakstykki er heklað fram og til baka frá miðju að aftan (þ.e.a.s. til skiptis frá réttu og röngu) og heklað saman í lokin í hverri umferð, ofan frá og niður. Ermar eru heklaðar fram og til baka og heklaðar saman í lok hverrar umferðar, ofan frá og niður. ATH: Allar umferðir með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar frá réttu og allar umferðir með fastalykkjum eru heklaðar frá röngu þegar mynstrið er heklað. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 66-70-74-82-82-86 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með 2 þráðum ljós perlugrár, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið RENDUR – sjá útskýringu að ofan og heklið þannig (rétta): Snúið með 1 loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 fastalykkju í hverja af 66-70-74-82-82-86 loftlykkjum = 66-70-74-82-82-86 fastalykkjur. Heklið 1 umferð til viðbótar með fastalykkjum og aukið jafnframt út 4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 70-74-78-86-86-90 fastalykkjur. BERUSTYKKI: Heklið nú þannig (fyrsta umferð = rétta): Heklið A.1 yfir fyrstu 10-11-12-14-14-15 lykkjurnar, heklið A.2 yfir næstu 2 lykkjurnar, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hálfs bakstykkis og ermi), A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.1 yfir næstu 7 lykkjur, A.2 yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og framstykkis), A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.1 yfir næstu 20-22-24-28-28-30 lykkjur, A.2 yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli framstykkis og hægri ermi), A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.1 yfir næstu 7 lykkjur, A.2 yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og hálfs bakstykkis), A.3 yfir næstu 2 lykkjur og heklið A.1 yfir 10-11-12-14-14-15 lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! STÆRÐ S-M: Haldið svona áfram fram og til baka. Aukið út um 1 lykkju í hverja af fyrstu 3 umferðum í A.2 og A.3 (þ.e.a.s. aukið út alls 8 lykkjur í hverri umferð), en í síðustu umferð er aukið út um 2 lykkjur (þ.e.a.s. aukið út alls 16 lykkjur í síðustu umferð). STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Haldið svona áfram fram og til baka. Aukið út um 1 lykkju í hverri stuðlaumferð (þ.e.a.s. aukið út alls 8 lykkjur í hverri umferð með stuðlum) í A.2 og A.3, en aukið út um 2 lykkjur í hverri fastalykkju umferð (þ.e.a.s. aukið út alls 16 lykkjur í hverri umferð með fastalykkjum). ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, eru 110-114-126-134-134-138 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.1 og endurtakið umferð 1 til 4 í A.2 og A.3 hvoru megin við prjónamerki þar til A.1 til A.3 hefur verið heklað alls 4-5-4-4-5-5 sinnum á hæðina (í hvert skipti sem A.2/A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, heklið útauknar lykkjur í A.1) = 230-274-270-278-326-330 lykkjur. Heklið nú A.4 í stað A.2 og heklið A.5 í stað A.3 (á ekki við um stærð M, þar er útaukningum lokið) hvoru megin við prjónamerkin, þær lykkjur sem eftir eru, eru heklaðar í A.1 eins og áður. Þegar A.4 og A.5 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 246-274-294-318-334-362 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.1 (án útaukninga) þar til stykkið mælist 25-27-28-30-32-34 cm frá byrjun á kanti í hálsmáli og mitt að aftan – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum. Næsta umferð er hekluð frá röngu þannig (skipting á milli fram- og bakstykki og ermar er ekki endilega við prjónamerkin): Heklið A.1 yfir fyrstu 40-43-45-49-53-58 lykkjur (= hálft bakstykki), heklið 8-8-10-10-12-12 lausar loftlykkjur (= í hlið undir ermi), hoppið yfir næstu 43-51-57-61-61-65 lykkjur (= ermi), heklið A.1 yfir næstu 80-86-90-98-106-116 lykkjur (= framstykki), heklið 8-8-10-10-12-12 lausar loftlykkjur (= í hlið undir ermi), hoppið yfir næstu 43-51-57-61-61-65 lykkjur (= ermi), heklið A.1 yfir 40-43-45-49-53-58 lykkjur sem eftir eru í umferð (= hálft bakstykki). Heklið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 176-188-200-216-236-256 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Haldið áfram með mynstur A.1 og rendur eins og áður. Þegar allar rendur hafa verið gerðar til loka á hæðina – stillið af að endað sé eftir umferð með fastalykkjum, mælist stykkið ca 32-32-33-33-33-33 cm. Öll peysan mælist ca 59-61-63-65-67-69 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. ERMI: Byrjið í 4. loftlykkju sem var hekluð undir ermi með 1 keðjulykkju, haldið áfram fram og til baka með A.1 og 1 lykkju í hverja lykkju í kringum ermi – sjá RENDUR ERMI og munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 51-59-67-71-73-77 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Þegar ermin mælist ca 2 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (á ekki við um stærð S) – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með ca 2 cm millibili alls 0-2-5-5-4-5 sinnum = 51-55-57-61-65-67 lykkjur. Þegar ermin mælist 43-41-41-39-37-36 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum, heklið 1 umferð með fastalykkjum þar sem fækkað er um 2-3-5-7-8-7 fastalykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 49-52-52-54-57-60 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af fyrstu 1-0-0-2-1-0 lykkjum, * 1 fastalykkja í hvora af næstu 2 lykkjum, heklið næstu 2 fastalykkjur saman (= 1 fastalykkja færri) *, heklið frá *-* umferðina út = 37-39-39-41-43-45 fastalykkjur. Heklið 2 umferðir með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #purpledawnsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.