Gerd Brodén skrifaði:
Den här raden i varv 6 på huvud och kropp är väldigt lätt att missförstå "Virka 4 fastmaskor i varje maska". Man kan tro att det ska vara 4m i samma maska. Borde stå 4 fastmaskor, en i varsin m. Gäller även längre fram i varvet där det står 12 m i varje.
11.01.2023 - 19:33
Kristina skrifaði:
Hej, jag har virkat t.o.m varv 9 på Huvud/Kropp men har sen fastnat då jag inte förstår hur varv 10 virkas runt. Maskorna förstår jag men inte hur man kommer runt efter varv 9. Skulle uppskatta en kort video eller en förklaring. Tack på förhand.
17.09.2021 - 17:05DROPS Design svaraði:
Hej Kristina. Jag är inte helt säker på att jag förstår vad du menar, men varvet börjar och slutar nu under svansen så det är där du startar och virkar sedan som det står runt kroppen. Kanske någon av våra virk-videor kan vara till hjälp? Vi har dessvärre ingen på just detta mönster men det kan hända att en till ett annat mönster kan vara till hjälp. Mvh DROPS Design
22.09.2021 - 09:30
Rhonda skrifaði:
This pattern is not typical of any other amigurumi I've ever done. Every other leg has been started with a magic circle and attached later or crocheted as part of the body. Please tell, are the legs supposed to be closed at the top too? And then the body is one long closed seam while the legs dangle with left and right right next to each other? This is really confusing and I'd appreciate some help. Diagrams, under these odd circumstance would've been helpful. Interesting concept though.
27.11.2020 - 11:15DROPS Design svaraði:
Dear Rhonda, legs are worked from the stitches on the bottom of body and are sewn flat (they should be flat and wide in the same direction as body) - then after 4 legs have been worked, sew the sem flat on the bottom of body (the remaining sts unworked between legs). Happy crocheting!
30.11.2020 - 07:32
Berit skrifaði:
Ich verstehe überhaupt nicht, wie der Körper gehäkelt werden soll.... Ab Runde 9!? Ich habe nun einen Kopf (oben offen) mit einer Luftmaschenschnur daran, an deren Ende ein Schwanz ist!? Dann "2.RUNDE: 1 feste Masche die erste der 7 festen Maschen, es ist nun eine Runde entstanden, 1 feste Masche in jede feste Masche und 1 feste Masche in jede Luftmasche rundum häkeln = 14 Maschen." Wie kommt man auf 14? Und was genau ist nun die Runde? Danke schonmal!
12.01.2020 - 23:18DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Berit, es war etwas nicht richtig bei der 9. Runde, es wurde jetzt korrigiert, schauen Sie mal ob es Ihnen klarer ist. Viel Spaß beim häkeln!
14.01.2020 - 09:25
Big Dolly#dropsbigdolly |
|
![]() |
![]() |
Hekluð kind úr DROPS Snow eða 2 þráðum DROPS Big Merino.
DROPS Children 35-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR-1: Umferðin er hekluð án skiptingar (eða eins og spírall). Þ.e.a.s: Heklað er í hring án þess að enda, það er prjónamerki sem sýnir hvar umferðin byrjar og endar – það er því engin keðjulykkja sem er hekluð í lok hverrar umferðar. HEKLLEIÐBEININGAR-2: Mikilvægt er að hekla fastalykkjuna á milli tvíbrugðnu stuðlana á búk fast, þannig að tvíbrugðni stuðullinn myndi kúlu. Ef óskað er eftir stærri/sterkari kúlu er hægt að hekla þríbrugðinn stuðul í stað tvíbrugðinn stuðuls. HEKLAÐ SAMAN-1: 4 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í 1 STUÐUL ÞANNIG: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 3 sinnum til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 3 stuðlar færri). HEKLAÐ SAMAN-2: 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN Í 1 FASTALYKKJU ÞANNIG: * Stingið heklunálinni í næstu lykkju, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 fastalykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KIND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Ef kindin er hekluð úr Snow, heklið með 1 þræði með heklunál 8, ef kindin er hekluð úr Big Merino, heklið með 2 þráðum með heklunál 8. Stykkið er heklað í hring ofan frá höfði og niður, síðan er fitjað upp út fyrir búk og heklað niður að fótum. Í lokin er kindin fyllt með vatti og saumað saman undir maga, að lokum er toppurinn á höfðinu heklaður saman jafnframt því sem eyrun eru hekluð. HÖFUÐ/BÚKUR: Heklið 19 loftlykkjur með heklunál 8 með litnum ljós grár. UMFERÐ 1: Heklið þessa umferð í hring með því að hekla 2 fastalykkjur í fyrstu hekluðu loftlykkjuna og síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 20 fastalykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-1 í útskýringu að ofan. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 3: Heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 2 stuðlar og 1 tvíbrugðinn stuðull í næstu lykkju, 1 tvíbrugðinn stuðull og 2 stuðlar í næstu lykkju, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 13 lykkjum – nú hafa verið auknar út 4 lykkjur fyrir nef = 24 lykkjur í umferð. UMFERÐ 4 og 5: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 6: Heklið 4 fastalykkjur í hverja lykkju, næstu 4 lykkjurnar eru heklaðar saman í 1 lykkju sjá HEKLAÐ SAMAN-1 í útskýringu að ofan, næstu 4 lykkjurnar eru heklaðar saman í 1 lykkju sjá HEKLAÐ SAMAN-1 í útskýringu að ofan, heklið síðan 12 fastalykkjur í hverja lykkju – nú hefur verið fækkað um 6 lykkjur fyrir nefi = 18 lykkjur í umferð. UMFERÐ 7: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og skiptið yfir í litinn natur (lit á búk). UMFERÐ 8: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 9: Heklið 17 nýjar loftlykkjur, snúið stykkinu og heklið til baka í þessar loftlykkjur þannig: Í 2. lykkju frá heklunálinni eru heklaðir 2 hálfir stuðlar, 2 hálfir stuðlar í hverja af næstu 2 lykkjum (= dindill) – Nú eru eftir 13 loftlykkjur. Heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju og síðan eru heklaðar 18 fastalykkjur í kringum hálsinn, síðan er heklað áfram fastalykkjur að dindli í sömu loftlykkjuröð en á gagnstæðri hlið þannig: 1 fastalykkja í hverja og eina af 13 loftlykkjum að dindli. Umferðin byrjar og endar undir dindil og það eru 44 lykkjur í kringum búk. UMFERÐ 10: Lyftið dindlinum þannig að hægt sé að hekla búkinn í hring. Byrjið með að hekla 1 fastalykkju í kringum allan búkinn. UMFERÐ 11: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Endurtakið umferð 10 og 11 þar til búkurinn mælist ca 12 cm – passið uppá að endað sé með 11. umferð. Klippið frá og skiptið yfir í litinn ljós grár. Heklið nú fæturna á kindina, byrjið við miðju að aftan. FYRSTI FÓTUR = HÆGRI AFTURFÓTUR: UMFERÐ 1: Heklið 7 fastalykkjur, heklið 7 loftlykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu af 7 fastalykkjum, nú hefur myndast hringur og stykkið heldur áfram í hring með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju = 14 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. UMFERÐ 3 til 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 5: Heklið nú allar lykkjur saman 2 og 2 – sjá HEKLAÐ SAMAN-2 í útskýringu að ofan = 7 fastalykkjur í umferð. UMFERÐ 6 og 12: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá. Brjótið hringinn saman flatan og saumið gatið saman þannig að fóturinn verði flatur og breiður í sömu átt og búkurinn. ANNAR FÓTUR = HÆGRI FRAMFÓTUR: Hoppið yfir 8 lykkjur (= mitt undir maga) UMFERÐ 1: Heklið 7 fastalykkju í fyrstu 7 lykkjurnar á hægri hlið á búk og heklið síðan 7 loftlykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu af 7 fastalykkjum, nú hefur myndast hringur og stykkið heldur áfram í hring með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju = 14 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. UMFERÐ 3 til 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 5: Heklið nú allar lykkjur saman 2 og 2 – sjá HEKLAÐ SAMAN-2 í útskýringu að ofan = 7 fastalykkjur í umferð. UMFERÐ 6 og 7: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá. Brjótið hringinn saman flatan og saumið gatið saman þannig að fóturinn verði flatur og breiður í sömu átt og búkurinn. ÞRIÐJI FÓTUR = VINSTRI FRAMFÓTUR: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 7 lykkjunum á vinstri hlið á búk og heklið síðan 7 loftlykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu af 7 fastalykkju, nú hefur myndast hringur og stykkið heldur áfram í hring með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju = 14 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. UMFERÐ 3 til 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 5: Heklið nú allar lykkjur saman 2 og 2 – sjá HEKLAÐ SAMAN-2 í útskýringu að ofan = 7 fastalykkjur í umferð. UMFERÐ 6 og 7: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá. Brjótið hringinn saman flatan og saumið gatið saman þannig að fóturinn verði flatur og breiður í sömu átt og búkurinn. FJÓRÐI FÓTUR = VINSTRI AFTURFÓTUR: Hoppið yfir 8 lykkjur (= mitt undir maga) UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í hverja af síðustu 7 lykkjunum lengst aftan á vinstri hlið á búk og heklið síðan 7 loftlykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu af 7 fastalykkjum, nú hefur myndast hringur og stykkið heldur áfram í hring með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju = 14 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. UMFERÐ 3 til 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 5: Heklið nú allar lykkjur saman 2 og 2 – sjá HEKLAÐ SAMAN-2 í útskýringu að ofan = 7 fastalykkjur í umferð. UMFERÐ 6 og 7: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá. Brjótið hringinn saman flatan og saumið gatið saman þannig að fóturinn verði flatur og breiður í sömu átt og búkurinn. FRÁGANGUR: Saumið nú augu í kindina, nef og munn með litnum dökk grár – sjá e.t.v. mynd til að sjá staðsetningu og form. Fyllið síðan kindina með vatti og búkurinn er saumaður saman mitt undir maga. Brjótið uppá gatið á toppnum á höfði flatt saman með andlitið fram. Heklið síðustu umferðina með litnum ljós grár þar sem höfuðið er heklað saman og heklað er eitt eyra í byrjun og lokin þannig: Byrjið í fyrstu lykkjunni í hægri hlið: Í sömu lykkju eru heklaðar 4 loftlykkjur, 2 tvíbrugðnir stuðlar, 4 loftlykkjur, 1 keðjulykkja = 1 eyra. Heklið síðan gatið á toppnum á höfði saman þannig: Heklið fastalykkjur í gegnum bæði lögin á flata hringnum, 1 lykkja í hverja lykkju fram að og með næst síðustu lykkjunni. Í síðustu lykkjuna er heklað hitt eyrað þannig: 4 loftlykkjur, 2 tvíbrugðnir stuðlar, 4 loftlykkjur, 1 keðjulykkja. Klippið frá og festið enda. HÁR: Heklið nú hár í toppnum á höfðinu með litnum natur þannig: Í fyrstu lykkjuna á eftir fyrra eyranu er heklað: 1 keðjulykkja, * 4 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðull, 4 loftlykkjur og síðan 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* yfir toppinn á höfðinu. Endið með að skipta út síðustu lykkjunni með 1 keðjulykkju í sömu lykkju eins og síðasti tvíbrugðni stuðullinn. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropsbigdolly eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 35-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.