Christiane Lenfant skrifaði:
Je ne comprends pas la technique TOUR 3: *2 brides dans la première bride/dans la bride suivante, 1 bride dans la bride suivante*, répéter de *-* tout le tour = 33 brides. Que signifie le signe / et comment faire 2 brides dans une bride ?
13.05.2023 - 16:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lenfant, dans cette vidéo nous montrons comment crocheter un rond, comme au début de ce chapeau (suivez bien le nombre de mailles du chapeau, pas de la vidéo); et ainsi comment crocheter 1 bride dans la 1ère bride du tour, puis 2 brides dans la suivante, puis *1 bride dans la bride suivante, 2 brides dans la bride suivante* tout le tour. Bon crochet!
15.05.2023 - 08:21
Emma skrifaði:
Hej:) jeg har lidt problemer med at afslutte min første A.1 række... jeg har startet med at hæle A.X og derefter A.1 sp der er 27 rapporter. Nu skal jeg bare have lukket omgangen af med en A.X igen og jeg har i gen ide om hvilken maske jeg skal sætte den ned i?
24.04.2020 - 22:42DROPS Design svaraði:
Hej Emme, i diagramforklaringen står det: afslut omgangen med 1 kædemaske i 3.luftmaske i begyndelsen af omgangen. God fornøjelse!
29.04.2020 - 09:23
CORRIAS VINCENZA skrifaði:
Potrebbe mandarmi lo schema? Devo regalarlo a una ragazza con il tumore in testa che si sposa e vuole nascondere la perdita dei capelli. La ringrazio tantissimo
23.10.2019 - 12:54DROPS Design svaraði:
Buongiorno Vincenza. A questo link trova le spiegazioni in italiano del modello. Buon lavoro!
23.10.2019 - 14:08
Vincenza Corrias skrifaði:
Buon giorno. Potrebbe mandarmi lo schema di questo modello?
23.10.2019 - 12:49
Sofia skrifaði:
Finnes det en instruksjonsvideo på akkurat dette mønsteret?
25.06.2019 - 15:06DROPS Design svaraði:
Hei Sofia. Nei dessverre finnes det ingen video av disse diagrammene, men ønsket ditt er videreformidlet til vår videoavdeling. Om du vil ha litt hjelp med å lese diagrammene kan du ta en titt på vår leksjon om heklediagrammer her. Om det er noe spesifikt du lurer på må du gjerne spørre oss her i kommentarfeltet. God fornøyelse
26.06.2019 - 07:15
Capelina#capelinahat |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður hattur úr DROPS Cotton Light. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum og sólfjaðramynstri.
DROPS 199-13 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðli í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Endið umferð með 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkjur í byrjun á umferð. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla næstu 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næsta stuðul, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HATTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. HATTUR: Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 3 með Cotton Light og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 11 stuðla um hringinn – sjá HEKLLEIÐBEININGAR! UMFERÐ 2: Heklið 2 stuðla í hvern stuðul = 22 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 33 stuðlar. UMFERÐ 4: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðull í hvorn af 2 næstu stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 44 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 5: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 55 stuðlar. UMFERÐ 6: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 4 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 66 stuðlar. UMFERÐ 7: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 5 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 77 stuðlar. UMFERÐ 8: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 6 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 88 stuðlar. UMFERÐ 9: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 7 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 99 stuðlar. Heklið síðan mismunandi í tveimur stærðum sem útskýrt er að neðan. S/M: UMFERÐ 10: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 10 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 108 stuðlar. Heklið síðan 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist ca 11 cm ofan frá og niður. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.X yfir 4 fyrstu lykkjur (A.X sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið síðan A.1 umferðina hringinn (= 27 mynstureiningar í umferð meðtalið A.X). Þegar 1. og 2. umferð í A.1 hefur verið hekluð til loka (þ.e.a.s. 2 umferðir með sólfjöðrum), heklið 3. umferð þannig: * 3 stuðlar um loftlykkjuboga í stuðlahóp, 1 stuðull í næsta stuðlahóp *, heklið frá *-* umferðina hringinn – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið síðan stuðla hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist ca 16 cm ofan frá og niður. Heklið barð eins og útskýrt er að neðan. L/XL: UMFERÐ 10: Heklið * 2 stuðla í fyrsta/næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 8 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 110 stuðlar. UMFERÐ 11: Heklið 1 stuðul í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, * 2 stuðlar í næsta stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 17 stuðlum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 116 stuðlar. Heklið síðan 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist ca 13 cm ofan frá og niður. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.X yfir 4 fyrstu lykkjur (A.X sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið síðan A.1 umferðina hringinn (= 29 mynstureiningar í umferð meðtalið A.X). Þegar 1. og 2. umferð í A.1 hefur verið hekluð til loka (þ.e.a.s. 2 umferðir með sólfjöðrum), heklið 3. umferð þannig: * 3 stuðlar um loftlykkjuboga í stuðlahóp, 1 stuðull í næsta stuðlahóp *, heklið frá *-* umferðina hringinn – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið síðan stuðla hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist ca 18 cm ofan frá og niður. Heklið barð eins og útskýrt er að neðan. BARÐ: Fyrsta umferðin er hekluð þannig: Heklið A.Y yfir 4 fyrstu lykkjur (A.Y sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið síðan A.2 umferðina hringinn (= 27-29 mynstureiningar í umferð meðtalið A.Y). Þegar A.2 hefur verið heklað til loka (eftir 9 umferð), klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #capelinahat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.