Jacqui skrifaði:
I look forward to knitting this!
06.05.2019 - 05:35
Lilly skrifaði:
Ich habe eine Frage zum 2. Bereich: strickt man ab der 1. markierten Masche A2 und A3 abwechselnd bis zur 2. markierten Masche und danach wieder A1? Bzw. in welcher Abfolge strickt man die beiden Diagramme A2 und A3 zwischen den markierten Maschen und ab wo wieder A1?
21.02.2019 - 08:04DROPS Design svaraði:
Liebe Lilly, Sie stricken 2 kraus rechts, dann wiederholen Sie A.1 (= 2 M) bis 1 M vor der Masche mit dem Markierer übrig ist, dann stricken Sie A.2 (= 2 M) über die 2 nächsten Maschen, dann A.3 (= 2 M) über die nächsten 2 Maschen, dann wiederholen Sie A.1 (= 2 M) bis 2 Maschen übrig sind, und die 2 letzen Maschen kraus rechts stricken. Viel Spaß beim stricken!
21.02.2019 - 10:28
Agneta Holm Herou skrifaði:
Var är diagrammet? Jag hittar bara en tom, liten ruta
15.12.2018 - 21:53DROPS Design svaraði:
Hei Agneta. Diagrammene ligger nederste på siden. Vi har nå kontrollert at de også er synlige på den svenske siden, og det er de. Har du probelmer med å se dem uasnett hvslags enhet du bruker? God fornøyelse.
17.12.2018 - 11:28
Fredrika Erenhall skrifaði:
Kan man få köpa mönstret 192-18 ? Har så svårt att ha det i mobilen, vill ha det framför mig. Mvh Fredrika
06.11.2018 - 03:09DROPS Design svaraði:
Hei Fredrika. Vi har alle våreoppskrifter online, og ikke i papirformat dessverre. Men du kan skrive den ut om du trykker på printerikonet rett under boksen med materialer, rett før selve oppskirften starter. God fornøyelse.
06.11.2018 - 07:34Radwa skrifaði:
This looks easy, simple, quick and useful ❤
23.06.2018 - 14:26
Isabel Pinho skrifaði:
Modelo e cores fantásticas
05.06.2018 - 16:19
Horizon Highlights#horizonhighlightsset |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð húfa og handstúkur úr DROP BabyAlpaca Silk með gatamynstri, röndum og garðaprjóni.
DROPS 192-18 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR (á við um húfu): Prjónið * 2 umferðir garðaprjón með litnum ljós bleikfjólublár, prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum milligrár *, prjónið frá *-* alls 5 sinnum. Prjónið síðan stykkið áfram með litnum milligrár til loka. ÚTAUKNING (á við um húfu): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um húfu): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1. Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka neðan frá og upp og saumað saman við miðju að aftan í lokin. HÚFA: Fitjið laust upp 122-143 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 2,5 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 5 cm, stillið af að næsta umferð sé frá réttu, skiptið yfir á prjón 3 og prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið síðan yfir í litinn ljós bleikfjólublár og prjónið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, endurtakið A.1 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist húfan ca 7 cm. Prjónið nú stykkið áfram með RENDUR – sjá útskýringu að ofan og setjið 5 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig: Setjið 1 prjónamerki eftir 1 lykkju, næstu 4 prjónamerki eru sett með 24-28 lykkja millibili, á eftir síðasta prjónamerki eru 25-30 lykkjur eftir. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á eftir öllum prjónamerkjum (= 5 lykkjur fleiri) – sjá ÚTAUKNING. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið svona út í annarri hverri umferð 3 sinnum til viðbótar og síðan í 4. hverri umferð alls 7 sinnum = 177-198 lykkjur. Þegar stykkið mælist 11-12 cm frá stroffi er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki í næstu umferð frá réttu (= 5 lykkjur færri) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 17-19 sinnum = 92-103 lykkjur. Prjónið allar lykkjur 2 og 2 saman í hverri umferð frá réttu alls 3 sinnum = 12-13 lykkjur. Húfan mælist ca 25-26 cm. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. ------------------------------------------------------ HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón og saumað saman í lokin. HANDSTÚKA: Fitjið upp 22-24 lykkjur á hringprjón 3 með litnum milligrár. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (þ.e.a.s. prjónið í framri og aftari lykkjubogann), prjónið upp 1 lykkju yst í garðaprjóni sem var prjónuð frá fyrri umferð, síðan eru prjónaðar upp lykkjur með fram uppfitjunarkanti þannig: Prjónið 2 lykkjur í fyrstu lykkju, prjónið 1 lykkju í hverja og eina af næstu 21-23 lykkjum = 47-51 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka yfir allar lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í 23.-25. lykkju og 25.-.27. lykkju. Aukið síðan út hvoru megin við þessar 2 lykkjur. HLUTI 1 (með garðaprjóni með milligrár): UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt, jafnframt er slegið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkjur með prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt, svo EKKI myndist gat. Endurtakið umferð 1 og 2. Í hvert skipti sem aukið er út verða 2 lykkjur fleiri á milli 2 lykkja með prjónamerki í og alls 4 lykkjur fleiri í umferð. Þegar prjónaðir hafa verið ca 3 cm frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. 6 cm alls) – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið gatamynstur þannig: HLUTI 2 (með gatamynstri með milligrár): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 2 lykkjur ) þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki, A.2 (= 2 lykkjur), A.3 (= 2 lykkjur), prjónið A.1 (= 2 lykkjur) þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 5 cm frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. 10 cm alls). HLUTI 3 (með röndum og garðaprjóni): Prjónið umferð 1 og 2 í garðaprjóni og útaukningu eins og í 1. hluta, en prjónið rendur þannig: Prjónið 2 umferðir garðaprjón með litnum ljós bleikfjólublár, prjónið 2 umferðir garðaprjónn með litnum milligrár. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 8½-9½ cm frá uppfitjunarkanti (þ.e.a.s. 17-19 cm alls). Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Brjótið uppá stykkið þannig að uppábrotið liggi meðfram uppfitjunarkanti. Saumið saman í hlið neðst niðri á handstúku og 11-12 cm upp. Saumið eina og eina lykkju saman í affellingarkantinn. Klippið frá og festið enda. Hoppið yfir ca 6-7 cm (nú er eftir 1½ cm efst á handstúkunni), saumið eina og eina lykkju saman í hlið meðfram síðustu 1½ cm. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina handstúkuna á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #horizonhighlightsset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.