Lise skrifaði:
Der mangler 1 stangmaske i masken i den midterste 2 dobbelt stangmaske sammen
08.08.2025 - 13:20
Lise skrifaði:
Jeg har lavet første rapport og skal nu videre, men kan ikke få mønsteret til at være lige over hinanden, det ser ud til på billedet at det er lige over hinanden og ikke forskudt. Hvad gør jeg galt?
08.08.2025 - 11:44DROPS Design svaraði:
Hei Lise. Usikker på hva som er blitt feil hos deg, men har du riktig maskeantall? Sett maskemarkører mellom hvert diagram, så har du en bedre oversikt. mvh DROPS Design
08.09.2025 - 11:35
Anne-Marie skrifaði:
Hej! Jag förstår inte helt A2 i det varvet där man virkar stolpar och fasta maskor runt luftmaskbågarna. (Det hade varit fint med mer än en rapport på bredden tycker jag.) Jag tolkar som att varannan luftmaskbåge får två stolpar på sig och varannan båge har två fasta maskor med en liten luftbåge (2+3 maskor) mellan. Rätt uppfattat? Tack!
20.01.2025 - 14:34DROPS Design svaraði:
Hej Anne-Marie, ja det stemmer, du får 5 luftmasker imellem de 2 fastmasker i varannan luftmaskebåge :)
22.01.2025 - 14:19
Dominique skrifaði:
Liebes Drops- Team. Ich bin mit dem Vorderteil begonnen und es wird nach jeder Runde schmaler. Am Ende der 1. Musterfolge habe ich nur noch 50 Stäbchen anstatt 56 Stäbchen in Grösse L/XL. Ich kann den Fehler einfach nicht finden...
23.05.2024 - 13:53DROPS Design svaraði:
Liebe Dominique, am besten setzen Sie Markierungen zwischen jedem Diagram ein, so nach jedem 6. Stäbchen der 1. Reihe (1 Rapport A.2), bei der letzen Reihe A.2 sind es immer noch 6 Stäbchen in jedem A.2 (so haben Sie immer noch 6 x 9 Rapporter = 54 Maschen + A.1 + A.3 = 56 Maschen. Viel Spaß beim Häkeln!
23.05.2024 - 14:26
Bettina Bagle skrifaði:
Mønsteret til Cathy jakken er ikke lik mønsteret i oppskriften.
14.04.2024 - 18:00
Loecky Gruber skrifaði:
Ik heb een vraag over de sjaalkraag. Moet ik die verder haken op het rugpand?
25.01.2024 - 22:41
Hannelie Kotzè skrifaði:
I have read this pattern over and over again and I just cannot seem to find where does the combination of A.6, A.4, A.7 come in? Also, on row 3 of A.2: do you just start directly with the 2 trebles together after your first stich in A.1?
06.11.2023 - 12:54DROPS Design svaraði:
Der Mrs Kotzè, A.4 shows how to start the rounds, A.6 shows how to decrease at the beginning of the round on sleeves, then you wontinue working A.5 and finish round with A.7 which shows how to decrease at the end of the round. When working A.2 you should start with A.1 first = 1 chain at the beg of 3rd row, then repeat A.2 and end with A.3 = 1 double crochet (Uk-English) in the 3rd chain from beg of 2nd row. Happy crocheting!
06.11.2023 - 15:09
Mia Proosdij skrifaði:
Hallo mijn vraag is als ik de tweede keer aan het patroon begin verspringen de bloemen hoe verder ik haak hoe minder bloemen ik over hou dus eigenlijk hou ik na elke toer minder steken over zonder dat ik minder
01.11.2023 - 10:39DROPS Design svaraði:
Dag Mia,
Dan gaat er inderdaad iets mis en minder je blijkbaar steeds. Let goed op dat je de steken van A.2 ook aan het begin en eind haakt, dus na voor en na A.1/A.3
01.11.2023 - 19:26
AtZ skrifaði:
Hallo, ik begrijp de sjaalkraag niet. Moet ik eerst voor-en achterpand aan elkaar vastzetten? Waar start ik dan de sjaalkraag?
23.07.2023 - 18:35
Christiane Cartier skrifaði:
Désolée, je ne comprends tjs pas... : 1er r. 61 brides, 2e r 20 arcs, 3e r ?, 4e r ?. 5e r ? et combien de rangs entre les diminutions ?
06.06.2023 - 15:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cartier, à chacun des tours avec une flèche dans A.5 (cf à droite de A.4), vous crochetez le début du tour comme dans A.6, continuez A.5 comme avant, et terminez le rang comme indiqué dans A.7. Vous avez diminué 1 motif au début + 1 motif à la fin du tour. Terminez A.5, au A.5 suivant, diminuez au rang avec la flèche de la même façon, et ainsi de suite jusqu'à ce que vous ayez diminué 5 fois à chacun des tours avec une flèche (= vous avez crocheté 5 fois A.5 en hauteur au total), continuez avec A.5 mais diminuez cette fois tous les 2 motifs en hauteur (= crochetez 1 motif sans diminuer, 1 motif en diminuant comme avant), et ceci 2 fois au total. Bon crochet!
06.06.2023 - 17:23
Cathy#cathyjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Big Merino. Stykkið er heklað með sólfjöðrum og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-33 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. HEKLLEIÐBEININGAR (sjalkragi): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðli með 3 loftlykkjum, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjur, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju, þ.e.a.s. hoppið yfir 1. lykkju frá fyrri umferð. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið lykkjum til skiptis í byrjun og lok á umferð þannig: Fækkið lykkjum með því að hekla eins og útskýrt er í A.6 þar sem lykkjum er fækkað í byrjun á umferð. Fækkið lykkjum með því að hekla eins og útskýrt er í A.7 þar sem lykkjum er fækkað í lok á umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er heklað fram og til baka hvort fyrir sig og saumað saman í lokin. Ermar eru heklaðar í hring frá handveg. BAKSTYKKI: Heklið 104-118-133 loftlykkjur með heklunál 5 með Big Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= jafngildir 2 stuðlum), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 4-6-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af 5 næstu loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 16-18-21 sinnum = 86-98-110 stuðlar. Heklið síðan eftir mynsturteikningu þannig – frá réttu: Heklið A.1 yfir fyrsta stuðul, A.2 yfir næstu 84-96-108 stuðla (= 14-16-18 mynstureiningar), A.3 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með þetta mynstur til loka. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 68-74-79 cm – stillið af eftir heila mynstureiningu á hæðina. Klippið frá og festið enda. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið 61-68-75 loftlykkjur með heklunál 5 með Big Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= jafngildir 2 stuðlum), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3-4-5 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 9-10-11 sinnum = 50-56-62 stuðlar. Heklið síðan eftir mynsturteikningu þannig – frá réttu: Heklið A.1 yfir fyrsta stuðul, A.2 yfir næstu 48-54-60 stuðla (= 8-9-10 mynstureiningar), A.3 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist ca 68-74-79 cm – stillið af eftir bakstykki. Nú er heklaður sjalkragi. SJALKRAGI: Heklið sjalkraga fram og til baka með byrjun frá réttu – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, þannig - * Heklið 1 stuðul í hvern og einn af fyrstu 18 stuðlum, snúið og heklið 1 fastalykkju í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, 1 hálfur stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum, 1 stuðull í hvern af næstu 14 stuðlum, snúið *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 8 cm innst þar sem stykkið er minnst. Klippið frá og festið enda. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og hægra framstykki fram þar til sjalkragi er heklaður. Klippið frá og festið enda áður en byrjað er á sjalkraga. Sjalkraginn er heklaður á sama hátt og á hægra framstykki, en byrjið frá röngu (festið enda með 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. Byrjið 20-22-24 cm niður frá öxl (= handvegur) og saumið saman hliðar. Saumið saman sjalkraga við miðju að aftan og saumið hálsmálið aftan í hnakka á bakstykki – passið uppá að saumurinn snúi að röngu þegar kraginn er brotinn niður. ERMI: Heklið í kringum handveg þannig – byrjið mitt undir ermi: Festið enda með 1 keðjulykkju mitt undir ermi, heklið 3 loftlykkjur (= jafngildir 1 stuðli), heklið 57-60-66 stuðla jafnt yfir um lykkjur meðfram handveg, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 58-61-67 stuðla. Heklið síðan þannig: A.4 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar) yfir fyrsta stuðul og A.5 yfir þá 57-60-66 stuðla sem eftir eru (= 19-20-22 mynstureiningar). Haldið áfram með mynstur til loka – jafnframt er fækkað um 1 mynstureiningu mitt undir ermi í umferð merktri með ör í mynsturteikningu – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð merktri með ör alls 4-5-8 sinnum, síðan í annarri hverri umferð merktri með ör alls 3-2-0 sinnum = 37-40-43 stuðlar í síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið síðan áfram þar til ermin mælist ca 46-44-41 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) – stillið af eftir heila mynstureiningu á hæðina. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. VASI: Heklið 39-39-46 loftlykkjur með heklunál 5 með Big Merino. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= jafngildir 2 stuðlum), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5-5-6 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 5-5-6 sinnum = 32-32-38 stuðlar. Heklið síðan eftir mynsturteikningu þannig – frá réttu: Heklið A.1 yfir fyrsta stuðul, A.2 yfir næstu 30-30-36 stuðla (= 5-5-6 mynstureiningar), A.3 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með þetta mynstur þar til A.1/A.2/A.3 hefur verið heklað alls 3 sinnum á hæðina, heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern stuðul. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 18 cm. Heklið annan vasa á sama hátt. FRÁGANGUR: Leggið vasana þannig að mynstrið á vasa passi við mynstur á peysu – leggið þá alveg inn að hliðarsaumi á hvoru framstykki og 1 mynstureiningu upp frá neðri kanti á peysu. Saumið vasana niður með smáu spori. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cathyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.