Wednesday Morning#wednesdaymorningsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferð og tilfærslu á mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-27 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum alveg eins og í mynsturteikningu A.1 og A.7 þannig: Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar 2. lykkja í umferð er prjónuð í garðaprjóni: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar 2 lykkja í umferð er prjónuð slétt: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar næst síðasta lykkja í umferð er prjónuð í garðaprjóni: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar næst síðasta lykkjan í umferð er prjónuð slétt: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í hlutum og saumað saman í lokin. Stykkið er prjónað neðan frá og upp. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 129-137-145-153-165-177 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir fyrstu 8 lykkjur, A.2 yfir næstu 50-54-58-62-68-74 lykkjur, A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.4 yfir næstu 7 lykkjur (= miðju 7 lykkjur í umferð), A.5 yfir næstu 2 lykkjur, A.6 yfir næstu 50-54-58-62-68-74 lykkjur, A.7 yfir næstu 8 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Lykkjufjöldinn er sá sami, en mynstrið færist til. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina heldur mynstrið áfram alveg eins, þ.e.a.s. lykkjum er aukið í A.3 og A.5 og lykkjum er fækkað í A.1 og A.7. Þegar stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm frá uppfitjunarkanti og upp meðfram hlið á stykki – stillið af að endað sé eftir 5 umferð á eftir útaukningu, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 64-68-72-76-82-88 lykkjur í umferð, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= miðjulykkja), prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 64-68-72-76-82-88 lykkjur í umferð = 130-138-146-154-166-178 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið fyrstu 65-69-73-77-83-89 lykkjurnar séð frá réttu á þráð fyrir vinstri öxl og prjónið hægri öxl. HÆGRI ÖXL: = 65-69-73-77-83-89 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi), haldið áfram með mynstur A.6 þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 10-10-11-11-12-12 sinnum og þegar stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki eru felldar af 2-2-2-4-4-4 lykkjur fyrir handveg = 53-57-60-62-67-73 lykkjur fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá prjónamerki (= 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg) prjónið stuttar umferðir í mynstri eins og áður frá röngu þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið til baka. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 4 lykkjur eru fleiri eftir á prjóni en í fyrri umferð (= 6 lykkjur), herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið þegar eftir eru 4-4-4-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 7-11-10-13-12-15 sinnum til viðbótar (= alls 8-12-11-14-13-16 sinnum) og síðan þegar eftir eru 5-3-5-0-3-3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-1-2-0-3-1 sinnum. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur í umferð þar sem fækkað er um 5 lykkjur jafnt yfir = 48-52-55-57-62-68 lykkjur fyrir öxl. Fellið af. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. VINSTRI ÖXL: = 65-69-73-77-83-89 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni (að handveg), haldið áfram með mynstur A.6 þar til eftir eru 2 lykkjur, 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi). JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 10-10-11-11-12-12 sinnum og þegar stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki eru felldar af 2-2-2-4-4-4 lykkjur fyrir handveg = 53-57-60-62-67-73 lykkjur fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá prjónamerki (= 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg) prjónið stuttar umferðir í mynstri eins og áður frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið til baka. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 4 lykkjur eru fleiri eftir á prjóni en í fyrri umferð (= 6 lykkjur), herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið þegar eftir eru 4-4-4-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 7-11-10-13-12-15 sinnum til viðbótar (= alls 8-12-11-14-13-16 sinnum) og síðan þegar eftir eru 5-3-5-0-3-3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-1-2-0-3-1 sinnum. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur í umferð þar sem fækkað er um 5 lykkjur jafnt yfir = 48-52-55-57-62-68 lykkjur fyrir öxl. Fellið af. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Fitjið upp 121-129-137-145-157-169 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.2, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm – stillið af eftir framstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af 2-2-2-4-4-4 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg í hvorri hlið = 117-125-133-137-149-161 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir miðju 25-25-27-27-29-29 lykkjur í umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni yfir þessar lykkjur eru felldar af miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 48-52-55-57-62-68 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áferð með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og 2 lykkjur í garðaprjóni í hálsi. Þegar stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 45-45-49-49-53-53 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjóni nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.2 yfir næstu 16-16-18-18-20-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.4 yfir miðju 7 lykkjur á ermi, A.5 yfir næstu 2 lykkjur, A.6 yfir næstu 16-16-18-18-20-20 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Aukið út lykkjur mitt á ermi í mynsturteikningu A.3 og A.5. Þegar ermin mælist 7 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚRTAKA! ATH: Í stærð XXXL er lykkjum ekki fækkað, en haldið áfram að prjóna áferð og auka út lykkjur eins og áður. Fækkið lykkjum svona í 10.-12.-18.-30.-28.-0. hverri umferð alls 10-8-6-4-4-0 sinnum. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina heldur útaukning áfram mitt á ermi eins og áður þar til aukið hefur verið út alls 20-20-18-18-18-16 sinnum og það eru 65-69-73-77-81-85 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með áferð þar til ermin mælist 40-39-38-37-36-33 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið ermi í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við affellingarkant á ermi. Saumið saum undir ermi og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wednesdaymorningsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.