Drops Design skrifaði:
Für Karin und Stefanie über die Schulterschrägung. Die Linie wurde weg, um Misveständnis zu vermeiden. Ohne die verkürzten Reihen wurden die Schulter etwas schräg, wegen Strickrichtung/Verschiebung. Viel Spaß beim stricken!
19.10.2018 - 08:56Drops Design skrifaði:
For Mrs Grainger - measurements are correct in the pattern, you will cast off for armhole while the decreases are not finished (adjust to cast off on a row where there is no decrease). Happy knitting!
19.10.2018 - 08:51
Tanja skrifaði:
Auch wie bei Modell ai-171 bitte ich Sie, die Anleitung zu überprüfen. Das ist nun das zweite Projekt, das beiseite liegt. Ich bin aber wirklich sehr dankbar für die tollen Anleitungen! Die Präsentation der tollen Modelle weckt aber auch Bedürfnisse. Die Wolle wurde gezielt gekauft/ bestellt, man freut sich auf das Projekt und dann ... bleibt man stecken... Das ist sehr frustrierend. Also update ich Ihre Seite jeden Tag um zu sehen, ob die Anleitung nun geprüft/ verbessert wurde.
18.10.2018 - 19:32
Caroline skrifaði:
Kan het kloppen dat de verkorte toeren die te breien zijn voor de schouders omgewisseld zijn. Als men ze breit zoals aangegeven in de uitleg, dan lopen de schouders naar binnen af.
18.10.2018 - 19:02DROPS Design svaraði:
Dag Caroline,
Volgens mij heb je gelijk. Ik heb het even doorgegeven aan afdeling design om te controleren en waarschijnlijk komt er binnenkort een correctie op het patroon.
EDIT:
Er is antwoord op je vraag van de designafdeling. De verkorte toeren zijn niet omgewisseld. Het lijkt een beetje ongewoon, maar door de breirichting (minderen in het midden en meerderen aan de zijkant) lopen de schouders al af vanaf de nek naar de schouder. Door de verkorte toeren op deze manier lopen ze nog steeds af, maar ietsje minder. Ik hoop dat het zo duidelijk is. 18.10.2018 - 19:36
Chrissie Grainger skrifaði:
I am knitting size XL; for the right shoulder I have to decrease every 4th row 11 times = 44 rows. My tension is correct, so I am working 15cm, but the pattern asks me to cast off for the armhole after working 12cm. Can you help?
08.10.2018 - 22:37DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Grainger, our design team will check this, thanks in advance for your patience.
09.10.2018 - 09:30
Karin skrifaði:
Dir Schulterschrägung ist auch mein Problem. Wenn man nach Anleitung strickt wird eine eventuelle Schrägung aufgehoben. Soll eine Schrägung entstehen oder soll die Schrägung, die durch die Anschlagkante entstanden ist, ausgeglichen werden? Ich habe beide "Varianten" ausprobiert. Aber beides passt nicht richtig.
06.10.2018 - 20:02DROPS Design svaraði:
Liebe Karin, unser Designteam wird die Anleitung noch mal schauen - danke im voraus für Ihren Geduld.
09.10.2018 - 09:31
Stefanie skrifaði:
Danke für die schnelle Antwort. Ich habe mich nicht richtig ausgedrückt. Laut Anleitung ist die tiefste Stelle der Schrägung auf der Ausschnittseite, laut Zeichnung ist diese jedoch an der Ärmelseite. ( Maschen bleiben am Ende der Rückreihe stehen = Halsausschnittseite) Vielen herzlichen Dank für Ihre Mühe!
03.10.2018 - 16:16DROPS Design svaraði:
Liebe Stefanie, Danke für die Erklärung, unser Designteam wird das noch mal schauen. Danke im voraus für Ihren Geduld.
04.10.2018 - 09:30
Stefanie skrifaði:
Hallo, ich habe ein Problem mit der Schulterschräge. Wenn ich nach der Anleitungstricke ist die Zeichnung der Schulterschräge seitenverkehrt. Ist die Anleitung oder der Zeichnung richtig? Vielen Dank für Ihre Hilfe!
03.10.2018 - 14:36DROPS Design svaraði:
Liebe Stefanie, Anleitung stimmt so, es werden verkürtze Reihen bei beiden Vorderteile gestrickt, aber keine beim Rückenteil. Viel Spaß beim stricken!
03.10.2018 - 15:18
Gopesto skrifaði:
In Diagramm A3 und A5 ist in Reihe 7 und 9 ein Fehler. Hier werden die durch die Umschläge zugenommenen Maschen schon in Reihe 7 und 9 gezeigt, dabei entstehen sie erst in den jeweils darauf folgenden Reihen durch das Abstricken der Umschläge!
18.09.2018 - 10:50
Ute Stephan skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team. In die Anleitung haben sich Fehler eingeschlichen 😉 Reihe 7 und 9 , A3: links vom Umschlag ein Kästchen zu viel. A5: rechts vom Umschlag ein Kästchen zu viel. Gerne schicke ich ein Foto , dann bitte melden. Lg, Ute
14.09.2018 - 19:53
Wednesday Morning#wednesdaymorningsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferð og tilfærslu á mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-27 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum alveg eins og í mynsturteikningu A.1 og A.7 þannig: Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar 2. lykkja í umferð er prjónuð í garðaprjóni: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar 2 lykkja í umferð er prjónuð slétt: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar næst síðasta lykkja í umferð er prjónuð í garðaprjóni: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þegar næst síðasta lykkjan í umferð er prjónuð slétt: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í hlutum og saumað saman í lokin. Stykkið er prjónað neðan frá og upp. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 129-137-145-153-165-177 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir fyrstu 8 lykkjur, A.2 yfir næstu 50-54-58-62-68-74 lykkjur, A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.4 yfir næstu 7 lykkjur (= miðju 7 lykkjur í umferð), A.5 yfir næstu 2 lykkjur, A.6 yfir næstu 50-54-58-62-68-74 lykkjur, A.7 yfir næstu 8 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Lykkjufjöldinn er sá sami, en mynstrið færist til. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina heldur mynstrið áfram alveg eins, þ.e.a.s. lykkjum er aukið í A.3 og A.5 og lykkjum er fækkað í A.1 og A.7. Þegar stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm frá uppfitjunarkanti og upp meðfram hlið á stykki – stillið af að endað sé eftir 5 umferð á eftir útaukningu, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 64-68-72-76-82-88 lykkjur í umferð, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= miðjulykkja), prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 64-68-72-76-82-88 lykkjur í umferð = 130-138-146-154-166-178 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið fyrstu 65-69-73-77-83-89 lykkjurnar séð frá réttu á þráð fyrir vinstri öxl og prjónið hægri öxl. HÆGRI ÖXL: = 65-69-73-77-83-89 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi), haldið áfram með mynstur A.6 þar til eftir er 1 lykkja, 1 kantlykkja í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 10-10-11-11-12-12 sinnum og þegar stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki eru felldar af 2-2-2-4-4-4 lykkjur fyrir handveg = 53-57-60-62-67-73 lykkjur fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá prjónamerki (= 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg) prjónið stuttar umferðir í mynstri eins og áður frá röngu þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið til baka. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 4 lykkjur eru fleiri eftir á prjóni en í fyrri umferð (= 6 lykkjur), herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið þegar eftir eru 4-4-4-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 7-11-10-13-12-15 sinnum til viðbótar (= alls 8-12-11-14-13-16 sinnum) og síðan þegar eftir eru 5-3-5-0-3-3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-1-2-0-3-1 sinnum. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur í umferð þar sem fækkað er um 5 lykkjur jafnt yfir = 48-52-55-57-62-68 lykkjur fyrir öxl. Fellið af. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. VINSTRI ÖXL: = 65-69-73-77-83-89 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni (að handveg), haldið áfram með mynstur A.6 þar til eftir eru 2 lykkjur, 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= að hálsi). JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 10-10-11-11-12-12 sinnum og þegar stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki eru felldar af 2-2-2-4-4-4 lykkjur fyrir handveg = 53-57-60-62-67-73 lykkjur fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá prjónamerki (= 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg) prjónið stuttar umferðir í mynstri eins og áður frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið til baka. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 4 lykkjur eru fleiri eftir á prjóni en í fyrri umferð (= 6 lykkjur), herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið þegar eftir eru 4-4-4-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 7-11-10-13-12-15 sinnum til viðbótar (= alls 8-12-11-14-13-16 sinnum) og síðan þegar eftir eru 5-3-5-0-3-3 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-1-2-0-3-1 sinnum. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur í umferð þar sem fækkað er um 5 lykkjur jafnt yfir = 48-52-55-57-62-68 lykkjur fyrir öxl. Fellið af. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Fitjið upp 121-129-137-145-157-169 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.2, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm – stillið af eftir framstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg, fellið af 2-2-2-4-4-4 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg í hvorri hlið = 117-125-133-137-149-161 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir miðju 25-25-27-27-29-29 lykkjur í umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni yfir þessar lykkjur eru felldar af miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 48-52-55-57-62-68 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áferð með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og 2 lykkjur í garðaprjóni í hálsi. Þegar stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 45-45-49-49-53-53 lykkjur á hringprjón 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjóni nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.2 yfir næstu 16-16-18-18-20-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 2 lykkjur, A.4 yfir miðju 7 lykkjur á ermi, A.5 yfir næstu 2 lykkjur, A.6 yfir næstu 16-16-18-18-20-20 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona. Aukið út lykkjur mitt á ermi í mynsturteikningu A.3 og A.5. Þegar ermin mælist 7 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚRTAKA! ATH: Í stærð XXXL er lykkjum ekki fækkað, en haldið áfram að prjóna áferð og auka út lykkjur eins og áður. Fækkið lykkjum svona í 10.-12.-18.-30.-28.-0. hverri umferð alls 10-8-6-4-4-0 sinnum. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina heldur útaukning áfram mitt á ermi eins og áður þar til aukið hefur verið út alls 20-20-18-18-18-16 sinnum og það eru 65-69-73-77-81-85 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með áferð þar til ermin mælist 40-39-38-37-36-33 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið ermi í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við affellingarkant á ermi. Saumið saum undir ermi og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wednesdaymorningsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.