Denise Rudnicki skrifaði:
Can I do a 3-needle bind off on the shoulder seams?
02.06.2023 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hi Denise, of course you can. Happy knitting!
02.06.2023 - 21:44
Denise Rudnicki skrifaði:
I'm having trouble seeing how the sweater is made to be higher in the centre front than on the sides. I'm making the yo and dec as instructed. But this creates a straight hem, not a curved one. Clearly I am doing something wrong!
22.05.2023 - 16:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Rudnicki, it requires some height/length to see the piece getting its shape, if you increase and decrease as explained it should be good. If you have more doubts, you can show your work to your store (even sending them a picture per mail) - or ask other knitters in our DROPS Workshop. Happy knitting!
23.05.2023 - 08:33
Anna-Marie skrifaði:
I cant seem to find how much wool is required.
14.08.2022 - 13:00DROPS Design svaraði:
Dear Anna-Marie, as stated in the materials section: 300-350-350-400-450-500 g colour 01, off white of DROPS Air, depending on the size you are working ( 300 for the smallest, 500 for the largest). Each ball of DROPS Air contains 50gr, so you need between 6 and 10 balls depending on the size you are working. Happy knitting!
14.08.2022 - 20:22
Tanja skrifaði:
Volgens mij moeten er ook gemeerderd worden in de mouw.Anders wordt hij toch veel te smal?
24.12.2021 - 15:58DROPS Design svaraði:
Dag Tanja,
Excuses voor mijn late antwoord. Er hoeft niet gemeerderd te worden voor de mouw; het is dus een rechthoekige lap. De mouw wordt laag ingezet, dus op een punt waar de mouw normaal ook al smaller is, daarnaast wordt een klein stukje van de onderarmnaad tegen de zijkant van de oksel genaaid (zie tekening).
02.03.2022 - 13:52
Beatriz skrifaði:
Deseo tejer TM ,veo que hay dudas sobre si se realizo ya la corrección .Puede ud darme una ayuda para entender el problema?Pregunto si los puntos de orillo ya están incluidos o debo agregarlos a los 103.o sea montar 105p?.Se teje ida y vuelta con aguja circular?
25.05.2019 - 15:36DROPS Design svaraði:
Hola Beatriz. Todas las correcciones están incluidas en el patrón. La labor se trabaja de ida y vuelta con una aguja circular. Tienes que montar los puntos para la talla elegida según las explicaciones del patrón.
25.05.2019 - 18:27
Lynn Hanley skrifaði:
I am wondering if there is a pattern correction after the 2 previous questions about the pattern being off by 2 stitches? I am about to start knitting this sweater and want to be accurate. Thanks very much.
05.02.2019 - 19:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hanley, yes a correction has been made so that the tottal number of sts is matching the number of sts between markers. Happy knitting!
06.02.2019 - 08:22
Daniela skrifaði:
An Maria + Tanja: ich denke, dass die Krausmaschen an den Seiten nicht mitgezählt werden.
06.01.2019 - 19:27
Tanja skrifaði:
Bitte nehmen Sie sich der vorherigen Fragen bezüglich der Maschenzahl an. Ich stricke gerade Größe S und kann nun nicht weiterarbeiten. 5+34+15+34+5=93, habe aber 95 Maschen angeschlagen. Danke!
13.10.2018 - 13:08
Lone Werner Jensen skrifaði:
Jeg kan heller ikke få maskeantallet til at stemme, differerer 2 m. Der står at der tages ud på indersiden af de 2 midterste mærketråde. det må vel være på ydersiden, ellers vender hullerne den forkerte vej ??
13.10.2018 - 10:06DROPS Design svaraði:
Hej Lone, se rettelsen som blev lagt ud 23/10. God fornøjelse!
29.10.2018 - 15:23
Eve skrifaði:
Bonjour, Je vous remercie pour toutes vos explications. Je suis d'accord avec Maria, je ne trouve pas le même nombre de mailles : il en manque 2 pour toutes les tailles (ex : 5+40+15+40+5 = 105 et non 107. Cela risque t'il de décaler le diagramme? Merci de votre réponse. Bien cordialement
20.09.2018 - 16:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Eve, la question a été transmise à nos stylistes qui vont vérifier à nouveau. Merci d'avance pour votre patience.
21.09.2018 - 07:58
Zick Zack#zickzacksweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferð og mynstri sem færist til. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-25 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið um 1 lykkju á eftir kantlykkju í garðaprjóni þannig: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í hlutum og saumað saman í lokin. Framstykki og bakstykki er prjónað neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 95-103-107-115-123-135 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 3 cm – stillið af að síðasta umferð sem er prjónuð sé frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið eitt prjónamerki eftir 5 lykkjur inn frá hvorri hlið, setjið næstu 2 prjónamerki 35-39-41-43-47-53 lykkjur inn frá fyrstu 2 prjónamerkjum í hvorri hlið = 15-15-15-19-19-19 lykkjur á milli 2 miðju prjónamerkja mitt í stykki. Þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu. Í næstu umferð frá réttu byrjar tilfærslan á lykkjum í hvorri hlið og mynstrið er prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 (= 4 lykkjur), prjónamerki situr hér, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður fram að næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið A.1 eins og áður fram að næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið A.1 eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónamerki situr hér, prjónið A.3 (= 4 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu, uppslátturinn er prjónaður brugðið – það eiga að myndast göt. Nú hefur verið fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið og það hafa verið auknar út 2 lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. nú eru 17-17-17-21-21-21 lykkja á milli 2 miðju prjónamerkja). Prjónið nýjar lykkjur sem auknar voru út við miðju að framan inn í mynstur A.1. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka og aukið út um 1 lykkju innan við 2 miðju prjónamerkjum og fækkið um 1 lykkju á eftir A.2 og á undan A.3, í 4. hverri umferð alls 22-22-24-24-26-26 sinnum. Lykkjufjöldinn er sá sami í umferð. Á eftir síðustu úrtöku og útaukningu mælist stykkið ca 38-38-41-41-45-45 cm mælt meðfram hlið á stykki. Haldið áfram fram og til baka með áferð eins og áður og haldið áfram að fækka lykkjum á sama hátt (án þess að auka út um lykkjur við miðju að framan) í 4. hverri umferð 2 sinnum til viðbótar = 91-99-103-111-119-131 lykkjur. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm mælt meðfram hlið á stykki, prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 45-49-51-55-59-65 lykkjur í umferð, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri í miðju lykkju á stykki), prjónið síðustu 45-49-51-55-59-65 lykkjur í umferð = 92-100-104-112-120-132 lykkjur. Setjið síðustu 46-50-52-56-60-66 lykkjur séð frá réttu á band fyrir hægri öxl og prjónið vinstri öxl. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! VINSTRI ÖXL: = 46-50-52-56-60-66 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið mynstur eins og áður þar til 15 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri í hálsmáli), prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 11 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni (= að hálsi). Prjónið 1 umferð til baka frá röngu, uppslátturinn er prjónaður brugðið svo að það myndist gat. Endurtakið úrtöku fyrir hálsmáli í 4. hverri umferð alls 8-8-8-10-10-10 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 1 cm eru felldar af fyrstu 2-2-4-4-4-4 lykkjur í umferð frá réttu fyrir handveg. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 36-40-40-42-46-52 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka með mynstur og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá prjónamerki. Fellið af með sléttum lykkjum. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður meðfram hlið. HÆGRI ÖXL: = 46-50-52-56-60-66 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 13 lykkjur, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjur sem prjónaðar voru saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (nú hefur fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli), prjónið mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu, uppslátturinn er prjónaður brugðið svo að það myndist gat. Endurtakið úrtöku fyrir hálsmáli í 4. hverri umferð alls 8-8-8-10-10-10 sinnum, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 1 cm eru felldar af fyrstu 2-2-4-4-4-4 lykkjur í umferð frá röngu fyrir handveg. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 36-40-40-42-46-52 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka með mynstur og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm frá prjónamerki. Fellið af með sléttum lykkjum. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður meðfram hlið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 91-99-103-111-119-131 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki (merkir handveg). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 2-2-4-4-4-4 lykkjur fyrir handveg = 87-95-95-103-111-123 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm prjónið garðaprjón yfir miðju 19-19-19-23-23-23 lykkjur í umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni yfir þessar lykkjur eru felldar af miðju 15-15-15-19-19-19 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 36-40-40-42-46-52 lykkjur. Prjónið síðan 2 lykkjur að hálsi í garðaprjóni og þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm fellið af með sléttum lykkjum. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 47-51-53-57-59-63 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í 4.-4.-4.-2.-2.-2. hverri umferð alls 2-3-4-5-5-6 sinnum = 43-45-45-47-49-51 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 42-41-42-40-38-35 cm (styttri ermar í stærri stærðum vegna breiðari fram- og bakstykkis vídd). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við uppfitjunarkant á ermum og innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki niður þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi. Saumið saum undir ermum og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #zickzacksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.