Delphine Lees skrifaði:
Bonjour, comment savoir quelle taille tricoter sans schema ni aucune mesure de la largeur de l'ouvrage fini ?
03.11.2019 - 14:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lees, vous pouvez consulter un vêtement de ce même catalogue pour regarder les mesures et/ou calculer la circonférence du bas de l'ouvrage (tour des épaules) en fonction du nombre de mailles et de l'échantillon. Bon tricot!
04.11.2019 - 17:04
Cathy skrifaði:
I love the look! It's been a while since I've knitted, looking forward to It!
23.08.2019 - 12:38
DE OLIVEIRA COSTA skrifaði:
Bonjour, Puis-je avoir un croquis de ce modèle? Merci. Sinon, je ne comprends pas vraiment cette phrase : "Placer un fil marqueur au milieu dos. Pour éviter de commencer le tour au milieu des côtes mousse du devant, on commence maintenant les tours ici.".
17.04.2019 - 16:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Costa, nous n'avons pas de croquis pour ce modèle, suivez simplement les explications à la lettre. L'ouvrage se tricote en commençant par la capuche, on tricote d'abord en allers et retours, puis on va mettre un marqueur au milieu dos, couper le fil, glissez la première moitié des mailles sans les tricoter pour commencer au fil marqueur, tricotez à l'endroit jusqu'à ce qu'il reste 7 mailles, faites 1 jeté, tricotez les 7 m suivantes, montez 16 m (milieu devant = sous le menton), tricotez les 7 m suivantes (celles glissées sans les tricoter), 1 jeté et tricotez les mailles restantes = on tricote maintenant en rond. Bon tricot!
23.04.2019 - 11:21
Adriana Rubinstein skrifaði:
Cuello con capucha
21.12.2018 - 16:46
Angela skrifaði:
Molto carino
08.06.2018 - 12:34
Rosy skrifaði:
Un capuche bien chaude, très jolie.
05.06.2018 - 13:20
Loxley#loxleyhood |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð balaclava / hettuklútur með hálsskjóli úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 192-3 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1: Sláið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við miðju 30 lykkjurnar framan á hettuklútnum (= 28 lykkjur í garðaprjóni + 1 lykkja slétt hvoru megin við þessar lykkjur). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Síðan eru nýju lykkjurnar prjónaðar í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki (= 16 lykkjur fleiri í umferð) þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrsta prjónamerkinu, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert og eitt af prjónamerkjum sem eftir eru. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUKLÚTUR MEÐ HÁLSSKJÓLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður á hringprjón. Fyrst er prjónað fram og til baka, síðan eru fitjaðar upp lykkjur fyrir kraga við miðju að framan og prjónað er síðan í hring. HETTUKLÚTUR MEÐ HÁLSSKJÓLI: Fitjið upp 92 lykkjur á hringprjón 5 með Nepal í öllum stærðum. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 28 cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið frá. Setjið eitt prjónamerki mitt að aftan. Til þess að koma í veg fyrir að byrjun á umferð verði mitt í garðaprjóni að framan byrjar umferðin nú hér. Prjónið þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrstu 6 lykkjunum í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, fitjið upp 16 nýjar lykkjur á prjóninn (= miðja að framan), prjónið 6 lykkjurnar í garðaprjóni í hinni hliðinni á stykkinu, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Nú hefur verið aukið út um 2 lykkjur í umferð – sjá ÚTAUKNING-1. Haldið síðan svona áfram hringinn og prjónið garðaprjón yfir nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp við miðju að framan (= 28 lykkjur í garðaprjóni við miðu að framan), JAFNFRAMT heldur útaukningin svona áfram hvoru megin við garðaprjón í annarri hverri umferð 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 lykkjur fleiri hvoru megin við lykkjur í garðaprjóni) = 120 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið 12 umferðir í garðaprjóni yfir lykkjur við miðju að framan og allar útaukningar hafa verið gerðar er haldið áfram í sléttprjóni hringinn. Þegar stykkið mælist 3-4-2 cm frá síðasta garðaprjóninu sem var prjónað við miðju að framan eru sett 8 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= miðja að aftan), síðan eru næstu 7 prjónamerkin sett með 15 lykkju millibili. Í fyrstu umferð byrjar útaukning – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 5-4-4 cm millibili alls 4-5-6 sinnum = 184-200-216 lykkjur. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 51-53-55 cm. Prjónið garðaprjón í 5 cm. Fellið af. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Stykkið mælist ca 56-58-60 cm ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið hettuklútinn saman innan við uppfitjunarkantinn en passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #loxleyhood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.