Maria Do Carmo Cunha Costa skrifaði:
Vou experimentar!
11.08.2024 - 02:43
Mesnier skrifaði:
Bonjour, est ce que pour A.5c, entre les 5 brides on fait bien 8 mailles en l'air, puis 5 brides 8 mailles en l'air, etc... Merci
26.05.2024 - 11:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mesnier, on va effectivement avoir 8 mailles en l'air entre chaque groupe de 5 brides dans le même arceau (3 ml à la fin de A.5b/A.5c + 2 ml + 3 ml au début de A.5c/A.5d). Bon crochet!
27.05.2024 - 08:35
Mesnier skrifaði:
Je ne comprends toujours pas.....A.1b comprend 5 mailles puisque... 1 bride 2 mailles en l'air 1 bride 1 maille en l'air ? On ne peut pas faire 49 fois le motif ! ! !
22.05.2024 - 11:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mesnier, vous devez répéter 49 fois A.1b, soit 49 fois 4 mailles = 196 mailles au total; autrement dit, vous allez répéter au 1er rang 49 fois ( 1 bride, 2 ml, 1 bride, 1 ml); au dernier rang de A.1b vous aurez 49 fois 4 ms soit 196 mailles de nouveau. Bon crochet!
22.05.2024 - 13:50
Mesnier skrifaði:
Combien dois-je avoir de "trous trous" pour passer le lien pour la petite taille
22.05.2024 - 09:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mesnier, si vous parlez du nombre de jours de A.1b, vous en aurez 2 par motifs de A.1b autrement dit, 49 fois A.1b = 98 au total. Bon crochet!
22.05.2024 - 11:13
Mesnier skrifaði:
Quelle est le nombre de mailles après avoir terminer A.1b pour la petite taille ?
22.05.2024 - 09:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mesnier, le nombre de mailles reste le même qu'au début de A.1: 4 mailles pour chaque A.1 en largeur. Bon crochet!
22.05.2024 - 11:11
Mesnier skrifaði:
A.1b 1er rang sur 4 brides 2e rang 1 bride 2m en l'air 1 bride 1m en l'air = 5 3e rang 1m en l'air 1 bride 2 m en l'air 1 bride = 5 Etc.... je suis perdue
22.05.2024 - 04:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Mesnier, c'est bien ainsi que A.1b se crochète; si vos mailles en l'air sont aussi larges que ne l'est une bride (n'hésitez pas à essayer sur un échantillon), vous pouvez probablement ne crocheter qu'une seule maille en l'air entre chaque bride; ou bien simplement suivre le diagramme (notez bien que vous aurez alternativement 1 et 2 mailles en l'air entre chaque bride). Bon crochet!
22.05.2024 - 08:12
Veronique skrifaði:
Comment faire une ré hausse car je ne comprends pas les explications Merci de vos reponses
10.11.2023 - 09:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Véronique, la réhausse consiste en des rangs raccourcis que vous allez crocheter en rangs, à partir du milieu dos, en crochetant le nombre de mailles indiqué pour votre taille, alternativement sur l'endroit et sur l'envers, en crochetant 10 à 15 mailles en plus à la fin de chaque rang jusqu'à ce que vous ayez crocheté 140 à 240 mailles au total, le dernier rang est sur l'envers, tournez, crochetez sur l'endroit jusqu'au milieu dos, puis continuez en rond comme indiqué au paragraphe suivant. Bon crochet!
10.11.2023 - 11:28
Beth Noll skrifaði:
The chart for A.5 is wrong. The row that represents the 4th row of the charted pattern shows ch3 then ch2 then ch3 between the groupings of 5 DC (US terms) worked into the ch4 space of the previous row. This clearly should be ch3 SC in SC below (shown by symbol "X") then ch3. I've corrected the chart for my own use but can't find a way to attach it here for others to use.
21.08.2023 - 15:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Noll, on 4th row in A.5 you start with 1 chain (see 16th symbol), then crochet the sc in the stitch below the symbol (cross = see 7th symbol) and not between dc from previous rounds (this applyes only to sc from 8th symbol). Happy crocheting!
21.08.2023 - 15:21
Bianca skrifaði:
Hallo ich finde in der Anleitung A1 nicht und wenn ich nach der Anleitung gehen hab ich ja wenn ich A.1.a und A1.b beginne mit der Ringe hab ich keinen Luftmaschenbogen sondern in der Reihe davor die 2cm FM aber den Luftmaschenbogen bekomm ich ja nur durch stäbchen hin ? Verwirrt mich etwas und finde A1 nicht am Diagramm eingezeichnet
30.07.2023 - 15:23DROPS Design svaraði:
Liebe Bianca, die Reihe mit dem Sternchen im Diagram zeigt die Maschen von der vorrigen Reihe (auch wenn in A.1 Feste Maschen und keine Stäbchen sind), häkeln Sie ab der 2. Reihe im Diagram (die, die nach der mit dem Sternchen kommt). Viel Spaß beim häkeln!
31.07.2023 - 11:57
Cassy skrifaði:
Hallo ich hab mal ne Frage. In der Anleitung steht wenn man bei der hinten Mitte zugenommen hat, also nach dem 10 Runden 2 Stäbchen und 3 Runden 4 Stäbchen sind es insgesamt 28-28-28-32-32-32 zugenommen Stäbchen. Aber müsste da an Dritter Stelle nicht auch 32 Stäbchen sein ? Weil 10 mal 2 Stäbchen plus 3 mal 4 Stäbchen zunehmen sind ja 32 Stäbchen oder verstehe ich da was falsch?
15.07.2023 - 10:01DROPS Design svaraði:
Liebe Cassy, also ja im 4., 5. und 6. Grösse wird man insgesamt 32 Maschen bei der hinteren Mitte zunehmen: 2 Maschen 10 Mal + 4 Maschen 3 Mal. Welche Größe häkeln Sie?
27.07.2023 - 10:55
Beach Comfort#beachcomfortskirt |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaðar stuttbuxur með gatamynstri úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 190-25 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er fyrstu fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðul með 3 loftlykkjum. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar): Heklið þar til 1 stuðull er eftir á undan A.2, heklið 2 stuðla í næsta stuðul, heklið A.2 og 2 stuðla í næsta stuðul (= 2 stuðlar fleiri). Endurtakið í hinni hliðinni (= 4 stuðlar fleiri í umferð). ÚTAUKNING-2 (á við um miðju að aftan): Aukið út um 2 stuðla þannig: Hekli þar til 2 stuðlar eru eftir á undan prjónamerki, heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, 1 stuðul í hvern og einn af 2 næstu stuðlum (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa stuðla) og 2 stuðlar í næsta stuðul (= 2 stuðlar fleiri). Aukið út um 4 stuðla þannig: Heklið þar til 4 stuðlar eru efir á undan prjónamerki, heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul, 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa stuðla) og 2 stuðlar í næsta stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul (= 4 stuðlar fleiri). ÚTAUKNING-3: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. BUXUR: Heklið 244-274-299-329-369-404 loftlykkjur með DROPS Safran með heklunál 2,5 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= miðja að aftan). Fyrsta umferð er hekluð þannig: Heklið 1 loftlykkju (= 1 fastalykkja) – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 48-54-59-65-73-80 sinnum = 196-220-240-264-296-324 fastalykkjur. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist 2 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú í hring eftir mynsturteikningu A.1 þannig: Heklið A.1a (synir hvernig umferðin byrjar og endar og er hekluð sem viðbót við A.1b), heklið A.1b alls 49-55-60-66-74-81 sinnum á breidd. Haldið áfram þar til A.1a/b er lokið á hæðina. Heklið síðan buxurnar hærri að aftan en að framan, það er gert þannig: Heklið 10-11-12-13-14-15 fastalykkjur fram hjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 19-21-23-25-27-29 fastalykkjum, snúið og heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 29-31-35-38-41-44 lykkjum (einnig er heklað í keðjulykkjurnar). Haldið svona áfram með að hekla yfir 10-11-12-13-14-15 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til heklað hefur verið yfir alls 140-154-192-208-224-240 lykkjur. Snúið aftur við og heklið fram að prjónamerki við miðju að framan. Heklið nú í hring þannig: Heklið 1 stuðul í hverja af fyrstu 47-53-58-64-72-79 lykkjum (= hálft bakstykki), A.2 yfir næstu 5 fastalykkjur (= hlið), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 92-104-114-126-142-156 lykkjur (= framstykki), A.2 yfir næstu 5 fastalykkjur (= hlið), heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 47-53-58-64-72-79 lykkjum (= hálft bakstykki). Haldið svona áfram með mynstur (endurtakið síðan síðustu umferð í A.2) – JAFNFRAMT er auki út í hliðum og fyrir miðju að aftan þannig: HLIÐAR: Aukið út hvoru megin við A.1, í hvorri hlið þannig – lesið ÚTAUKNING-1! Aukið út svona í 3.-4.-4.-4.-4. hverri umferð alls 9-8-8-9-9-10 sinnum (= 36-32-32-36-36-40 stuðlar fleiri). MIÐJA AÐ AFTAN: Þegar stykkið mælist 15-16-17-19-20-22 cm (mælt við miðju að framan) aukið út við miðju að aftan – lesið ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 2 stuðlum við miðju að aftan í hverri umferð alls 4-8-10-10-10-10 sinnum, síðan er aukið út um 4 stuðla í hverri umferð alls 5-3-3-3-3-3 sinnum (= 28-28-28-32-32-32 stuðlar fleiri). Þegar öll útaukning hefur verið gerð eru 260-280-300-332-364-396 stuðlar í umferð. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm fyrir miðju að framan og 26-28-31-33-35-37 cm við miðju að aftan. Nú skiptist stykkið upp í skálmar þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja af fyrstu 5-5-6-6-6-7 stuðlum í umferð, snúið og heklið til baka yfir 10-10-12-12-12-14 fyrstu stuðla (þ.e.a.s. 5-5-6-6-6-7 stuðlar hvoru megin við prjónamerki við miðju að aftan). Þessir 10-10-12-12-12-14 stuðlar = op. Heklið stuðla fram og til baka yfir þessa stuðla í 10-11-12-13-14-15 cm, klippið frá. Saumið opið saman kant í kant við 10-10-12-12-12-14 lykkjur við miðju að framan. Heklið síðan aðra skálm. SKÁLM: Heklið 1 stuðul í hvern af 115-125-133-149-165-179 stuðlum í kringum aðra skálmina, að auki er heklað A.3 (= 7 stuðlar) yfir A.2 og það eru heklaðir 26-28-32-34-36-38 stuðlar meðfram opi = 148-160-172-190-208-224 stuðlar. Síðan eru heklaðar 2-2-3-3-4-4 umferðir með stuðlum – í síðustu umferð er aukið út um 8-8-8-2-8-4 stuðla jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-3 = 156-168-180-192-216-228 stuðla. Heklið nú í hringinn eftir mynstuteikningu A.4 þannig: Heklið A.4a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og er hekluð sem viðbót við A.4b/c) og A.4b alls 77-83-89-95-107-113 sinnum, A.1d. Haldið áfram þar til A.4a/b/c er lokið á hæðina = 156-168-180-192-216-228 stuðlar. Heklið nú í hring eftir mynsturteikningu A.5 þannig: Heklið A.5a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og er hekluð sem viðbót við A.5b/c/d) A.5b, A.5c alls 12-13-14-15-17-18 sinnum og A.5d. Haldið áfram þar til A.5a/b/c/d er lokið á hæðina. Klippið frá og festið enda. Heklið hina skálmina á sama hátt. SNÚRA: Heklið 120-140-150-160-170-180 cm með LAUSUM loftlykkjum, snúið og heklið til baka 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju. Þræðið snúruna inn i miðju gataumferð efst á buxum – byrjið við miðju að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beachcomfortskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.