Meet Me in Provence Cardigan#meetmeinprovencecardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð peysa með gatamynstri og röndum, hekluð ofan frá og niður úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-32 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (koma ekki í stað fyrsta stuðuls). Þegar ermar eru heklaðar í hring byrjar og endar hver umferð í A.1 þannig: Umferð 1 og 2 í A.1 byrjar með 3 loftlykkjum (koma ekki í stað fyrsta stuðul) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Umferð 3 og 4 í A.1 byrjar með 3 loftlykkjum (koma ekki í stað fyrsta stuðul) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. RENDUR: Í fyrstu 3 endurtekningunum á mynsturteikningu á hæðina eru 1. og 2. umferð hekluð með litnum hvítur, aðrar umferðir eru heklaðar með litnum ljós bláfjólublár – lesið LITASKIPTI. Heklið síðan þær endurtekningar sem eftir eru af A.1 með litnum ljós bláfjólublár. LITASKIPTI: Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta stuðul með fyrri litnum, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið þráðinn í gegn, heklið síðan áfram. ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem auka/fækka á yfir (t.d. 24 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 3) = 8. Ef auka á út jafnt yfir í þessu dæmi þá eru heklaðir 2 stuðlar í 8. hvern stuðul. Ef fækka á lykkjum jafnt yfir í þessu dæmi eru 7. og 8. hver stuðull heklaður saman. Fækkað er um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í/um næsta stuðul/lykkju, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í/um næsta stuðul/lykkju, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er heklað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru heklaðar í hring. Kantur að framan og kantur í hálsmáli er heklað fram og til baka í lokin. BERUSTYKKI: Heklið 144-154-158-168-168-175 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 3,5 með litnum ljós bláfjólublár. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar) – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, 1 stuðull í hverja af næstu 0-3-0-3-3-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, heklið frá *-* = 122-131-134-143-143-149 stuðlar. Heklið næstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 18-21-21-24-24-24 stuðlum, * heklið 2 stuðla í næsta stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul *, heklið frá *-* yfir næstu 22 stuðla (= 11 stuðlar fleiri), 1 stuðull í hvern af næstu 42-45-48-51-51-57 stuðlum, heklið frá *-* yfir næstu 22 stuðla (= 11 stuðlar fleiri), 1 stuðull í hvern af síðustu 18-21-21-24-24-24 stuðlum = 144-153-156-165-165-171 stuðlar. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig – lesið RENDUR: Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, A.1 yfir 21-24-24-27-27-27 stuðla (= 7-8-8-9-9-9 mynstureiningar með 3 stuðlum) (= vinstra framstykki), A.2 (= 2 stuðlar), A.1 yfir 12 stuðla (= 4 mynstureiningar), A.3 yfir 1 stuðul, A.1 yfir 12 stuðlar (= 4 mynstureiningar). A.2 yfir 2 stuðla (= vinstri ermi), A.1 yfir 42-45-48-51-51-57 stuðla (= 14-15-16-17-17-19 mynstureiningar) (= bakstykki), A.2 yfir 2 stuðla, A.1 yfir 12 stuðla (= 4 mynstureiningar), A.3 yfir 1 stuðul, A.1 yfir 12 stuðla (= 4 mynstureiningar), A.2 yfir 2 stuðla (= hægri ermi), endið með A.1 yfir 21-24-24-27-27-27 stuðla (= 7-8-8-9-9-9 mynstureiningar) og 1 stuðull í síðasta stuðul (= hægra framstykki). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Í síðustu umferð í A.1 til A.3 er aukið út um 0-0-3-3-3-0 stuðla jafnt yfir hvort framstykki – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA og 0-0-6-0-12-3 stuðlar jafnt yfir bakstykki (= 0-0-12-6-18-3 stuðlar fleiri alls). Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 202-211-226-229-241-232 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 5 cm. Haldið nú áfram að hekla 1 stuðul í fyrsta og síðasta stuðul og A.1 eins og áður. Mynsturteikning A.2 er endurtekin yfir 2 miðju stuðlana í hverri einingu af A.2 A.2 0-0-1-1-2-3 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. A.2 hefur verið heklað alls 1-1-2-2-3-4 sinnum á hæðina), yfir þær lykkjur sem eru eftir er heklað A.1 (þ.e.a.s. heklaðar eru 2 mynstureiningar af A.1 yfir hvert A.3 á ermum og heklaðar eru 2 mynstureiningar af A.1 hvoru megin við hvert A.2). Þegar A.2 er lokið eru 202-211-274-277-337-376 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 5-5-8-8-12-15 cm. Nú er heklað A.4 yfir miðju 2 stuðla í hverri einingu af A.2 alls 2-3-2-3-2-2 sinnum á hæðina, aðrar lykkjur eru heklaðar í A.1. Þ.e.a.s. yfir hvert mynstur A.2 er heklað þannig: Heklið 2 mynstureiningar af A.1 (= 6 stuðlar), A.4 (= 2 stuðlar) og 2 mynstureiningar af A.1 (= 6 stuðlar). Í hvert skipti sem A.4 er endurtekið eru heklaðar 16 mynstureiningar fleiri af A.1. Þegar A.4 er lokið eru 250-283-322-349-385-424 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 12-15-15-18-19-22 cm. Heklið nú A.5 yfir miðju 2 stuðlana á hverri mynstureiningu af A.4 alls 1 sinni á hæðina, aðrar lykkjur eru heklaðar í A.1. Þ.e.a.s. yfir hvert mynstur A.4 er heklað þannig: Heklið 1 mynstureiningu af A.1 (= 3 lykkjur), A.5 (= 2 lykkjur) og 1 mynstureining af A.1 (= 3 lykkjur). Þegar A.5 er lokið eru 278-311-350-377-413-452 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 15-18-18-21-22-25 cm. Heklið nú 1 stuðul í fyrsta og síðasta stuðul og A.1 yfir þær lykkjur sem eftir eru (= 92-103-116-125-137-150 mynstureiningar af A.1) þar til stykkið mælist 17-19-20-22-24-26 cm. Nú skiptist fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið nú 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið mynstur eins og áður yfir næstu 39-45-48-54-60-66 lykkjur (= 13-15-16-18-20-22 mynstureiningar af A.1 = framstykki), hoppið yfir næstu 57-66-75-81-84-90 stuðla (= 19-22-25-27-28-30 Mynstureiningar af A.1 = ermi), heklið 12 loftlykkjur undir ermi, heklið mynstur eins og áður yfir næstu 84-87-102-105-123-138 lykkjur (= 28-29-34-35-41-46 mynstureiningar af A.1 = bakstykki), hoppið yfir næstu 57-66-75-81-84-90 stuðla (= 19-22-25-27-28-30 mynstureiningar af A.1 = ermi), heklið 12 loftlykkjur undir ermi, heklið mynstur eins og áður yfir næstu 39-45-48-54-60-66 lykkjur (= 13-15-16-18-20-22 mynstureiningar af A.1 = framstykki), endið með 1 stuðul í síðasta stuðul. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-203-224-239-269-296 lykkjur. Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið A.1 eins og áður þar til eftir er 1 stuðull (62-67-74-79-89-98 mynstureiningar), endið með 1 stuðul í síðasta stuðul. Þegar stykkið mælist 1 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum er fækkað um stuðla jafnt yfir í hvert skipti sem A.1 er endurtekið á hæðina, fækkað er í 3. umferð í A.1 þannig: Fækkið um 6 stuðla alls 3-3-3-2-2-2 sinnum og 3 stuðla alls 0-0-1-0-1-1 sinnum = 170-185-203-227-254-281 lykkjur. A.1 er nú endurtekið 56-61-67-75-84-93 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist 14 cm frá þar sem ermar skiptust frá fram- og bakstykki er aukið út í 3. hverri umferð í A.1 þannig: Aukið út um 15 stuðla jafnt yfir alls 0-0-1-1-0-0 sinnum, aukið út um 9 stuðla jafnt yfir alls 3-3-3-2-4-3 sinnum, aukið út um 6 stuðla jafnt yfir alls 1-1-0-1-0-1 sinni = 203-218-245-266-290-314 lykkjur. Útauknar lykkjur eru heklaðar í A.1. Mynsturteikning A.1 er endurtekin alls 67-72-81-88-96-104 sinnum á breidd. Heklið A.1 þar til stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum (= 51-53-55-57-59-61 cm frá kanti í hálsi) – endið eftir 1 umferð með stuðlum. Klippið frá og festið enda. ERMI: Ermin er hekluð í hring, ofan frá og niður. Byrjið á að hekla mitt undir ermi þannig: Heklið 1 fastalykkju í 7. loftlykkju af þeim 12 loftlykkjum sem heklaðar voru undir ermi á fram- og bakstykki, heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) í hverja og eina af 5 næstu loftlykkjum, heklið A.1 eins og áður yfir 57-66-75-81-84-90 lykkjur, endið með 1 stuðul í hverja af 6 loftlykkjum undir ermi = 69-78-87-93-96-102 lykkjur. Haldið áfram með A.1 hringinn (= 23-26-29-31-32-34 sinnum á breidd). Þegar ermin mælist 1 cm er fækkað um stuðla jafnt yfir í hvert skipti sem A.1 er endurtekið á hæðina, fækkið í 3. umferð í A.1 þannig: Fækkið um 6 stuðla alls 0-1-3-5-6-6 sinnum og 3 stuðla alls 5-6-4-2-0-0 sinnum = 54-54-57-57-60-66 stuðlar. Mynsturteikning A.1 er endurtekin alls 18-18-19-19-20-22 sinnum á breidd. Heklið A.1 þar til stykkið mælist 38-36-35-34-32-30 cm frá þar sem ermin skiptist á fram- og bakstykki. Stillið af að síðasta umferðin sé 1 umferð einungis með stuðlum. Heklið síðan kant í kringum ermi þannig: Heklið 1 loftlykkju, * 1 fastalykkja í fyrsta/næsta stuðul, 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* í kringum alla ermina og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR AÐ FRAMAN: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið frá réttu með litnum ljós bláfjólublár þannig: Heklið 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju, 1 fastalykkju um sömu lykkju, * 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu lykkju *, heklið frá *-* niður yfir allan kantinn á peysunni, endið með 1 fastalykkju í síðasta stuðul. Heklið síðan ca 112 til 134 stuðla um loftlykkjubogana jafnt yfir (passið uppá að kantur að framan verði ekki stífur eða víkki stykkið). Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til kantur að framan mælist 3 cm (= ca 4 umferðir). Klippið frá og festið enda. Heklið hinn kantinn að framan alveg eins. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið fram og til baka yfir loftlykkjuumferð í hálsmáli með litnum ljós bláfjólublár þannig: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Byrjið yfir kant að framan, festið enda við stykkið með 1 keðjulykkju í fyrstu kantlykkju að framan, heklið 2 hálfa stuðla (fyrsti hálfi stuðull í umferð er skipt út fyrir 2 loftlykkjur) um hverja stuðlaumferð yfir kant að framan, heklið 1 hálfan stuðul á milli hverra stuðla yfir loftlykkjuumferð í hálsi = ca 138-147-150-158-158-165 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í hvern hálfan stuðul (fyrstu fastalykkju í umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju) = ca 138-147-150-158-158-165 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki þannig: Saumið fyrstu tölu ca 1½-2 cm niður frá kanti í hálsmáli, saumið síðan 6-6-6-7-7-7 tölur sem eftir eru í með ca 8-9 cm millibili. Tölum er hneppt í gegnum stuðla í hægri kanti að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #meetmeinprovencecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.