Marianne skrifaði:
Hei! Jeg har begynt på skaftet med 21 masker, men jeg kan ikke forstå at denne blir lang nok til å gå rundt ankelen?
31.12.2020 - 09:51DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, du strikker de 21 masker frem og tilbage ifølge diagrammet til det når rundt om benet (mål 38-39-41 cm) God fornøjelse!
07.01.2021 - 15:06
Rhonda Harris skrifaði:
Could you send me this pattern in simple English. I want to make these but I do not understand this pattern at all.
26.09.2019 - 17:33
Jo Rowley skrifaði:
Hi can these boots be knitted on straight needles as I am not used to using pointed needles
24.06.2019 - 19:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Rowley, you will find how to adapt a pattern into straight needle here - for any further individual assistance please contact your store, even per mail or telephone. Happy knitting!
25.06.2019 - 08:29
Angie Reed skrifaði:
I'd like to try and knit from the pattern but I don't understand one of the simbles. On the middle four squares, and others, there is a sort of elongated circle. Can you let me know what this stands for please
04.04.2019 - 17:47DROPS Design svaraði:
Dear Angie, this symbol means that you should make 1 yarn over between 2 stitches. Happy knitting!
04.04.2019 - 19:21
Martina skrifaði:
Si possono realizzare anche con i ferri dritti?
16.11.2018 - 13:50DROPS Design svaraði:
Buonasera Martina, le pantofole sono lavorate in piano, per cui può utilizzare anche i ferri dritti. Buon lavoro!
16.11.2018 - 17:52Rosa Fonseca skrifaði:
Gracias por la explicación. Se ve fácil de tejer!!
24.06.2018 - 03:56
Fia#fiaslippers |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaðar tátiljur með gatamynstri og garðaprjóni úr DROPS Snow. Stærð 35-43.
DROPS 189-33 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring og fram og til baka á sokkaprjóna, ofan frá og niður frá miðju á tátilju. Fyrst er prjónað smá stroff í hring, síðan er miðju stykkið prjónað fram og til baka (= ofan á fæti). Síðan eru teknar upp lykkjur hvoru megin við miðju stykki og prjónað er í hring yfir allar lykkjur niður að miðju undir fæti. Stykkið er saumað saman við miðju undir fæti. LÍTIÐ STROFF: Fitjið upp 36-38-40 lykkjur á sokkaprjón 6 með Snow. Prjónið GARÐAPRJÓN (hring) – sjá útskýringu að ofan í 4 cm, endið eftir 1 umferð brugðið. Setjið 1 prjónamerki eftir 23.-25.-26. lykkju (= miðja að aftan). FÓTUR: Haldið nú eftir fyrstu 9-11-11 lykkjum í umferð á prjóni. Þær 27-27-29 lykkjur sem eftir eru, eru settar á þráð. Haldið áfram í GARÐAPRJÓN (fram og til baka) – sjá útskýringu að ofan og fitjið jafnframt upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið í fyrstu umferð = 11-13-13 lykkjur á prjóni (kantlykkjur eru prjónaðar slétt bæði frá réttu og frá röngu). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar miðju stykki mælist ca 7-8½-10 cm fellið af 1 kantlykkju í hvorri hlið = 9-11-11 lykkjur. Klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 13-13-14 lykkjur af þræði, prjónið upp 12-14-16 lykkjur meðfram hlið á miðjustykki (prjónið upp innan við 1 kantlykkju), prjónið sléttar lykkjur yfir 9-11-11 lykkjur frá miðjustykki, prjónið upp 12-14-16 lykkjur meðfram annarri hlið á miðjustykki og prjónið sléttar lykkjur yfir 14-14-15 lykkjur sem eftir eru á þræði = 60-66-72 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki mitt framan á tátilju. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2 cm (stillið af að næsta umferð sé slétt umferð) prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við hvort prjónamerki í annarri hverri umferð (= 4 lykkjur færri í hverri umferð). Haldið áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 5-5-6 cm – fellið síðan af með sléttum lykkjum. Saumið saum undir fæti í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. LAUST STROFF PRJÓNAÐ FRÁ HLIÐ: Fitjið upp 21 lykkju í öllum stærðum á sokkaprjón 6 með Snow. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan A.1 (= 21 lykkjur). Prjónið svona mynstur þar til stykkið mælist ca 38-39-41 cm – stillið af eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir garðaprjón – JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur í fyrstu umferð í garðaprjóni = 19 lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Leggið uppfitjunarkantinn yfir affellingarkantinn á lausa stroffinu og saumið tvær tölur til skrauts í gegnum bæði lögin. Saumið síðan stroffið niður í uppfitjunarkantinn á litla stroffinu, tölurnar koma þá til með að vera á ytri hlið á tátilju. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. Þegar lausa stroffið er fest, passið uppá að hlið með tölum verði í gagnstæðri hlið miðað við hina tátiljuna. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fiaslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.