Joan skrifaði:
This is a must-keep, must-have.
18.01.2017 - 17:14
Ans skrifaði:
Me encanta! Lo haré en cuanto encuentre cómo entrar en el patrón...
18.01.2017 - 09:24
Paula skrifaði:
Will watch for this pattern! Very pretty and I will definitely make it. Cute crochet sweater for Spring!
17.01.2017 - 21:31
Regina skrifaði:
Schickes Häkelteil. Ausserdem arbeite ich gerne mit Cotton Merino.
29.12.2016 - 23:40
Vicky Williams skrifaði:
Love this jumper design! I will make myself make my first garment from crochet, if it is included!!
16.12.2016 - 15:33
Carina Norderäng skrifaði:
Så snygg! Lagom sommarluftig och perfekt längd på ärmarna.
15.12.2016 - 15:58
Lauren McRoberts skrifaði:
Love this one, but no more votes. Please include!
14.12.2016 - 15:58
Sahara#saharasweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með gatamynstri, hekluð ofan frá og niður úr DROPS Cotton Merino. Stærð S - XXXL.
DROPS 176-18 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Á við þegar stykkið er heklað fram og til baka. Í hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðlinum skipt út fyrir 3 loftlykkjur. ÚTAUKNING: Aukið út 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í 1 stuðul/fastalykkja. ÚRTAKA: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið síðan næsta stuðul og dragið síðan þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 stuðul. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. A.6 útskýrir hvernig mynstrið byrjar og endar þegar heklað er í hring. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður frá miðju að aftan. BERUSTYKKI: Heklið 156-156-166-171-176-186 loftlykkjur með heklunál 4 með Cotton Merino og tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið næstu umferð þannig: 1 stuðull í 4. loftlykkju (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af 2 næstu loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* = 124-124-132-136-140-148 stuðlar (= rétta). Heklið síðan stykkið fram og til baka. Hver umferð er hekluð saman í lok umferðar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Snúið stykkinu. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Setjið 12 prjónamerki í stykkið frá röngu þannig: Heklið 15-15-17-18-19-21 stuðlar JAFNFRAMT eru auknir út 1-5-3-3-4-2 st jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING, setjið fyrsta prjónamerki, * heklið 4 stuðla, setjið næsta prjónamerki *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 16 stuðla, setjið næsta prjónamerki, * heklið 4 stuðla, setjið næsta prjónamerki *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 30-30-34-36-38-42 stuðla JAFNFRAMT er aukið út um 2-10-6-6-8-4 st jafnt yfir, setjið næsta prjónamerki, * heklið 4 stuðla, setjið næsta prjónamerki *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 16 stuðla, setjið næsta prjónamerki, * heklið 4 stuðla, setjið næsta prjónamerki *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 15-15-17-18-19-21 st JAFNFRAMT er aukið út um 1-5-3-3-4-2 st jafnt yfir = 128-144-144-148-156-156 stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Snúið stykkinu. Í næstu umferð frá réttu er aukið út þannig: Aukið út 1 stuðul hvoru megin við hvert prjónamerki (= 24 st fleiri), endurtakið útaukningu í hverri umferð frá réttu alls 3-3-4-6-7-9 sinnum, síðan er aukið út á undan hverju prjónamerki (= 12 st fleiri), endurtakið útaukningu í hverri umferð frá réttu alls 4-4-4-2-2-0 sinnum = 248-264-288-316-348-372 stuðlar. Stykkið mælist nú nu ca 17-17-19-19-21-21 cm. Í næstu umferð er heklað þannig: 35-38-42-47-53-57 st (= hálft bakstykki), 8 loftlykkjur (handvegur), hoppið yfir 54-56-60-64-68-72 stuðla frá fyrri umferð (á að nota síðar fyrir ermi), 70-76-84-94-106-114 stuðlar JAFNFRAMT er aukið út um 1-1-3-1-1-3 stuðla jafnt yfir (framstykki), 8 loftlykkjur (handvegur), hoppið yfir 54-56-60-64-68-72 stuðlar frá fyrri umferð (á að nota síðar fyrir ermi) og 35-38-42-47-53-57 stuðlar (= hálft bakstykki) = 157-169-187-205-229-247 stuðlar/loftlykkjur. Stykkið er nú heklað í hring án þess að snúið sé við. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið síðan fyrstu 2 umferðirnar í A.x (A.1/A.2) þannig – sjá A.6 hvernig umferðin byrjar og endar: A.1 alls 25-27-30-33-37-40 sinnum á breidd, endið með A.2. Heklið 3. umferð í A.x (= stuðlaumferð) og aukið út 18 stuðla jafnt yfir = 175-187-205-223-247-265 stuðlar. Heklið síðan fyrstu 3 umferðirnar í A.y, en A.1 er heklað nú 28-30-33-36-40-43 sinnum á breidd. Heklið 4. umferð í A.y (= stuðlaumferð) og aukið út 18 stuðla jafnt yfir = 193-205-223-241-265-283 stuðlar. Heklið nú fyrstu 2 umferðirnar í A.z. Endurtakið síðan 2 næstu umferðirnar í A.z þar til stykkið mælist ca 25-28-30-30-33-33 cm – stillið af eftir síðustu af 2 umferðum. Heklið síðan 2 síðustu umferðirnar í A.z – JAFNFRAMT í síðustu umferð (= stuðlaumferð) er aukið út um 6 stuðla jafnt yfir = 199-211-229-247-271-289 stuðlar. Heklið síðan fyrstu 3 umferðirnar í A.y, en A.1 er nú heklað 32-34-37-40-44-47 sinnum á breidd. Heklið 4. umferð í A.y (= stuðlaumferð) og aukið út 6-6-12-6-6-12 st jafnt yfir = 205-217-241-253-277-301 stuðlar. Heklið síðan næstu 5 umferðirnar þannig: A.3, A.4 alls 16-17-19-20-22-24 sinnum á breidd, endið með A.5. Heklið síðan A.y þannig: A.1 alls 33-35-39-41-45-49 sinnum á breidd, endið með A.2. Heklið síðustu umferðina í A.3-A.5 þannig: A.3, A.4 alls 16-17-19-20-22-24 sinnum á breidd, endið með A.5. Klippið frá og festið enda. ERMI: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Ermin er hekluð í hring ofan frá og niður – sjá A.6 hvernig umferðin byrjar og endar. Byrjið að hekla mitt undir ermi þannig: heklið 1 fastalykkju í 5. loftlykkju á þeim 8 loftlykkjum sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki. Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull). Heklið síðan 1 stuðul í hverja og eina af næstu 3 loftlykkjum. Heklið síðan 1 stuðul í hvern stuðul yfir ermi JAFNFRAMT er fækkað um 1-3-1-5-3-1 st jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA, áður en heklaður er 1 stuðull í hverja og eina af 4 loftlykkjum sem eftir eru undir ermi = 61-61-67-67-73-79 stuðlar. Heklið síðan fyrstu 2 umferðir í A.x. þannig: A.1 alls 9-9-10-10-11-12 sinnum á breidd, endið með A.2. Heklið 3. umferðir í A.x (= stuðlaumferð) og fækkið um 6 stuðla jafnt yfir = 55-55-61-61-67-73 stuðlar. Heklið síðan A.y 1 sinni á hæðina, en A.1 er nú heklað 8-8-9-9-10-11 sinnum á breidd. Heklið nú fyrstu 2 umferðirnar í A.z (A.1/A.2). Endurtakið síðan 2 næstu umferðir í A.z þar til stykkið mælist ca 25-25-25-25-25-25 cm – stillið af eftir síðustu umferð á þessum 2 umferðum. Heklið síðan 2 síðustu umferðirnar í A.z – JAFNFRAMT í síðustu umferð (= stuðlaumferð) er fækkað um 6-6-6-6-6-6 st jafnt yfir = 49-49-55-55-61-67 stuðlar. Heklið síðan A.y, en A.1 er nú heklað 7-7-8-8-9-10 sinnum á breidd. Heklið síðustu umferð í A.3 og A.5 þannig: A.3 alls 7-7-8-8-9-10 sinnum á breidd, endið með A.5. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 33-33-33-33-33-33 cm. Heklið hina ermina á sama hátt. HÁLSMÁL: Heklið kant í kringum hálsmál, notið heklunál 4 og Cotton Merino. Byrjið við miðju að aftan frá réttu, heklið stuðla í loftlykkjurnar þar sem heklaðir voru stuðlar (þ.e.a.s. heklið ekki í loftlykkjurnar sem hoppað var yfir) = 124-124-132-136-140-148 stuðlar – JAFNFRAMT er fækkað um 27-27-29-33-31-33 stuðla jafnt yfir þessa stuðla = 97-97-103-103-109-115 stuðlar. Heklið nú síðustu umferðina í A.3 og A.5 þannig: Heklið A.3 alls 15-15-16-16-17-18 sinnum á breidd, endið með A.5. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #saharasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 176-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.