Carol Conklin skrifaði:
The problem with Forest Ward is that I have several skeins of Big Delight that I was hoping to use for my grandson with size 14 feet.
25.09.2020 - 17:06DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Conklin, you can replace 1 thread Eskimo with 2 threads Big Delight - use our yarn converter and read more about alternatives here. Happy knitting!
28.09.2020 - 07:44
Carol Conklin skrifaði:
I forgot to ask you about the instruction to bind off 4 stitches at each end of a row. Does that mean bind off 4 stitches at the beginning of the next two rows?
24.09.2020 - 22:52DROPS Design svaraði:
Hi Carol, You can either bind off at the end of 2 rows or at the beginning of 2 rows, whichever you find easiest. Happy crafting!
25.09.2020 - 07:06
Carol Conklin skrifaði:
I am making felted slippers for my grandchildren for Christmas (3 girls and 4 boys). I like this pattern better than Winter Comfy because it felts up thicker and I like the more pointed toe. I generally leave off the picot edging. My problem is that one of my grandsons wears a size 14 shoe -- which is approximately 12". Do you have a pattern like May I or Winter Comfy in the larger size? Or can on of these patterns be adjusted to fit him?
24.09.2020 - 22:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Conklin, could Forest Ward be the one you are looking for? These felting slippers are forsize 14 included. Happy knitting!
25.09.2020 - 09:14
May I?#mayislippers |
|
|
|
|
Prjónuð og þæfð tátilja með picotkanti úr DROPS Alaska. Stærð 35-44.
DROPS 178-6 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING 1: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merki. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkið er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING 2: Aukið út frá réttu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri, svo ekki myndist gat. PICOTKANTUR: Prjónið fram og til baka yfir 4 fyrstu og 4 síðustu lykkjur í umferð. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 2 sinnum uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur í hvora af síðustu 2 lykkjum = 2 nýjar lykkjur á prjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur um 2 lykkjur. Prjónið 3 lykkjur slétt (sleppið niður öðrum uppslættinum, einungis er prjónað í annan uppsláttinn = þetta er gert til að fá stærri göt). Prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 2 sinnum uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur í hvora af síðustu 2 lykkjum = 2 nýjar lykkjur á prjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Lyftið fyrstu lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur um 2 lykkjur. Prjónið 3 lykkjur slétt, (sleppið niður öðrum uppslættinum, einungis er prjónað í annan uppsláttinn = til að fá stærri göt). Prjónið sléttar lykkjur út umferðina. UMFERÐ 4-8: Prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 4 lykkjur slétt. Endurtakið umferð 1-8. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring á sokkaprjóna frá tá, síðan er prjónað fram og til baka á hringprjóna. TÁTILJA: Fitjið upp 10-11-12 lykkjur á sokkaprjóna 5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 10-10-11 lykkjur jafnt yfir = 20-21-23 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð eru sett 2 merki: Prjónið 5-5-6 lykkjur, setjið 1 merki, prjónið 10-11-11 lykkjur, setjið 1 merki og prjónið síðustu 5-5-6 lykkjur. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT í 5. umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði merkin (= 4 fleiri lykkjur í hvert skipti) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING 1! Endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð 6 sinnum til viðbótar = 48-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 14-16-18 cm fellið af fyrstu og síðustu 4 lykkjur í umferð = 40-41-43 lykkjur. Prjónið síðan fram og til baka. Haldið áfram í sléttprjóni, en nú er prjónaður picotkantur yfir fyrstu og síðustu 4 lykkjur í umferð, lesið PICOTKANTUR. Þegar stykkið mælist 15-17-19 cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 4 lykkjur picotkant í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING 2! Aukið út með 6-7-8 cm millibili alls 3 sinnum = 46-47-49 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-42-47 cm fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið þráðinn í gegnum uppfitjunarlykkjurnar á tá og herðið að. Saumið tátiljuna saman við miðju að aftan kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. ÞÆFING: Verkið má þæfa í þvottavél eða þurrkara – lesið útskýringarnar hér að neðan. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og hver önnur ullarflík Í ÞVOTTAVÉL: Þvottavélar þæfa mismunandi. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt GERIÐ ÞANNIG: Settu stykkið í þvottavélina, notaðu þvottakerfi sem tekur um 40 mínútur (ekki ullarþvottakerfi). Þvoðu við 40°C án forþvottar - sápa er valfrjáls. Eftir þvott skaltu móta stykkið á meðan það er enn blautt. Í ÞURRKARA: Að þæfa stykki í þurrkara gefur góða stjórn á því hversu mikið stykkið þæfist. Hægt er að opna þurrkarann á meðan á ferlinu stendur til að athuga stærð verksins. Ef stykkið hefur þæfst of lítið skaltu bleyta það og prófa að þæfa það aftur. Ef stykkið hefur þæfst of mikið skaltu teygja stykkið í rétta stærð á meðan það er enn blautt. GERIÐ ÞANNIG: Leggið stykkið allt í bleyti í vatn. Setjið stykkið síðan í þurrkara og byrjið að þurrka. Þurrkið þar til stykkið er í þeirri stærð sem óskað er eftir - athugið á meðan á ferlinu stendur. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mayislippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.