Cat skrifaði:
Bonjour Au 3eme tour, je fais bien comme indiqué sur les 20 brides du 2ème tour , j'arrive à 32 mailles même en recommençant plusieurs fois. N'y aurait-il pas une erreur ? Merci
10.08.2025 - 14:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Cat, au 2ème tour, vous avez doublé toutes les brides, au 3ème tour, vous doublez 1 bride sur 2 (1 augmentation, 1 bride) x 10 = vous augmentez 10 bridez et obtenez ainsi 30 brides. Bon crochet!
11.08.2025 - 08:11
Bjørg Bruland skrifaði:
Hei, og takk for mange flotte oppskrifter. Jeg lurer på om omgang 14 i denne oppskriften kan være riktig? Jeg kommer til at den avviker helt fra de foregående omgangene, og jeg kommer helt ut av maskeantallet. På forhånd takk for svar Med vennlig hilsen Bjørg Bruland
05.09.2022 - 22:21DROPS Design svaraði:
Hej, jeg tror du har ret :) du tager 2 masker ud for hver gang du hækler 10 masker, og det gør du ialt 13 gange - 130 + 26 = 156 masker (ikke 152) da vil diagrammet gå op med 4 masker :)
06.09.2022 - 14:52
Tone Lier skrifaði:
Hei! Jeg har begynt å hekle Bon voyage (bag) i dag, men da jeg skulle begynne på diagram A1 og A2 fant jeg dem ikke igjen i oppskriften. Jeg så dem på morgenen i dag, men nå klarer jeg ikke å finne dem. Kan dere hjelpe meg? Jeg finner bare heklebeskrivelsen på bunnen, men ikke videre oppover på bagen.
13.02.2018 - 20:58DROPS Design svaraði:
Hei Tone. Diagram A.1 og A.2 (som hekles etter bunnen) ligger nederst på oppskriften. Om du har et nettverk som går treigt, kan det ta litt tid å laste det ned hos deg. Men det mangler ingenting her hos oss. God Fornøyelse!
14.02.2018 - 13:37
Bon Voyage |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Hekluð taska/net með gatamynstri úr DROPS Muskat.
DROPS Extra 0-1298 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun hverrar umf með fl er hekluð 1 ll (kemur ekki í stað fyrstu fl). Umferðin endar með 1 kl í ll í byrjun umf. Í byrjun hverrar umf með st eru heklaðar 3 ll (kemur ekki í stað fyrsta st. Umferðin endar með 1 kl í 3. ll í byrjun umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TASKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá botni og upp. TASKA: Heklið 3 ll með heklunál nr 4 með litnum ljós bláfjólublár DROPS Muskat og tengið saman í 1 hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 10 st um hringinn. UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st umf hringinn = 20 st. UMFERÐ 3: Heklið * 2 st í fyrsta/næsta st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 st. UMFERÐ 4: Heklið * 2 st í fyrsta/næsta st, 1 st í hvorn af næstu 2 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 40 st. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 5: Heklið * 2 fl í fyrsta/næsta st, 1 fl í hvern af næstu 3 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 50 fl. UMFERÐ 6: Heklið * 2 fl í fyrstu/næstu fl, 1 fl í hverj af næstu 4 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 60 fl. UMFERÐ 7: Heklið * 2 st í fyrstu/næstu fl, 1 st í hverja af næstu 5 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 70 st. UMFERÐ 8: Heklið * 2 fl í fyrsta/næsta st, 1 fl í hvern af næstu 6 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 80 fl. UMFERÐ 9: Heklið * 2 fl í fyrstu/næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 7 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 90 fl. UMFERÐ 10: Heklið * 2 st í fyrstu/næstu fl, 1 st í hverja af næstu 8 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 100 st. UMFERÐ 11: Heklið * 2 fl í fyrsta/næsta st, 1 fl í hvern af næstu 9 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 110 fl. UMFERÐ 12: Heklið * 2 fl í fyrstu/næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 10 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 120 fl. UMFERÐ 13: Heklið * 2 st í fyrstu/næstu fl, 1 st í hverja af næstu 11 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 130 st. UMFERÐ 14: Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 3 st, * 2 st í næsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 5 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 152 st. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 – Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR! Endurtakið 3 umf þar til stykkið mælist ca 29 cm – stillið af eftir síðustu umf í A.1. Heklið síðan A.2 yfir A.1. Þegar A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina er klippt frá og endi festur. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 6 þræði ca 4 metra með litnum vanillugulur. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Gerið aðra snúru á sama hátt. Byrjið í annarri hliðinni á töskunni og þræðið inn aðra snúruna upp og niður í gegnum síðustu umf með gati (hoppið yfir 1 st-hóp í hvert skipti). Hnýtið saman endana í einn stóran hnút – sjá mynd og strikaða línu fyrir fyrsta hnútinn. Gerið það saman með hina snúruna, en í umf að neðan og byrjið í gagnstæðri hlið á tösku. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1298
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.