Lucie skrifaði:
Bonjour j'aimerais faire l'assise Summer break pour mes chaises de cuisine. J'en ai 4. J'aimerais les faire plus grandes car 31 × 31 c'est un peu petit. Jaimerais qu'ils mesurent 36 × 36 cm une fois feutré. Que me suggérez-vs de faire?
02.10.2021 - 01:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucie, vous pouvez commencer par crocheter un échantillon pour vérifier vos mesures et celles après feutrage surtout (en fonction des machines, ce paramètre peut changer). Vous pourrez ensuite recalculer le nombre de rangs de A.2 à crocheter en plus pour obtenir les mesures souhaitées. Bon crochet!
04.10.2021 - 07:44
Francesca Comazzi skrifaði:
Buonasera. Desidero sapere per la quantità di lana indicata quanti coprisedia si possono effettuare. Grazie di una vostra risposta
16.02.2019 - 20:47DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca Comazzi. La quantità di lana indicata e per un coprisedia. Buon lavoro!
05.04.2019 - 19:44
Lisbeth Andkjær skrifaði:
Mængden af garn: er den angivne garnmængde blot til et styk? Eller: Hvor meget garn skal der til, når jeg vil lave 4 ens?
29.11.2016 - 13:59DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth. Ja, det er til 1 stk. Jeg ved ikke praecis hvor mange gram der er brugt af hver farve, men vil du vaere 100% sikker, saa köb 4 nögler af hver farve :) God fornöjelse!
29.11.2016 - 14:09
Angela Rohde skrifaði:
In der letzten Runde von A1 sind Gruppen von 4 Stäbchen eingezeichnet, aber in der ersten Riunde von A2 nur 3 Stäbchen. Wenn ich nur 2 Luftmaschen zwischen den Stäbchen häkele, wird es etwas enger. Liegt hier vielleicht ein Fehler vor? Freue mich auf Antwort. Lg
13.06.2016 - 13:35DROPS Design svaraði:
Liebe Angela, ja, da haben Sie recht. Ich habe diese Frage an unser Designteam weitergegeben.
06.07.2016 - 10:50
Summer Break#summerbreakseatpad |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð og þæfð sessa með blómi úr DROPS Snow.
DROPS Extra 0-1238 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðli í byrjun á hverri umf er skipt út fyrir 3 ll. LITASKIPTI: Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Áður en þráðurinn er dreginn í gegnum síðustu l á heklunálinni, skiptið um lit, dragið þráðinn í gegnum l á heklunálinni með nýja litnum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SESSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. SESSA: Heklið 4 ll með heklunál nr 7 með litnum gulur og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. Haldið síðan áfram með mynstur A.1, þ.e.a.s. heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, 8 fl um hringinn, endið með 1 kl í fyrstu fl. UMFERÐ 2: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 6 ll (= 1 st + 3 ll), * 1 st í næstu fl, 3 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum og endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf, skiptið yfir í litinn ljós bleikur – LESIÐ LITASKIPTI = 8 st með 3 ll á milli hverra. UMFERÐ 3: Heklið 1 ll, heklið síðan um hvern ll-boga þannig: 1 fl, 1 hst, 3 st, 1 hst og 1 fl, endið umf með 1 kl í ll í byrjun umf, skiptið yfir í litinn ljós vínrauður = 8 blöð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 4: Heklið 7 ll, * 1 fl á milli næstu 2 blaða, 6 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umf með 1 kl í 1. ll í byrjun umf = 8 ll-bogar. UMFERÐ 5: Heklið 1 ll, heklið síðan um hvern ll-boga þannig: 1 fl, 1 hst, 5 st, 1 hst og 1 fl, endið umf með 1 kl í ll í byrjun umf, skiptið yfir í litinn bleikur = 8 blöð. UMFERÐ 6: Heklið 10 ll, * 1 fl á milli næstu 2 blaða, 9 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umf með 1 kl í 1. ll í byrjun umf = 8 ll-bogar. UMFERÐ 7: 1 ll, heklið síðan um hvern ll-boga þannig: 1 fl, 1 hst, 1 st, 5 tbst, 1 st, 1 hst og 1 fl, endið umf með 1 kl í ll í byrjun umf, klippið frá = 8 blöð. UMFERÐ 8: Byrjið umf með litnum gulur með 1 kl í fyrsta tbst á fyrsta blaði, 3 ll (= 1 st), * 8 ll (= horn), hoppið yfir 3 tbst, 1 st í síðasta tbst á sama blaði, 5 ll, 1 fl í fyrsta tbst á næsta blaði, 5 ll, hoppið yfir 3 tbst, 1 fl í síðasta tbst á sama blaði, 5 ll, 1 st í fyrsta tbst á næsta blaði *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, en endið með 1 kl´i 3. ll i byrjun á umf (í stað fyrir 1 st í 1. tbst á næsta blaði), skiptið yfir í litinn lime. UMFERÐ 9: Heklið 1 kl um 8-ll-boga, * 4 st + 4 ll + 4 st um ll-boga í horni, 3 ll, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 1 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið með 1 kl í fyrsta st (= 3. ll) í byrjun umf. UMFERÐ 10: Heklið * 1 st í hvern af fyrstu 4 st, um ll-boga í horni er heklað 3 st + 2 ll + 3 st, 1 st í hvern af næstu 4 st, 4 st um hvern af næstu 4 ll-bogum *, endurtaki frá *-* alls 4 sinnum, endið umf með 1 kl í fyrsta st (= 3. ll) í byrjun umf. Nú eru 30 st meðfram hvorri hlið og 2 ll í hverju horni. Klippið frá og byrjið næstu umf um ll-boga í horni. Heklið síðan með litnum gulgrænn eftir A.2 meðfram hliðum á ferningi, um ll-hornið er heklað 3 st + 2 ll + 3 st. Þegar A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina mælist sessan ca 46 x 46 cm. Ef óskað er eftir að hafa sessuna stærri eru 2 síðustu umferðir í A.2 endurteknar hringinn á meðan hornin eru hekluð eins og áður, að óskaðri stærð. Klippið frá og festið enda. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summerbreakseatpad eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1238
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.