Ingrid De Kegel skrifaði:
Dit is een mooi maar ingewikkeld patroon. Jullie patroonbeschrijving in Nederlands , daar ontbreken stukken, zeer frustrerend. De positie van de 2 markers? Hoeveel cm moet het hieldeel worden? Ik moest naar de video kijken om hier achter te komen.
22.01.2022 - 22:56
JACQUETON skrifaði:
Dans les explications ce n'est pas noté qu'il faut mettre 1 marqueur en début et en fin de rang des 21m montées et pour les diminutions heureusement qu'il y a la vidéo car ce n'est pas clair du tout.
16.10.2018 - 18:59
JACQUETON skrifaði:
Bonjour je ne comprends pas à partir de:-tricoter ensuite 1 rang end,EN MEME TEMPS,répartir 5-6-7 augmentations=20-23-26m (il doit y avoir une erreur car on avait 17-19-21m??????????????? -Continuer ensuite avec 1 seul fil??? -EN MEME TEMPS,au rg suivant sur l'endroit,commencer à diminuer -VOIR DIMINITIONS!Répéter ces diminutions de chaque côté de chaque marqueur????????????? ON NE M'A DIT DE METTRE DES MARQUEURS AVANT,,,,,,,,,,,,,,
16.10.2018 - 11:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jacqueton, on aura 22-25-28 m après les augmentations (et non 20-23-26 m - la correction a été faite merci). On monte ensuite 17-19-21 m avec 2 fils et on tricote 2 côtes mousse (= 4 rangs endroit) avec les 2 fils (= le fil en double), puis on continue avec 1 seul fil (= fil simple). Vous diminuez ensuite aux marqueurs qui ont été placés au début. N'hésitez pas à regarder la vidéo de ce modèle. Bon tricot!
16.10.2018 - 15:46
Baconnet Françoise skrifaði:
Bonjour , y a t'il un tuto du rond magique s'il vous plaît ?
18.09.2015 - 15:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Baconnet, la vidéo ci-dessous vous montre comment monter les mailles en rond (rond magique). Bon tricot!
19.09.2015 - 09:37
Hemfliten Lin&Ull skrifaði:
Hej!! Vi blir inte riktigt kloka på hur hälen ska stickas!! - Hur ska de sparade maskorna sättas bredvid de nyupplagda på stickan, in mot mitten på arbetet eller utanför?? - Det står att det ska minskas på varje sida markörerna på hälen, men var ska markörerna sitta?? Känns som det fattas nån rad i mönstret, eller?? Vore tacksam för lite hjälp!! Mvh Hemfliten Lin&Ull Storgatan 5 53431 VARA
15.08.2015 - 11:39DROPS Design svaraði:
Hej Hemfliten. Jo i den norska står det var man sätter markörerna: Legg opp 17-19-21 m på p 4,5 med 2 tråder cerise (= bak på foten). Deretter strikkes det 2 riller frem og tilbake. Sett 1 merke i første og siste m på p. Videre strikkes det med 1 tråd slik:... Lycka till!
09.09.2015 - 08:27
Adele skrifaði:
Gute form, lustig
14.06.2015 - 06:07
Johanna G skrifaði:
Love these! Please include these in the collection!
29.05.2015 - 08:36
Candy Cane#candycaneslippers |
|
|
|
Prjónaðar tátiljur í garðaprjóni og með röndum úr DROPS Nepal. Stærð 35-42.
DROPS 164-9 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GALDRAHRINGUR: Til þess að koma í veg fyrir að fá göt í miðju er byrjað með þessari aðferð: Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri). Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. Stingið prjóninum í gegnum lykkjuna, sækið þráðinn frá dokkunni og dragið þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þráðurinn liggur aftan við og að þér) og dragið uppsláttinn í gegnum l á prjóninum, * stingið prjóninum í gegnum lykkjuna, sláið 1 sinni uppá prjóninn, dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið uppsláttinn í gegnum síðustu l á hægri prjón (þ.e.a.s. að síðasta l sem var gerð) *, endurtakið frá *-* þar til 12-12-12 l eru eftir á prjóni. Skiptið l á prjóna nr 4,5. Prjónið nú eins og útskýrt er í leiðbeiningum – JAFNFRAMT er dregið í endann á þræðinum þannig að lykkjan dregst saman og gatið hverfur. RENDUR: * 2 umf garðaprjón í litnum natur, 2 umf garðaprjón í litnum kirsuber *, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að prjóna 2 l í eina lykkju, þ.e.a.s. prjónið framan og aftan í lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 2 l er eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl (= l með prjónamerki í) takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ATH: Úrtaka á undan 1. prjónamerki er gerð í lok umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í garðaprjóni fram og til baka frá tá og aftur að hæl. TÁTILJA Byrjið með litnum kirsuber og GALDRALYKKJA – sjá útskýringu að ofan – á prjóna nr 4,5. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN og RENDUR – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er sett 1 prjónamerki þannig: Prjónið fyrstu 6 l (= undir fæti), setjið eitt prjónamerki í næstu l, prjónið næstu 5 l (= ofan á fæti). Prjónið 1 umf til baka. Í næstu umf frá réttu er aukið út í 2. l, í l hvoru megin við prjónamerki og í síðustu l á prjóni – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í hverri umf frá réttu 4-5-6 sinnum til viðbótar = 32-36-40 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-17-19 cm setjið fyrstu 15-17-19 l (= undir fæti) á þráð og prjónið 4 umf garðaprjón með 2 þráðum í litnum kirsuber yfir síðustu 17-19-21 l í umf (= ofan á fæti). Prjónið síðan 1 umf sl, JAFNFRAMT er aukið út um 5-6-7 l = 22-25-28 l. Fellið laust af með 2 þráðum. Fitjið upp 17-19-21 l á prjóna nr 4,5 með 2 þráðum í litnum kirsuber. Prjónið síðan 4 umf garðaprjón fram og til baka. Prjónið síðan áfram með 1 þræði. Setjið til baka l af þræði á prjóninn = 32-36-40 l. Haldið síðan áfram í garðaprjóni og rendur – passið uppá að halda áfram með rendur frá miðju l undir fæti. JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu byrjar LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið úrtöku hvoru megin við hvort prjónamerki í 4. hverri umf 3-3-4 sinnum til viðbótar = 16-20-20 l. Fellið af þær l sem eftir eru. Prjónið aðra tátilju á sama hátt, nema spegilmynd, þannig að saumurinn verði í gagnstæðri hlið. FRÁGANGUR: Saumið saman tátiljuna á hlið, saumið yst í lykkjubogann. Saumið saman hæl í l eina og eina innan við affellingarkantinn. Saumið fallega saman kanta með garðaprjóni hvoru megin á fæti þannig: Leggið kantinn með garðaprjóni sem er ofan á fæti yfir kant með garðaprjón aftan á fæti og saumið í gegnum bæði stykkin í hliðum. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #candycaneslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 164-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.