Rita skrifaði:
O que significa ms/pts?
05.07.2024 - 18:43DROPS Design svaraði:
Bom dia, É a abreviatura de malhas ou pontos. Bons tricôs!
02.08.2024 - 11:10
Claire skrifaði:
Bonjour , que signifie relever des mailles à une maille du bord ? Merci !
16.01.2024 - 20:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire, vous devez relever les mailles non pas directement dans la maille du bord mais 1 maille après, comme on le voit au time code 5:43 dans cette vidéo. Bon tricot!
17.01.2024 - 09:17
Andrea skrifaði:
Sieht toll aus. Aber wie kann die Fusslänge nur 6 cm sein? Was übersehe ich? Danke für die Hilfe😁😁
09.05.2020 - 14:50DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, dieses Video zeigt, wie man diese Hausschuhe strickt - und ab 12.58" sehen Sie wie man diese 6 cm (5 bei der 1. Grösse, wie im Video gestrickt) misst. Viel Spaß beim stricken!
11.05.2020 - 11:10
Ineke skrifaði:
I would like to do a cal on my crochetgroup. Would that be allright? Greetings Ineke
13.08.2019 - 15:37DROPS Design svaraði:
Dear Ineke, it's a knitting pattern, and you can use it to work in group: read at the bottom of each pattern page what you can do with DROPS pattern. Happy crafting!
14.08.2019 - 09:16
Anne skrifaði:
I love the shoes! Only I am confused: What is A.2 for? And the "Schaft 2"? Is that only an alternative to "Schaft 1"? In the video I can only see pattern A,1 being knitted.
02.02.2019 - 19:25DROPS Design svaraði:
Dear Anne, you have to work 2 different "Schaft", one for each slipper. Happy knitting!
04.02.2019 - 14:38
Jeanne skrifaði:
Your patterns are always so hard to follow for beginners. It is discouraging when the writer assumes everyone can follow directions that are more like a conversation.
18.11.2016 - 04:15DROPS Design svaraði:
Dear Jeanne, you are welcome to ask any question about the pattern here. For any personal assistance, contact your DROPS store they will be able to help you even per mail or telephone. Happy knitting!
18.11.2016 - 13:15
Helena skrifaði:
Här är den rätta modellen. Dessa har jag stickat för att kunna vara julfin om fötterna i år
23.12.2015 - 10:45
Frahoude skrifaði:
Je n'ai plus retrouve ce modele tricote surb 2 aiguilles
30.11.2015 - 17:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Frahoude, consultez tous nos modèles de chaussons, lisez ceci pour adapter un modèle sur aiguilles droites, ou consultez nos vidéos pour apprendre à tricoter en rond. Bon tricot!
01.12.2015 - 08:33
José skrifaði:
Superleuk! Die zou ik graag maken.
13.06.2015 - 16:50
Violetta#violettaslippers |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónaðar tátiljur með köðlum og garðaprjóni úr 2 þráðum DROPS Alaska. Stærð 35-42.
DROPS 163-15 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.2. Mynsturteikning sýnir mynstur séð frá réttu (1. umf = ranga). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. TÁTILJA: Fitjið upp 36-38-40 l á sokkaprjóna nr 6 með 2 þráðum Alaska. Prjónið GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan – þar til stykkið mælist ca 5 cm, endið eftir 1 umf br. Haldið nú eftir fyrstu 9-11-11 l í umf á prjóni, hinar 27-27-29 l eru settar á þráð. Haldið áfram með GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, yfir 9-11-11 l og fitjið upp 1 nýja l í hvorri hlið (kantlykkja) = 11-13-13 l (= efri partur). Þegar efri parturinn mælist 7-8½-10 cm fellið af 1 kantlykkju í hvorri hlið frá réttu = 9-11-11 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið upp 12-14-16 l innan við 1 kantlykkju meðfram hlið á efri parti, setjið til baka l af þræði á sokkaprjóninn og prjónið yfir þessar l, prjónið síðan upp 12-14-16 l innan við 1 kantlykkju meðfram hinni hlið á efri parti = 60-66-72 l á prjóni. Héðan er nú mælt. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá og 1 prjónamerki fyrir miðju á hæl. Prjónið síðan í hring í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 l slétt saman hvoru megin við hvort prjónamerki í annarri hverri umf (= 4 l færri í hverri úrtökuumferð) haldið áfram úrtöku þar til stykkið mælist 5-5-6 cm. Fellið af, brjótið stykkið saman tvöfalt og saumið saman affellingarkantinn (= fyrir miðju undir fæti). Saumið í ysta lykkjubogann í ystu l svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. LAUST STROFF PRJÓNAÐ ÞVERSUM: Prjónið 2 laus stroff sem síðar eru saumuð niður efst á tátiljur í lokin. Stroff 1: Fitjið upp 15 l á prjóna nr 6 með 2 þráðum Alaska. Prjónið 2 umf sl. Í næstu umf er prjónað þannig: 2 l garðaprjón, 2 l br, * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 l fleiri), 2 l br og 6 l garðaprjón = 18 l. Næsta umf er prjónuð eftir mynstri A.1 (1. umf í mynstri = ranga, þ.e.a.s. mynstrið er lesið frá vinstri til hægri), uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. Haldið áfram að prjóna eftir A.1 þar til stykkið mælist ca 31-33-35 cm, passið uppá að það sé minnst 1 umf sléttprjón á eftir síðasta kaðli, í næstu umf frá réttu eru prjónaðar l 2 og 2 yfir kaðal slétt saman = 15 l. Prjónið 2 umf slétt og fellið af með sl frá röngu. Saumið saman affellingar- og uppfitjunarkant með smáu spori. Stroff 2: Fitjið upp 15 l á prjóna nr 6 með 2 þráðum Alaska. Prjónið 2 umf sl. Í næstu umf er prjónað þannig: 6 l garðaprjón, 2 l br, * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 l fleiri), 2 l br og 2 l garðaprjón = 18 l. Næsta umf er prjónuð eftir mynstri A.2 (1. umf í mynstri = ranga, þ.e.a.s. mynstrið er lesið frá vinstri til hægri), uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. Haldið áfram að prjóna eftir A.2 þar til stykkið mælist ca 31-33-35 cm, passið uppá að það sé minnst 1 umf sléttprjón á eftir síðasta kaðli, í næstu umf frá réttu eru prjónaðar l 2 og 2 yfir kaðal slétt saman = 15 l. Prjónið 2 umf slétt og fellið af með sl frá röngu. Saumið saman affellingar- og uppfitjunarkant með smáu spori. FRÁGANGUR: Saumið niður lausu stroffin á tátiljurnar, dragið stroffið ca 1 cm niður að utanverðu á tátilju (sú hlið á stroffi með flestar l með garðaprjóni eiga að snúa niður). Saumið niður með smáu spori að innanverðu. Passið uppá að saumurinn sé fyrir miðju að aftan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #violettaslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 163-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.