Nanett skrifaði:
Oh wie schön! Das möchte ich machen! "Silkygrey"
19.06.2015 - 21:04
Paula skrifaði:
Vind deze erg leuk en wil hem zeker maken.
19.06.2015 - 19:43Arlette skrifaði:
El modelo es fantástico, me gustaría agregarle una bella capucha a cambio del cuello. Felicitaciones
12.06.2015 - 22:09
Patricia skrifaði:
Je l'adore, original, élégant... bravo !
11.06.2015 - 13:07
Em skrifaði:
Lijkt op het kleedje van een misdienaar, jammer
08.06.2015 - 21:40
Sherri skrifaði:
Super trendy with great architectural design.
08.06.2015 - 21:28
Christiane skrifaði:
Modèle original j'aime
01.06.2015 - 15:54
Helle Christensen skrifaði:
Super feminin, håber så meget på en opskrift, for den må strikke til mig selv
30.05.2015 - 23:00
Elfriede Seifert skrifaði:
Sehr schön. Würde ich schon nachmachen
29.05.2015 - 19:58
Cornelia Lechleiter skrifaði:
Sehr schönes Modell würde ich sehr gerne nacharbeiten
29.05.2015 - 17:11
Lothlorien#lothloriencardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk og DROPS Kid-Silk með gatamynstri, garðaprjóni og sjalkraga. Stærð S-XXXL.
DROPS 166-43 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.8. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þ.e.a.s. fyrstu 4 l garðaprjón séð frá réttu). 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S/M: 29, 37 og 45 cm. STÆRÐ L/XL: 28, 36 og 44 cm. STÆRÐ XXL: 27, 35 og 43 cm. STÆRÐ XXXL: 27, 35 og 43 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Prjónað er á 2 st hringprjóna 80 cm til að fá pláss fyrir allar l í byrjun á stykki. Byrjað er neðst niðri á bakstykki og framstykki, lykkjum fækkað í hvorri hlið og haldið er síðan áfram á bakstykki, sjalkraginn er prjónaður áður en stykkið er saumað saman. PEYSA: Fitjið upp 429-489-529-549 l á hringprjóna nr 5 með 1 þræði af BabyAlpaca Silk og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið mynstur frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðustu l í A.1, A.1 (= 20 l) 21-24-26-27 sinnum á breiddina, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þær 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina eru 261-297-321-333 l á prjóni. Endurtakið A.X 1 sinni til viðbótar á hæðina. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið 2 síðustu umf í A.X 11-10-9-9 sinnum til viðbótar á hæðina. Stykkið mælist ca 38-37-36-36 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.2 (= 6 l), A.3 (= 12 l) 20-23-25-26 sinnum á breiddina, A.4 (= 7 l), 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.2-A.4 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina er haldið áfram með A.5 innan við kantlykkjur að framan í hvorri hlið. ATH: Í 7. hverri umf er síðasta l á undan kantlykkjum að framan prjónuð slétt og í 10. hverri umf er aukið út um 2-1-2-1 l = 263-298-323-334 l. Þegar allt A.5 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina eru prjónaðar 2 umf sléttprjón, JAFNFRAMT í byrjun á þessum 2 umf eru felldar af 77-91-100-102 l = 109-116-123-130 l. Haldið nú áfram þannig: 4 l garðaprjón, A.6 (= 6 l), A.7 (= 7 l) þar til 8 l eru eftir, A.8 (= 4 l), 4 l garðaprjón. Þegar stykkið mælist 84-92-96-97 cm – stillið af að endað sé á umf 6 eða 12 í A.6-A.8 – skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5 og haldið áfram í garðaprjóni til loka. Prjónið fyrstu 45-48-50-53 l, setjið eitt prjónamerki í næstu l, prjónið 4-4-5-5 l, setjið eitt prjónamerki í næstu l, prjónið 7-8-9-10 l, setjið eitt prjónamerki í næstu l, prjónið 4-4-5-5 l, setjið eitt prjónamerki í næstu l, prjónið næstu 45-48-50-53 l (= 4 prjónamerki). Í næstu umf frá réttu er aukið út um 1 l á undan 4 l með prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING, (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu til skiptis hægra og vinstra megin við hvert prjónamerki í 4. hverri umf 4 sinnum til viðbótar (= 20 l fleiri) = 129-136-143-150 l. Í næstu umf í garðaprjóni er ekki prjónað yfir síðust 10-14-16-18 l í hvorri hlið, síðan í næstu 16 umf í garðaprjóni er prjónað yfir 4 l færri í hverri umf. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l, JAFNFRAMT í fyrstu umf er aukið út um 12-16-20-24 l jafnt yfir = 141-152-163-174 l. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saum A og B saman (sjá mynsturteikningu). Saumið yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Handvegur = 20-22-23-24 cm. Endurtakið í hinni hliðinni. Þ.e.a.s. saumið saum C og D saman alveg eins. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lothloriencardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-43
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.