Jacqueline skrifaði:
Guten Morgen, Ich verste bei der Anleitung Morning Walk nicht wann ich mit dem Schalkragen beginnen und auf welcher Höhe ich die Maschen dazu wie aufnehmen soll. Wäre sehr dankbar für eine Antwort. Liebe Grüße, Jacqueline
11.09.2023 - 10:11DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, die Maschen werden nicht extra angeschlagen; wenn die Maschen vom Schulter abgekettet sind, schlagen Sie neue Maschen an, die am Halsausschnitt vom Rückenteil angenäht werden, und so stricken Sie mit A.1 weiter (und 2 maschen krausrechts beidseitig); dann stricken Sie 3 Reihen rechts mit Zunahmen bei der 1. Reihe; und wieder mit A.1 mit 2 Maschen krausrechts beidseitig. Dann Abketten wenn der ganze Schalkragen 9 cm (nach den neuen angeschlagenen Maschen) misst. Viel Spaß beim stricken!
11.09.2023 - 13:54
María skrifaði:
Los laterales de la chaqueta , están cosidos hasta bajo del todo o está abierto a partir de los 15 cm debajo de la sisa donde se pone el cordón?
05.11.2022 - 10:06
Karrie Jacoby skrifaði:
I’ve never had a cardigan where the individual right and left front pieces have the same number of stitches as the back piece. For example, 69 sts for the back and 69 for both from pieces or a total of 138 sts for the front. Is this correct?
26.01.2021 - 00:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jacoby, this is correct, in 4th size you will have 69 sts for back piece and 63 sts for each front piece, as you can see on the picture (as well as on the measurement chart), front pieces are very wide here. Happy knitting!
26.01.2021 - 09:16
Wladi skrifaði:
Guten Tag. Dankeschön.
29.05.2020 - 11:30
Wladi skrifaði:
Guten Abend! Ich verstehe das mit einer Doppelhäkelarbeit nicht wirklich. In welcher Reihe und vor welcher Schleife machst du es? Danke.
28.05.2020 - 19:22DROPS Design svaraði:
Liebe Wladi, das erste muss 15 cm unter dem Armausschnitt (linken Seite) eingezogen: die 6 Fäden durch eine Masche ziehen (die sind jetzt doppelt = jetzt haben Sie 12 Fäden) und diese 12 zusammen flechten. Eine ähnliche Flecthe am Vorderteil einziehen, hier wird vom Schalkragen gemessen. Legen Sie die Jacke flach und so können Sie am besten die benötige Höhe für das 2. Bändchen finden. Die Jacke einziehen und prüfen ob die richtige Höhe passt. Viel Spaß beim stricken!
29.05.2020 - 07:57
Johanna skrifaði:
Ang. Höger framstycke; När man har maskar av maskor för axeln och skall fortsätta med kragen, skall man då fortsätta sticka varvet på samma sticka utan att klippa av garnet eller skall man avsluta axelpartiet och sedan fortsätta på kragen separat?
05.04.2020 - 06:53DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, kan du få det til at stemme, så du bare fortsætter over maskerne på kraven, så gør du bare det :)
21.04.2020 - 11:34
Venche skrifaði:
Er garnmengden virkelig korrekt? Vanlig genser med dobbel tråd air, 550 gram i str xl, her 800 gr ( det samme gjelder garnmengde på winter greeting)
05.03.2020 - 20:27
Jolanda Kuiper skrifaði:
Ik ben bezig met het achterpand en heb zojuist aan beide kanten 5 steken afgekant voor de mouwen. Tot dit punt zijn de eerste 2 en de laatste 2 steken van een naald in ribbelsteek. Het patroon zegt dat ik vanaf dit punt het patroon A1 moet breien als ervoor. Is dit dan zonder de eerste 2 en de laatste 2 steken van een naald in ribbelsteek?
08.12.2019 - 19:04DROPS Design svaraði:
Dag Jolanda,
Na het afkanten voor de mouwkop, brei je aan beide kanten 1 kantsteek in ribbelsteek en verder zet je het patroon A1 voort, dus zodat de juiste steken boven elkaar komen tov de vorige naald.
12.12.2019 - 10:43
Els Welte skrifaði:
Het achterland heeft wel erg weinig steken, vergeleken bij 2 x voorpand. Volgends klopt dit niet.
20.11.2019 - 12:46DROPS Design svaraði:
Dag Els,
Ja, dat klopt, er zit een grote overslag op de voorpanden, waardoor ze bijna even breed zijn als het achterpand.
23.11.2019 - 16:23
Zutter Irene skrifaði:
Danke für ihre Hilfe
25.10.2019 - 12:51
Morning Walk#morningwalkcardigan |
|||||||
|
|||||||
Prjóuð peysa með áferðamynstri og sjalkraga úr 1 þræði DROPS Cloud eða 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-10 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf, svo ekki myndist göt. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 57-59-63-69-75-81 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm – LESIÐ MÆLING, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umf = 47-49-53-59-65-71 l. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið síðan af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 19-20-21-24-26-29 l eins og áður, fellið af næstu 9-9-11-11-13-13 l, prjónið A.1 yfir síðustu 19-20-21-24-26-29 l eins og áður. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 l = 18-19-20-23-25-28 l eftir á hvorri öxl. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 51-53-57-63-69-75 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 2 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 2 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 1 l er eftir, 1 l garðaprjón. Kantlykkjur að framan eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á umf frá röngu = 46-48-52-58-64-70 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm, stillið af að næsta umf sé frá röngu, prjónið 2 umf garðaprjón yfir fyrstu 18-19-20-23-25-28 l, A.1 þar til 2 l eru eftir á prjóni og endið á 2 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Fellið síðan af fyrstu 18-19-20-23-25-28 l í næstu umf frá röngu (= öxl) = 28-29-32-35-39-42 l eftir fyrir sjalkraga. Í næstu umf frá réttu eru fitjaðar upp 6-6-7-7-8-8 l í lok umf = 34-35-39-42-47-50 l. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir nýjar l, hinar l eru prjónaðar í A.1, kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni. Prjónið nú 2 kantlykkjur við miðju að framan og hinar l í A.1. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þeim stað þar sem nýjar l voru fitjaðar upp, stillið af að næsta umf sé frá réttu, * prjónið 3 umf sl, JAFNFRAMT í fyrstu umf er aukið út um 3-3-3-4-4-4 l jafnt yfir * = 37-38-42-46-51-54 l. Prjónið 2 kantlykkjur við miðju að framan í garðaprjóni og A.1 yfir hinar l, þar til stykkið mælist 9 cm (frá þeim stað þar sem nýjar l voru fitjaðar upp), stillið af að næsta umf sé frá réttu, endurtakið síðan frá *-* = 40-41-45-50-55-58 l. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Fellið af fyrir handveg í byrjun umf frá réttu. Fellið síðan af l fyrir öxl í byrjun á umf frá réttu og fitjið upp nýjar l í lok umf frá röngu. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 9½-8-8-6-6-4½ cm millibili 4-5-5-6-6-7 sinnum til viðbótar = 36-38-40-42-44-46 l. Fellið af þegar stykkið mælist 51-51-50-48-46-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið saman kraga við miðju að aftan og saumið hann við hálsmálið. Saumið ermar í. Saumið erma– og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. SNÚRA: Klippið 3 þræði Cloud eða 6 þræði Air ca 70 cm langa, þræðið þá hálfa leið í gegnum hliðina á peysunni ca 15 niður af handveg (mátið e.t.v. peysuna og lagið til ef þarf), fléttið eina fléttu ca 22 cm, hnýtið hnút, restin af snúrunni verður kögur. Gerið það saman við miðju að framan ca 40 cm niður (mælt frá sjalkraga). |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morningwalkcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.