SANDRINE C skrifaði:
à quelle maille ou point correspond sur le diagramme de ce châle , le point noir que l'on retrouve dans le diagramme A1 A2 A3 ?
20.01.2015 - 22:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, le point noir correspond à 1 m à tricoter à l'end sur l'env - il figure désormais dans la légende du diagramme, merci. Bon tricot!
21.01.2015 - 13:22
Bettina skrifaði:
2. pind i mønster A1, A2 og A3 indeholder nogle runde tegn, - som ikke er nævnt i signaturforklaringerne.
16.01.2015 - 09:40DROPS Design svaraði:
Hej Bettina. Vi skal faa rettet mönstret til hurtigst muligt.
16.01.2015 - 15:41Maija skrifaði:
Wonderful!!!
07.01.2015 - 16:13
Yvonne skrifaði:
Superbe châle à bel effet de dentelle
14.12.2014 - 18:31
Doris skrifaði:
Bitte unbedingt die Anleitung veröffentlichen!
14.12.2014 - 10:48
Ethereal Bliss#etherealblissshawl |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS BabyAlpaca Silk með gatamynstri.
DROPS 159-31 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.18. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar lykkjur. Sjalið er prjónað frá miðju að aftan og niður. SJAL: Fitjið upp 9 l á hringprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið prjónamerki í miðjulykkju. Prjónið nú garðaprjón – JAFNFRAMT er aukið út um 4 l í hverri umf frá réttu þannig – Lesið ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l innan við 2 kantlykkjur í hvorri hlið og 1 l hvoru megin við miðjulykkju. Aukið svona út þar til 53 l eru á prjóni (þ.e.a.s. nú eru 26 l hvoru megin við miðjulykkju). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú 2 kantlykkjur í hvorri hlið í garðaprjóni og miðjulykkju í sléttprjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 79 l á prjóni. Prjónið mynstur A.4-A.6 þannig: 2 kantlykkjur, A.4 yfir 7 l, A.5 er endurtekið þar til 6 l er eftir á undan miðjulykkju, A.6 yfir 6 l, 1 l (= miðjulykkja), A.4 yfir 7 l, A.5 þar til 3 l eru eftir, A.6 yfir 6 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.4-A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 105 l á prjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 131 l á prjóni. Prjónið mynstur A.7-A.9 þannig: 2 kantlykkjur, A.7 yfir 8 l, A.8 er endurtekið þar til 7 l er eftir á undan miðjulykkju, A.9 yfir 7 l, 1 l (= miðjulykkja), A.7 yfir 8 l, A.8 eru endurtekið þar til 9 l eru eftir, A.9 yfir 7 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.7-A.9 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 213 l á prjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 239 l á prjóni. Prjónið mynstur A.10-A.12 þannig: 2 kantlykkjur, A.10 yfir 8 l, A.11 er endurtekið þar til 7 l er eftir á undan miðjulykkju, A.12 yfir 7 l, 1 l (= miðjulykkja), A.10 yfir 8 l, A.11 eru endurtekið þar til 9 l eru eftir, A.12 yfir 7 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.10-A.12 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 257 l á prjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 283 l á prjóni. Prjónið mynstur A.13-A.15 þannig: 2 kantlykkjur, A.13 yfir 10 l, A.14 er endurtekið þar til 9 l er eftir á undan miðjulykkju, A.15 yfir 9 l, 1 l (= miðjulykkja), A.13 yfir 10 l, A.14 þar til 11 l eru eftir, A.15 yfir 9 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.13-A.15 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 309 l á prjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 335 l á prjóni. Prjónið mynstur A.16-A.18 þannig: 2 kantlykkjur, A.16 yfir 11 l, A.17 er endurtekið þar til 10 l er eftir á undan miðjulykkju, A.18 yfir 10 l, 1 l (= miðjulykkja), A.16 yfir 11 l, A.17 eru endurtekið þar til 12 l eru eftir, A.18 yfir 10 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.16-A.18 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 417 l á prjóni. Prjónið mynstur A.1-A.3 þannig: 2 kantlykkjur, A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 1 l er eftir á undan miðjulykkju, A.3 yfir 1 l, 1 l (= miðjulykkja), A.1 yfir 1 l, A.2 er endurtekið þar til 3 l eru eftir, A.3 yfir 1 l og 2 kantlykkjur. Þegar A.1-A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 443 l á prjóni. Stykkið mælist ca 65 cm mælt meðfram miðjulykkju. Fellið laust af og festið enda. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #etherealblissshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 159-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.