Marjan skrifaði:
Ik wil de trui in averechtse tricotsteek breien. Heb ik extra materiaal nodig? met vriendelijke groet, Marjan
18.01.2018 - 16:38DROPS Design svaraði:
Hoi Marjan, Je hebt daarvoor verder geen extra materiaal nodig, maar je moet wel even een proeflapje maken om te kijken of de stekenverhouding klopt als je hem in averechtse tricot breit.
20.01.2018 - 12:33
Gry skrifaði:
Nydelig genser, men strikkefastheten stemmer ikke. Ser at mange har problemer med den. Har nå gått ned en pinnestørrelse og får 16 m på 10cm. 😡
28.07.2016 - 10:06
Morgane Gourdon skrifaði:
Bonjour Je m'apperçois au bout de 40cm de haut que la largeure du tricot ne fait pas 48cm mais dans les 56cm alors que j'ai bien 19m pour un carré de 10/10 cm... ou est l'érreur? :)
27.03.2016 - 22:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gourdon, veillez bien à bien conserver la même tension que celle que vous aviez pour votre échantillon, pour avoir le même ratio 19 m = 10 cm de large et bien avoir vos 93 m = 48 cm. Bon tricot!
29.03.2016 - 10:09
Sophie V skrifaði:
Bonjour, le modèle indique d'utiliser des aiguilles n°4, mais sur les fiches des 2 laines conseillées pour ce modèle (Air et Brushed Alpaca Silk) il est indiqué que ces laines se tricotent en n°5. Pour quelle raison?
16.02.2016 - 16:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie V, on tricote ici volontairement avec des aiguilles plus fines, pensez à bien vérifier votre échantillon et adaptez la taille des aiguilles si besoin pour avoir 19 m en fausses côtes anglaises = 10 cm de large. Bon tricot!
17.02.2016 - 08:59
Garnodon skrifaði:
J'ai bien commencé le pull, mais l'explication du point" fausses côtes anglaises" ne correspond pas au rendu de cette maille. Le rendu n'est pas souple mais serré. De plus, au rang 2 il n'est pas facile de tricoter ensemble à l'envers le jeté et la maille glissée. Cela donne une maille torse. Où est l'erreur? Merci de vos éclaircissements .
13.12.2015 - 09:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Garnodon, la vidéo ci-dessous montre le point utilisé pour ce pull - si vous tricotez avec le fil dans la main droite, suivez bien l'emplacement du fil lors du jeté (passez le fil devant l'ouvrage et glissez la m suivante) ainsi au rang suivant, aucune maille ne se trouve placée torse. Bon tricot!
14.12.2015 - 10:07
Marie-christine Rioux skrifaði:
Bonjour, j'aime beaucoup ce pull mais, je me demande si je peux garder les mêmes mesures et le tricoter en jersey plutôt qu'en cotes. de plus, puis je le tricoter avec des aiguilles classiques même lorsque vous conseillez de le tricoter avec des aiguilles circulaires? merci pour vos explications.
06.10.2015 - 21:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rioux, changer le point peut modifier l'aspect général du modèle, consultez les modèles "basiques" et n'hésitez pas à demander conseil à votre magasin DROPS pour toute assistance personnalisée. Bon tricot!
07.10.2015 - 10:07
Cindy Allain skrifaði:
Bonjour, je ne sais pas quelle taille faire, je taille du 40 en haut, quelle taille me conseillez vous ? M ou L ? Merci d'avance
28.08.2015 - 15:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Allain, cliquez ici pour savoir comment trouver votre taille. Bon tricot!
28.08.2015 - 16:54
Bettina skrifaði:
Jeg er igang med denne opskrift og har fundet en lille regnefejl. Da jeg er rimelig nybegynder kan jeg ikke lige gennemskue om den har betydning for resten. Når man har strikket 45-50 cm tager man 2x5 masker ind = 10 masker. Dertil øger man i hver side 1 maske = 8 masker mindre end oprindeligt. Men i alle størrelser har i regnet 9 masker mindre end oprindeligt.
19.08.2015 - 11:02Adelle skrifaði:
I'm having trouble with the neck edge instructions. Pattern says "Beg in right side of right front piece and pick up approx. 64-72 sts from RS along neck edge." Is this for the whole neck edge or just for the right side? 72 stitches for whole neck edge makes the neck too tight but there are no other instructions given. Help!
19.06.2015 - 14:29DROPS Design svaraði:
Dear Adelle, you pick up sts along whole neckline starting in right side of right front piece (= from RS) along whole neckline: right front piece, back piece and end on left front piece. You can adjust number of sts if required, take care it won't be too large and keep the correct shape. Happy knitting!
19.06.2015 - 18:25Margit skrifaði:
Hei! Onkohan tässä ohjeessa virhe, kun olen ottanut jo puikot nro 3 käyttön ja silti 19 silmukkaa = 13,5 cm? Minun käsialallani jopa numeron S silmukkamäärällä takakappaleesta tulee useita senttejä liian leveä, vaikka haluan tehdä kokoa L olevan puseron. Kiitos vastauksesta!
05.03.2015 - 20:12DROPS Design svaraði:
Hei! On hyvin tärkeää, että neuletiheys on oikea. Kokeile vielä vaihtaa puikkoihin nro 2,5 tai 2.
12.03.2015 - 16:19
Brume#brumesweater |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Air eða DROPS Brushed Alpaca Silk í klukkuprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 158-25 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi, þar sem áferðin gefur stykkinu teygjanleika. KLUKKUPRJÓN (prjónað fram og til baka + 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið): UMFERÐ 1: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið (með þráðinn aftan við stykkið) *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á 1 l sl, 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 l sl, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l br saman *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Endurtakið umf 1 og 2. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 l í hvorri hlið með því að prjóna 2 l slétt saman innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Lykkjur í hlið sem ekki ganga upp í mynstur eru prjónaðar í garðaprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 93-97-105-113-125-137 l á hringprjóna nr 4 með 2 þráðum með Air eða Brushed Alpaca Silk. Stykkið er nú prjónað áfram með 1 þræði. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – þar til stykkið mælist 2 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan áfram í KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. LESIÐ MÆLING! Þegar stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm fellið af 5 l í hvorri hlið. Í næstu umf er fitjuð upp 1 kantlykkja í hvorri hlið sem prjónuð er í garðaprjóni til loka = 85-89-97-105-117-129 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Prjónið yfir fyrstu 27-29-32-36-41-47 l eins og áður, fellið af miðju 31-31-33-33-35-35 l og prjónið út umf. Prjónið hvora öxl til loka fyrir sig. Í næstu umf er felld af 1 l að auki við hálsmál = 26-28-31-35-40-46 l. Prjónið þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og fellið af með sl í næstu umf. Prjónið á sama hátt í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 40-42-44-46-48-50 cm, prjónið síðan garðaprjón yfir 7 miðju l. Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm fellið af miðju l af þessum l í garðaprjóni og axlir eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig með 3 l garðaprjón við miðju að framan = 46-48-52-56-62-68 l í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist 45-46-47-48-49-50 cm, fellið síðan af 5 l í hlið, í næstu umf er fitjuð upp 1 kantlykkja í garðaprjóni eins og á bakstykki = 42-44-48-52-58-64 l. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fellið af fyrir hálsmáli þannig: 6-6-7-7-8-8 l 1 sinni, 3 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 1 sinni. Eftir úrtöku á hálsmáli eru 26-28-31-35-40-46 l á prjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, prjónið 1 umf slétt frá röngu og fellið af með sl frá réttu. Prjónið á sama hátt í hinni hliðinni. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasauma innan við affellingarkanta. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna með Air eða Brushed Alpaca Silk. Byrjið í hægri hlið á hægra framstykki og prjónið upp ca 64-72 l frá réttu meðfram kanti í hálsmáli. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið 1 umf slétt og fellið jafnframt af fyrir 1 hnappagati með því að prjóna 3. og 4. l slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, uppslátturinn er prjónaður slétt svo það myndist gat. Prjónið 2 umf slétt og fellið af með 2 þráðum frá réttu. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður. Byrjið frá réttu og prjónið upp 60-80 l með hringprjóna nr 4 og Air eða Brushed Alpaca Silk. Prjónið upp l þar sem fellt var af fyrir handveg (ATH: Prjónið ekki yfir þær l sem felldar voru af fyrir handveg). Prjónið 1 umf br – JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til 57-61-65-69-73-77 l og fitjið upp 5 nýjar l í hvorri hlið á stykki = 67-71-75-79-83-87 l. Stykkið er síðan prjónað í klukkuprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm fellið af 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 4-4-3-3-3-2 cm millibili alls 9-10-11-12-13-14 sinnum = 49-51-53-55-57-59 l. Prjónið þar til ermin mælist 48-48-47-47-44-42 cm. Prjónið garðaprjón yfir allar l í 2 cm og fellið af með 2 þráðum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman ermar innan við 1 kantlykkju, l sem fitjaðar voru upp á ermi eru saumaðar á móti l sem felldar voru af fyrir handveg á fram- og bakstykki. Saumið að lokum niður meðfram hlið á framstykki og bakstykki. Saumið eina tölu efst í vinstra bakstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #brumesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 158-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.