Frøy Olsen skrifaði:
Hei. Jeg skal begynne med skulderpartiet. Men hvorfor skal jeg strikke opp 6 masker når jeg har 8 masker på tråden? Hva gjør jeg med de to siste??
04.08.2015 - 09:03DROPS Design svaraði:
Hej, jo men det er m fra tråden du strikker, så 1 m op mellem ruderne, derefter m fra tråden igen osv. God fornøjelse!
10.08.2015 - 11:11
Deras skrifaði:
Bonsoir a propos du pull domino n° 130 j 'en suis arrivé au premier rang du dos, mais je ne comprends pas comment on remonte les mailles et que l 'on doive tricoter 5 dominos entiers ..a quoi correspondent aussi les 25 ....37 m. merci de l 'aide que vous pourrez m 'apporter bonne journée marie danièle deras
03.06.2015 - 23:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deras, pour le 1er rang de dominos du dos, relevez les mailles comme avant (25-37 m pour chaque domino - cf taille) et tricotez 5 dominos entiers pour le dos. Au 2ème rang, on relève les mailles entre ces 5 dominos avec des demi-motifs (voir également onglet vidéos pour les demi-motifs). Bon tricot!
04.06.2015 - 08:33
Sabine Marse skrifaði:
Als ik het goed begrijp moet ik voor maat m en s de 9e en 10e rij overslaan en meteen na de 8e toer doorgaan met het verdelen van het werk ?
27.05.2015 - 17:21DROPS Design svaraði:
Hoi Sabine. Ja, maat S en M eindigt na de 8e rij.
28.05.2015 - 10:37
Sabine Marse skrifaði:
Ik ben bij rij 9 . Nu staat er voor maat l tot xxl : 9e en 10e rij brij als 8e rij. brei dan als maat s-m. Maar er staat niet bij Hoe je het als maat s moet breien ( die ik dus nodig heb ) Het gaat verder met het achter en voorpand voor alle maten . Help
25.05.2015 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hoi Sabine. Dat is een fout, het moet er niet staan. Na het breien van de 9e en 10e rij moet je doorgaan met ALLE MATEN (het opdelen van het werk). Ik heb het verwijderd, bedankt voor het melden.
26.05.2015 - 17:02
Deras skrifaði:
Bonjour pour le pull drops domino j'ai bien recu la laine commandé qui est superbe et donc je viens de commencer , mais apres avoir monté les mailles, et il faut tricoter le rang suivant, mais en rond ou reprendre le rang de montage que l 'on vient de finir bonne journée a vous cordialement marie danièle deras
08.05.2015 - 23:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deras, quand les mailles du pull sont montées, on tricote 1 tour env (= en rond sur toutes les mailles), puis le tour indiqué qui va réduire le nombre de mailles et on tricote ensuite les dominos l'un après l'autre, rang après rang. Bon tricot!
11.05.2015 - 09:43
Deras skrifaði:
Bonjour concernant le pull domino n° 130 expliquez moi comment vous faites pour avoir des dominos d'une seule couleur comme on voit sur la photo, car la laine que vous avez employé est de plusieurs couleurs...donc je ne comprends pasn merci a vous de me dire comment faire cordialement marie danièle deras
29.04.2015 - 19:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deras, DROPS Delight a effectivement des transitions de différentes couleurs, mais on tricote chaque domino l'un après l'autre sur un nombre réduit de mailles, ainsi, il peut arriver que certains soient unis alors que d'autres seront de plusieurs couleurs. Bon tricot!
30.04.2015 - 08:15
Deras skrifaði:
Drops delight se tricote en quelle grosseur d'aiguille, mon modèle n° 130 pull domino préconise du 4 et dans le nuancier 2,5 quelle aiguille je dois prendre car entre les deux il y a une grosse diférence de grosseur merci marie danièle
29.04.2015 - 13:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deras, la taille des aiguilles dépend essentiellement de la texture souhaitée, le pull se tricote sur la base d'un échantillon de 21 m x 27 rangs jersey = 10 x 10 cm, avec des aiguilles 4 ou plus ou moins grosses, en fonction de votre tension, pour obtenir cet échantillon. Bon tricot!
29.04.2015 - 14:40
Ria Schoonhoven skrifaði:
Patroon 158-11 Als ik de eerste rij vierkanten heb gebreid, heb ik (volgens de aanbeveling in de beschrijving) 10 bollen aan het breiwerk. Is er een manier om hierin wat structuur aan te brengen, door middel van een bolophouder o.i.d. Graag suggesties hiervoor. Groet, Ria
06.04.2015 - 14:44DROPS Design svaraði:
Een van ons heeft dit model ook gemaakt, het is prachtig geworden, maar het is wel een uitdaging met al die bollen. Zelf stop ik losse bollen in pantysokjes en dan neem ik de draad van binnenuit de bol, zodat de bol mooi bij elkaar blijft. Je zou sokjes in verschillende kleuren kunnen nemen of ze anders kunnen markeren wellicht. Per 2, 3 of 4 bollen kun je ze ook in een bakje op de grond zetten. Succes!
06.04.2015 - 15:25
Chris Weston skrifaði:
DROPS 158-11 - I don't understand half domino square horizontal - help
27.03.2015 - 15:31DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Weston, when you work the half horizontal square on the sides and towards neckline, put sts onto 1 st holder on the side - when you work the half horizontal domino square inbetween, put sts onto 1 st holder each side. A video has been requested to show how to work them. While waiting you can get help from your DROPS store. Happy knitting!
30.03.2015 - 14:38
Chris Weston skrifaði:
Help needed with 'half domino desire [horizontal]' on pattern DROPS 158-11. Do I put 1 st on holder at both ends of row or just at one end? Many thanks.
25.03.2015 - 14:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Weston, for the half domino horizontal, you will put sts onto 1 st holder on one side only (this apply towards armhole and neck) - and on 1 st holder each side for the half domino horizontal on the top of the piece. Happy knitting!
25.03.2015 - 16:11
Harlequin Dreams#harlequindreamssweater |
||||
|
|
||||
Prjónuð peysa úr DROPS Delight með dominoferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 158-11 |
||||
|
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR 1: Til þess að sleppa við að festa alla enda getur hver ferningur í 1. Röð verið prjónaður með einni dokku. Í stað þess að klippa frá getur dokkan fylgt út alla röndina með domino ferningunum. LEIÐBEININGAR 2: Lykkjur eru alltaf prjónaðar upp frá réttu. ÚRTAKA (á við um alla domino ferninga): Þegar fækka á lykkjum jafnt yfir í öllum dominoferningnum er sami fjöldi lykkja fækkað hvoru megin við prjónamerki. HÁLFUR DOMINO FERNINGUR (lóðréttur): UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sl þar til 2 l eru eftir, 2 l slétt saman. Prjónið gagnstætt í ferningi í annarri hlið á stykki. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. að fækkað er um 1 l í ferningi í annarri hverri umf þegar 1 l er eftir. Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þessa l. HEILL DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, prjónið sl út umf. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. að fækkað er um 2 l í miðju á ferningi í annarri hverri umf þar til 1 l er eftir á prjóni, klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þessa l. HÁLFUR / HEILL DOMINOFERNINGUR (láréttur): Prjónið eins og hálfur/heill Dominoferningur nema án úrtöku í miðju / hlið á ferningi, setjið síðustu l í lok hverrar umf á þráð. Haldið áfram þar til 4-3-4-4-4 l eru eftir á prjóni. STÆRÐ S-L-XL-XXL/XXXL: Í næstu umf (= rétta) er prjónað þannig: Takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, síðasta l á prjóni er sett á þráð í hlið (6-7-8-9 l á þræði í hvorri hlið á heilum ferningi og 6-7-8-9 l á þræði í hálfum ferningi). Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru. STÆRÐ M: 3 l eftir á prjóni (6 l á þræði í hvorri hlið). Prjónið 1 umf slétt frá röngu yfir 3 l. Næsta umf (= rétta) prjónið þannig: Takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir (= 6 l á þræði í hvorri hlið á heilum ferningi og 6 l á þræði í hálfum ferningi). Klippið frá og dragið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er á að fitja upp lykkjur fyrir alla víddina á stykkinu, síðan eru ferningarnir prjónaðir einn og einn fram og til baka í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. PEYSA: Fitjið upp 370-390-410-430-470 l á hringprjóna nr 4 með Delight. Prjónið 1 umf br. LESIÐ LEIÐBEININGAR 1! Í næstu umf er prjónað þannig: Prjónið 17-18-19-20-22 l sl, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, * 34-36-38-40-44 l sl, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir *, endurtakið frá *-* alls 9 sinnum og endið á 17-18-19-20-22 l sl = 350-370-390-410-450 l. 1. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið HEILL DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan – yfir fyrstu 35-37-39-41-45 l á prjóni. Þegar Dominoferningurinn hefur verið prjónaður er prjónað yfir næstu 35-37-39-41-45 l á prjóni alveg eins. Haldið svona áfram þar til prjónaðir hafa verið 10 Dominoferningar í röð 1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! 2. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið upp 17-18-19-20-22 l meðfram kanti á næsta ferningi – LESIÐ LEIÐBEININGAR 2! Prjónið síðan upp 1 l á milli fernings og næsta fernings frá röð 1. Prjónið upp 17-18-19-20-22 l meðfram næsta ferningi = 35-37-39-41-45 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning eins og áður. Þegar Dominoferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru prjónaðar upp 35-37-39-41-45 l á milli 2 og 2 ferninga frá röð 1 þar til prjónaðir hafa verið 10 Dominoferningar í röð 2. 3. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið þannig: * Prjónið upp 17-18-19-20-22 l frá réttu meðfram kanti í hvorn af næstu 2 ferningum frá röð 2 og 1 l á milli ferninga = 35-37-39-41-45 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 6 l jafnt yfir – LESIÐ LEIÐBEININGAR = 29-31-33-35-39 l. Prjónið nú heilan Dominoferning, byrjið á 2. umf *, endurtakið frá *-* þar til prjónaðir hafa verið 10 Dominoferningar í röð 3. 4. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið upp 14-15-16-17-19 l meðfram kanti á næsta ferningi. Prjónið nú upp 1 l á milli fernings og næsta fernings frá röð 3. Prjónið upp 14-15-16-17-19 l meðfram hlið á næsta ferningi = 29-31-33-35-39 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning eins og áður. Þegar Dominoferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru prjónaðar upp 29-31-33-35-39 l á milli 2 og 2 ferninga frá röð 3. Haldið svona áfram þar til prjónaðir hafa verið 10 Dominoferningar í röð 4. 5. og 6. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið eins og röð 4. 7. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: * Prjónið upp 14-15-16-17-19 l meðfram kanti á hvorum af næstu ferningum frá 6. röð og 1 l á milli ferninga = 29-31-33-35-39 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 4-4-4-2-2 l jafnt yfir = 25-27-29-33-37 l. Prjónið nú heilan Domionferning, byrjið á 2. umf *, endurtakið frá *-* þar til prjónaðir hafa verið alls 10 Dominoferningar í röð 7. 8. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið upp 12-13-14-16-18 l meðfram kanti á næsta ferningi. Prjónið nú upp 1 l á milli ferninga og næsta fernings frá röð 7. Prjónið upp 12-13-14-16-18 l meðfram hlið á næsta ferning = 25-27-29-33-37 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning eins og áður. Þegar Dominoferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru prjónaðar upp 25-27-29-33-37 l á milli 2 og 2 ferninga frá röð 7. Haldið svona áfram þar til prjónaðir hafa verið 10 Dominoferningar í röð 8. Stykkið er nú prjónað áfram mismunandi eftir stærðum: Stærð L-XL-XXL/XXXL: 9. og 10. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið eins og röð 8. ALLAR STÆRÐIR: Nú er stykkinu skipt upp, framstykki og bakstykki eru nú prjónuð til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: 1. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM Á BAKSTYKKI: Prjónið upp 12-13-14-16-18 l meðfram kanti á hvorum af næstu 2 ferningum frá fyrri röð og 1 l á milli ferninga = 25-27-29-33-37 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning eins og áður. Þegar Dominoferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru prjónaðar upp 25-27-29-33-37 l á milli 2 og 2 ferninga. Haldið svona áfram þar til prjónaðir hafa verið 5 Dominoferningar. 2. RÖÐ MEÐ DOMINOFERNINGUM Á BAKSTYKKI: Prjónið upp 13-14-15-17-19 l meðfram kanti á fyrsta ferningi sem prjónaður var í röð 1. Prjónið HÁLFUR DOMINOFERNINGUR (lóðréttur) – sjá útskýringu að ofan. Þegar hálfi ferningurinn hefur verið prjónaður er prjónað þannig: * Prjónið upp 12-13-14-16-18 l meðfram kanti í hvern og einn af 2 næstu ferningum frá röð 1 og 1 l á milli ferninga = 25-27-29-33-37 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning eins og áður *, endurtakið frá *-* þar til prjónaðir hafa verið 4 heilir Dominoferningar og 1 hálfur Dominoferningur. Prjónið upp 13-14-15-17-19 l meðfram kanti á síðasta ferningi. Prjónið hálfan Dominoferning (lóðréttur). Þegar hálfi ferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru 4 heilir og 2 hálfir Dominoferningar. Endurtakið þessar 2 raðir með Dominoferningum 1 sinni til viðbótar. Endurtakið síðan 1. röð 1 sinni til viðbótar. Prjónið nú þannig: SÍÐASTA RÖÐIN MEÐ DOMINOFERNINGUM: Prjónið upp 13-14-15-17-19 l meðfram kanti á fyrsta ferningi sem prjónaður var á bakstykki frá fyrri röð. Prjónið hálfan Dominoferning (láréttur) – LESIÐ HÁLFUR/HEILL DOMINOFERNINGUR (láréttur). Þegar hálfi ferningurinn hefur verið prjónaður til loka er prjónað þannig: * Prjónið upp 12-13-14-16-18 l meðfram kanti á hvorum af næstu 2 ferningum frá fyrri röð og 1 l á milli ferninga = 25-27-29-33-37 l á prjóni. Prjónið heilan Dominoferning (láréttur)*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðir hafa verið 4 heilir Dominoferningar og 1 hálfur Dominoferningur. Prjónið nú upp 13-14-15-17-19 l meðfram kanti á síðasta ferningi. Prjónið hálfan Dominoferning (láréttur). Þegar hálfi ferningurinn hefur verið prjónaður til loka eru 4 heilir og 2 hálfir Dominoferningar (láréttir). Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 6 fyrstu l af þræði, prjónið upp 1 l á milli ferninga * prjónið til baka l af þræði (= 6-6-7-8-9 l) á prjóni, prjónið upp 3 l á milli þráða, prjónið l af þræði (= 6-6-7-8-9 l) eftir á prjóni, prjónið upp 1 l á milli ferninga *, endurtakið frá *-* þar til 6-6-7-8-9 l eru eftir á þræði, prjónið til baka l af þræði á prjóninn = 77-77-87-97-107 l. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið nú af miðju 31-31-35-39-43 l = 23-23-26-29-32 l eftir á hvorri öxl. Prjónið garðaprjón yfir öxl í 2,5 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 50-52-54-56-58 (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4 með Delight. Prjónið 6 umf slétt yfir allar l. Prjónið nú sléttprjón til loka. Þegar stykkið mælist 8-5-5-5-5 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki. Endurtakið útaukningu með 4-3½-3-2½-2 cm millibili 9-11-13-15-17 sinnum til viðbótar = 70-76-82-88-94 l. Þegar stykkið mælist 49-48-48-46-45 cm (ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í með rönguna út. Saumið ermasauma og sauma undir ermum frá þeim stað þar sem framstykki og bakstykki var skipt upp við ermi. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #harlequindreamssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 158-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.