Hvernig á að prjóna hálfan dominoferning (láréttan)

Tags: domino, jakkapeysur, peysur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum hálfan dominoferning (láréttan). Við höfum nú þegar tekið upp lykkjur meðfram öðrum kantinum á ferningnum og lárétti ferningurinn er undir. Við höfum einnig sett prjónamerki í miðju-l. Nú er prjónað þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, en síðasta lykkjan er ekki prjónuð, hún er sett á band/nælu, snúið við.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið slétt út umferðina en síðasta lykkjan er ekki prjónuð, hún er sett á band/nælu, snúið við.
Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju á ferningi í annarri hverri umf (rétta), JAFNFRAMT er síðasta l sett á band/nælu í hverri umf. Haldið áfram þar til það eru 3 eða 4 lykkjur eftir á prjóni (í þessu myndbandi höfum við 4 lykkjur eftir).
Í næstu umferð (= rétta) er prjónað þannig:
Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, setjið síðustu lykkju í umferð á band (ef þú hefur 4 lykkjur eftir) = 1 lykkja eftir á prjóni. Nú höfum við 5 lykkjur á bandi hvoru megin við miðju lykkju. Klippið frá og dragið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóni. Í þessu myndbandi setjum við lykkjurnar (= 11 lykkjur) á prjóninn til þess að sýna hvernig þessi hálfi ferningur lítur út.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Til að sjá mynstur þar sem þessi aðferð er notuð er hægt að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Sandra Villarroel 11.08.2018 - 02:08:

No muestra si al final se deben cerrar todos puntos de las orillas que dejamos en espera y luego montadomos?

DROPS Design 28.08.2018 - 19:59:

Hola Sandra. En el vídeo se muestra solo cómo trabajar medio cuadrado dominó. El borde final de la labor naturalmente hay que cerrarlo pero depende del modelo y se explica en cada patrón en el texto.

Winie 12.11.2017 - 12:10:

Halv dominorude (horisontal) Hvad skal man med resten af maskerne, når man har lavet den halve rude??

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.