Karen skrifaði:
I love it...I would suggest the name 'twisted mini'
03.07.2014 - 05:45
Eva skrifaði:
Sehr schönes Modell - ganz mein Geschmack! Der darf im kommenden Winter wirklich nicht fehlen! Bitte an Größe XS denken!
25.06.2014 - 22:19
Tone skrifaði:
Spennende! Dette skjørtet kan bli høstens favoritt!
24.06.2014 - 21:51
BOULTAREAU skrifaði:
J'adore, c'est sûr elle sera faite en plusieurs couleurs
18.06.2014 - 15:14
Renate skrifaði:
Sehr schönes Modell, als Hüftschal ist es bestimmt schön
18.06.2014 - 08:25
Susan skrifaði:
Heel leuk rokje zou ik zo gaan maken.
14.06.2014 - 18:15
Mady skrifaði:
Tout-à-fait ravissant et féminin à l'extrême dans une élégante simplicité. Bravo !
09.06.2014 - 17:41
Guro skrifaði:
Nydelig! Årets favoritt!
08.06.2014 - 19:47
Petra skrifaði:
My favourite! I hope it's chosen, can't wait to make it. :)
06.06.2014 - 06:26
Alexandra skrifaði:
Sehr schöner Rock mit tollem Muster. Gerne auch etwas länger.
05.06.2014 - 18:21
Late Summer Night's Dream#latesummernightsdreamskirt |
|
|
|
Prjónað pils úr DROPS Delight í garðaprjóni með stuttum umferðum. Stærð S-XXXL.
DROPS 156-7 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR: Þegar skipt er um þráð er það alltaf gert í sömu hlið á stykki (þ.e.a.s upp við mitti). MYNSTUR: UMFERÐ 1 (= rétta): sl með litnum plóma/beige/fjólublár. UMFERÐ 2 (= ranga): sl með litnum plóma/beige/fjólublár. UMFERÐ 3: sl með litnum syren/grænn. UMFERÐ 4: br með litnum syren/grænn. UMFERÐ 5: sl með litnum plóma/beige/fjólublár. UMFERÐ 6: sl með litnum plóma/beige/fjólublár. Endurtakið umf 3-6. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l slétt saman áður en 1 kantlykkja byrjar í hverri umf frá réttu í gegnum allt stykkið. ÚTAUKNING: Aukið út innan við 1 kantlykkju í lok hverrar umf frá réttu í gegnum allt stykkið. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) svo að ekki myndist gat. STUTTAR UMFERÐIR: Prjónaðar eru stuttar umferðir í sléttprjóni með litnum syren/grænn. ATH: Í hvert skipti þegar snúið er við er hert á þræði svo að ekki myndist gat! UMFERÐ 1 og afgangur af umf frá réttu eru prjónaðar þannig: Prjónið 1 umf sléttprjón, 2 l slétt saman, sléttprjón þar til 1 l er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið fyrstu 90-94-102-108-116-124 l, snúið við. UMFERÐ 4: Prjónið fyrstu 75-78-81-86-92-103 l, snúið við. UMFERÐ 6: Prjónið fyrstu 60-62-60-64-69-82 l, snúið við. UMFERÐ 8: Prjónið fyrstu 45-46-40-42-46-61 l, snúið við. UMFERÐ 10: Prjónið fyrstu 30-30-20-21-23-40 l, snúið við. Stærð S, M og XXXL: UMFERÐ 12: Prjónið fyrstu 15-15-20 l, snúið við. UMFERÐ 13: Prjónið 1 l sléttprjón, 2 l slétt saman þar til 1 l er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, snúið við. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið til baka yfir allar 142-146-154-160-168-176 l. Nú eru 14-14-12-12-12-14 umf í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni á hringprjóna. Lykkjum er fækkað í annarri hliðinni – LESIÐ ÚRTAKA og aukið er út í hinni hliðinni – LESIÐ ÚTAUKNING, í hverri umf frá réttu í gegnum allt stykkið, svo að garðaprjón verði á ská. LESIÐ LEIÐBEININGAR! PILS: Fitjið laust upp 142-146-154-160-168-176 l á hringprjóna nr 3 með litnum plóma/beige/fjólublár. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN - sjá útskýringu að ofan. Prjóni síðan 1. umf þannig (= rétta): Prjónið STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan! Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar er prjónað MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan – yfir næstu 34-30-26-26-26-30 umf. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram að prjóna til skiptis stuttar umferðir og mynstur eins og útskýrt er frá að ofan alls 6-7-8-9-10-10 sinnum, en í stærð S,M,L og XXXL er prjónað yfir 30-26-30-26 umf og í 2,4 og 6. skiptið er prjónað mynstur. ATH: Í stærð XXXL er prjónað yfir 26 umf og í 8. og 10. skiptið er prjónað mynstur. Nú eru 3-4-5-9-10-5 mynstureiningar yfir 34-30-26-26-26-30 umf og 3-3-3-0-0-5 mynstureiningar með mynstri yfir 30-26-30-0-0-26 umf. Þegar allar mynstureiningarnar með stuttum umferðum og mynstri hafa verið prjónaðar mælist pilsið ca 70-76-84-90-100-108 cm við mitti (þ.e.a.s. sú hlið sem lykkjum var fækkað í hverri umf frá réttu). Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið saman uppfitjunarkant og affellingarkant saman. Saumið lykkjur fallega saman 1 og 1. Passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur! Brjótið uppá kantinn í mitt (hlið sem skipt var um enda) um 2 cm frá röngu og saumið fallega niður. Skiljið eftir smá op til þess að þræða teygju í gegn. Klippið frá og festið enda. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #latesummernightsdreamskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 156-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.