Riitta Rouvinen skrifaði:
Looks like a perfect summer wear
30.12.2013 - 09:21
Susy skrifaði:
Beautiful, feminine and intricate. I looks like a fun project to make for the summer. I can't wait for the instructions.
22.12.2013 - 02:56Poffé Suzanne skrifaði:
Sory mais ceci fait plutôt naperon
10.12.2013 - 20:11Marchand Martine skrifaði:
J'espère de tout cœur qu'il fera partie de la sélection car j'ai hâte de le crocheter
10.12.2013 - 18:08
Dorthe Hansen skrifaði:
Ja, bare man kunne hækle
10.12.2013 - 16:28
Dea skrifaði:
Victoriania bluse
10.12.2013 - 15:30
Lila Sun#lilasuncardigan |
|
![]() |
![]() |
Hekluð hringpeysa úr DROPS Big Merino. Stærð S - XXXL
DROPS 155-10 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsti st í hverri umf er skipt út fyrir 3 ll. Hver umf endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HRINGPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, frá baki. HRINGUR: Heklið 4 ll með Big Merino á heklunál nr 5 og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið nú í hring utan um hringinn. UMFERÐ 1: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 3 ll + 11 st í hringinn = 12 st. UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st = 24 st. UMFERÐ 3: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 st. UMFERÐ 4: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvorn af næstu 2 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48 st. UMFERÐ 5: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 3 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 60 st. UMFERÐ 6: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 4 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 72 st. UMFERÐ 7: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 5 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 84 st. Endið hér í stærð S/M. UMFERÐ 8: Heklið 1 st í hvern st. UMFERÐ 9: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 6 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 96 st. Endið hér í stærð L/XL. UMFERÐ 10: Heklið 1 st í hvern st. UMFERÐ 11: * Heklið 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 7 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 108 st. Hringurinn mælist nú ca 18-23-28 cm að þvermáli. ALLAR STÆRÐIR (= 84-96-108 st): UMFERÐ 12: * Heklið 3 ll, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 3 ll og 1 kl í 1. ll frá byrjun umf = 42-48-54 ll-bogar. UMFERÐ 13: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boga, 3 ll (jafngildir 1 st), * 2 st + 2 ll + 2 st um næsta ll-boga, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* þar til 1 ll-bogi er eftir, heklið 2 st + 2 ll + 2 st um síðasta ll-bogann og endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 21-24-27 st-hópar með 1 st á milli hverra. UMFERÐ 14: Heklið 1 st í hvern st og 1 st-hóp eins og fyrri umf um ll-bogann í hverjum st-hóp. UMFERÐ 15: Heklið 3 ll (= 1 st), * 3 st + 2 ll + 3 st um ll-bogann mitt í st-hópinn, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 3 st + 2 ll + 3 st um ll-bogann mitt í síðasta st-hópinn og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. UMFERÐ 16: Heklið 1 st í hvern st og 1 st-hóp eins og fyrri umf um ll-bogann í hverjum st-hóp. UMFERÐ 17: Heklið 3 ll (= 1 st), * 4 st + 2 ll + 4 st um ll-bogann mitt í st-hópinn, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 4 st + 2 ll + 4 st um ll-bogann mitt í síðasta st-hóp og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. UMFERÐ 18: Heklið 1 st í hvern st og 1 st-hóp eins og fyrri umf um ll-bogann í hverjum st-hóp. UMFERÐ 19: Heklið 4 ll (= 1 tbst), * 4 tbst + 2 ll + 4 tbst um ll-bogann mitt í st-hópinn, 1 tbst í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 4 tbst + 2 ll + 4 tbst um ll-bogann mitt í síðasta st-hópinn og 1 kl í 4. ll frá byrjun umf. UMFERÐ 20: Heklið 1 tbst í hvern tbst og 1 st-hóp eins og fyrri umf um ll-bogann í hverjum st-hóp. UMFERÐ 21: Heklið 8 ll, * heklið 1 fl um 2 ll mitt í næstu sólfjöður, 5 ll, 1 st í næsta tbst, 5 ll *, endurtakið frá *-* endið á 1 fl um 2 ll mitt í næstu sólfjöður, 5 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 42-48-54 ll-bogar. UMFERÐ 22: Heklið 6 st um hvern ll-boga = 252-288-324 st. UMFERÐ 23: Heklið 1 st í hvern af fyrstu 30-36-42 st (= 1. handvegur), heklið 30-36-42 ll, hoppið yfir næstu 30-36-42 st (= 2. handvegur), heklið 1 st í hvern af næstu 132-144-156 st, heklið 30-36-42 ll, hoppið yfir næstu 30-36-42 st, heklið 1 st í hvern af síðustu 30-36-42 st, (Byrjun á umf = miðja aftan við hnakka). UMFERÐ 24: Heklið 1 st í hvern st og 30-36-42 st í hvern ll-boga, JAFNFRAMT er aukið út um 28-20-12 st jafnt yfir í umf = 280-308-336 st. Stykkið mælist ca 56-61-66 cm að þvermáli. UMFERÐ 25: Heklið 1 kl í fyrsta st, * 5 ll, hoppið yfir 3 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í fyrstu fl = 70-77-84 ll-bogar. UMFERÐ 26: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boga, 1 fl * heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í fyrstu fl. UMFERÐ 27: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boga, 1 fl ** heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 5 ll, 1 fl um sama ll-boga, * heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* 6 sinnum **, endurtakið frá **-** og endið á 1 kl í fyrstu fl = 80-88-96 bogar. UMFERÐ 28: Heklið eins og umf 26. UMFERÐ 29: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boganum, 1 fl ** heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 5 ll, 1 fl um sama ll-boga, * heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* 7 sinnum **, endurtakið frá **-** og endið á 1 kl í fyrstu fl = 90-99-108 bogar. UMFERÐ 30: Heklið eins og umf 26. Stykkið mælist nú ca 75-80-85 cm að þvermáli, klippið frá. Heklið nú einungis yfir 26-28-30 ll-boga á hvorri hlið – þ.e.a.s. að ekki er lengur heklað yfir 19-21-24 ll-boga efst í hnakka og 19-22-24 ll-boga neðst á baki. Haldið áfram eftir útskýringu að neðan á vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 26-28-30 ll-bogar. Haldið áfram þannig: UMFERÐ 1: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boga, 1 fl * heklið 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* og endið á 1 fl um síðasta ll-bogann = 25-27-29 ll-bogar. Endurtakið umf 1 alls 12-14-16 sinnum (= ca 12-14-16 cm). Nú eru 14 ll-bogar eftir neðst á framstykki. Klippið frá. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og vinstra framstykki, yfir 26-28-30 ll-bogar á hægri hlið. Klippið frá. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum allan hringinn þannig: Í hvern boga er heklað 4 tbst + 2 ll + 4 tbst. Klippið frá og festið enda. ERMI: Ermin er hekluð ofan frá og niður. Heklið 45-53-65 ll með Big Merino með heklunál nr 5. Snúið við og heklið 1 fl í 9. ll frá heklunálinni, * 5 ll, hoppið yfir 3 ll, 1 fl í næstu ll *, endurtakið frá *-* = 10-12-15 ll-bogar. UMFERÐ 1: Heklið 5 ll, 1 fl um fyrsta ll-bogann, 5 ll, 1 fl um sama ll-boga, * 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* þar til 1 ll-bogi er eftir, heklið 5 ll, 1 fl um síðasta ll-bogann = 11-13-16 ll-bogar. Endurtakið umf 1 4 sinnum til viðbótar = 15-17-20 ll-bogar. Heklið nú þannig: UMFERÐ 6: Heklið 5 ll, 1 fl um fyrsta ll-bogann, * 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* þar til 1 ll-bogi er eftir, heklið 5 ll, 1 fl um síðasta ll-bogann = 15-17-20 ll-bogar. UMFERÐ 7: Heklið kl að miðju á fyrsta ll-boganum, * 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* þar til 1 ll-bogi er eftir, heklið 5 ll, 1 fl um síðasta ll-boga = 14-16-19 ll-bogar. UMFERÐ 8-11: Heklið eins og umf 6. UMFERÐ 12: Heklið eins og umf 7 = 13-15-18 ll-bogar. Endurtakið umf 8-12 – þ.e.a.s. að fækkað er um 1 ll-boga á hlið í 5. hverri umf – fækkað er í annað hvort skipti í hægri og vinstri hlið á ermi. Endurtakið þessar 5 umf 4-5-7 sinnum til viðbótar (= alls 6-7-9 úrtökur) =9-10-11 ll-bogar í umf. Haldið áfram að hekla eins og umf 1 þar til stykkið mælist 56 cm í öllum stærðum. Leggið ermi tvöfalda og heklið hana saman við miðju undir ermi – heklið frá réttu í gegnum bæði stykkin þannig: Heklið * 1 fl, 3 ll, hoppið fram ca 1 cm *, endurtakið frá *-* , endið á 1 fl. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Ermin er hekluð að handveg þannig: Heklið frá réttu í gegnum bæði stykkin: Heklið * 1 fl, 3 ll, hoppið fram ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum allan handveginn. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lilasuncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 155-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.