Olga Kotalová skrifaði:
I tento si s potěšením upletu pro sebe nebo někoho milého.
25.12.2013 - 14:59
Hortense skrifaði:
Schöne Farbnuancen, eine ausgefallenen Form - ein Tuch zum reinkuscheln!
21.12.2013 - 16:56
Helene skrifaði:
Attrayant
14.12.2013 - 09:38
Iréne skrifaði:
Snygg!!
13.12.2013 - 10:39
Andrea Gross skrifaði:
Wunderschöne arbeit. ich bin begeistert.
12.12.2013 - 11:35
Agnès Tamisier skrifaði:
Très joli modèle, vous pourriez nous le proposer dans plusieurs harmonies !
10.12.2013 - 19:31
Martine skrifaði:
Légèreté et joli effet de rayures.
10.12.2013 - 18:32
Daniela Massari skrifaði:
Bello colorato solare luminoso
10.12.2013 - 17:27
Sierra#sierrashawl |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Delight og DROPS Fabel með gatamynstri og röndum.
DROPS 155-9 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 l frá réttu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. ATH. Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. GATAMYNSTUR: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til það eru 2 l eftir á undan 1. prjónamerki, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), 1 l sl, prjónið síðan * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir á undan 2. prjónamerki, 2 l sl (prjónamerki er á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br. MYNSTUR-1: * 2 umf garðaprjón, GATAMYNSTUR (= 4 umf) – sjá útskýringu að ofan *, endurtakið frá *-*. RENDUR: 2 umf garðaprjón með Delight GATAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan – með Fabel (= 4 umf) 2 umf í garðaprjóni með Deligth 2 umf slétt með Fabel 2 umf slétt með Delight 2 umf slétt með Fabel 2 umf slétt með Delight 2 umf slétt með Fabel 2 umf slétt með Delight 2 umf slétt með Fabel ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka með RENDUR – sjá útskýringu að ofan – á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar lykkjur. SJAL: Fitjið upp 113 l á hringprjóna nr 4 með Delight. Setjið 1 prjónamerki eftir 4 l í hvorri hlið á sjalinu (= 105 l á milli prjónamerkja) og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, þessi l er prjónuð í sléttprjóni til loka, (1. prjónamerki), sl yfir næstu 105 l, (2. prjónamerki), 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Prjónið rendur í sléttprjóni með 2 kantlykkjum í garðaprjóni, í hvorri hlið sem JAFNFRAMT er aukið út – sjá ÚTAUKNING að ofan, 1 l innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykkið og aukið er út um 1 l á undan 1. prjónamerki og 1 l á eftir 2. prjónamerki í hverri umf frá réttu (= 4 l fleiri í hverri umf frá réttu). ATH: Útauknar lykkjur eru útskýrðar í 3. umf í gatamynstri. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Haldið áfram að prjóna og auka svona út þar til prjónaðar hafa verið alls 6 mynstureiningar með röndum = 136 l á undan 1. prjónamerki, 105 l í miðju og 136 l á eftir 2. prjónamerki = 337 l á prjóni (nú hefur verið aukið út alls 66 sinnum). Stykkið mælist ca 36 cm í prjónstefnu meðfram öðru prjónamerkinu. Prjónið nú stykkið áfram með Fabel og MYNSTUR-1 – sjá útskýringu að ofan, með 2 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið JAFNFRAMT er haldið áfram að auka út eins og áður í hverri umf frá réttu. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Haldið áfram að prjóna og auka út svona þar til prjónaðar hafa verið alls 4 mynstureiningar af MYNSTRI-1 = 160 l á undan 1. prjónamerki, 105 l í miðju og 160 l eftir 2. prjónamerki (nú hefur verið aukið út alls 78 sinnum) = 425 l á prjóni. Prjónið nú 1 umf sl frá réttu með Delight þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar (= 5 l fleiri), prjónið þar til 5 l eru eftir á undan 1. prjónamerki, prjónið nú þannig * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 9 sinnum til viðbótar (= 10 l fleiri), prjónið 52 l sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), prjónið sléttprjón þar til 5 l eru eftir á undan 2. prjónamerki, prjónið nú * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 9 sinnum til viðbótar (= 10 l fleiri), prjónið sléttprjón þar til 7 l eru eftir á prjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar (= 5 l fleiri), endið á 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn slétt þannig að ekki myndist gat = 456 l á prjóni. Stykkið mælist nú ca 42 cm í prjónstefnu meðfram einu prjónamerki. Prjónið nú kant á sjalið. KANTUR: Ekki snúa stykkinu, fitjið heldur upp 14 nýjar l með Delight fyrir kant á sjali frá röngu. Snúið við, prjónið 1 umf slétt yfir 14 nýjar lykkjur, snúið við. Prjónið nú eftir mynstri A.1 yfir þessar l frá röngu (1.umf í mynstri = ranga). ATH! Í hverri umf frá réttu er síðasta l prjónuð saman með næstu lausu l af sjali – með þessu verður kanturinn stífari á sjalinu. Í næstu umf er 1. l tekin óprjónuð eins og prjóna eigi hana br. Haldið áfram að prjóna A.1 meðfram öllum kantinum á sjalinu = 57 oddar/horn meðfram kanti. Fellið laust af. STREKKING: Leggið stykkið í volgt vatn þar til það er gegnblautt. Pressið varlega vatnið úr – ekki vinda. Rúllið síðan stykkinu inn í handklæði og pressið til þess að ná meira vatni úr – stykkið á nú að vera aðeins rakt. Leggið stykkið á mottu eða á dýnu. Látið það þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sierrashawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 155-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.