Alison skrifaði:
This is lovely.
31.05.2013 - 15:07
Gertrud Splitt skrifaði:
...........genau das möchte ich zu gerne für mich stricken, wunderschön!!!!
31.05.2013 - 13:01
Hanneke Brummelkamp skrifaði:
Wat een mooie belijning! Wat voegt zich dat mooi!
31.05.2013 - 11:30
Sabrina skrifaði:
WOW! Wunderschönes Muster!
31.05.2013 - 09:18
Silvo skrifaði:
Sehr hübsch!!! Favourite
30.05.2013 - 20:05
Anna Maria Luna skrifaði:
Precioso
30.05.2013 - 17:48
Valkyrie#valkyriebolero |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður bolero úr DROPS Merino Extra Fine með köðlum og gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 149-12 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A, B, C, D, E og F. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING 1: Aukið út í síðustu umf (= ranga) í hverri mynstureiningu (A.2) og aukið út í hverri stroffeiningu (frá röngu): * Prjónið 2 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l br, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl *. Í næstu umf (þ.e.a.s. 1. umf = rétta í F.1) prjónið uppsláttinn snúinn slétt til þess að koma í veg fyrir göt. ÚTAUKNING 2: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan fyrstu l br í hverri einingu með br í stroffi. Uppslátturinn er prjónaður snúinn br í næstu umf. ÚTAUKNING 3: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan fyrstu l sl í hverri einingu með sl í stroffi. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BOLERO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í 2 hlutum frá ermi og yfir axlir og er saumað saman við miðju að aftan. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BOLERO: Fitjið upp 55-55-55-55-70-70 l meðtalin 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið á hringprjóna nr 4,5 með Merino Extra Fine. Prjónið STROFF frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, *3 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* yfir næstu 50-50-50-50-65-65 l, 3 l br, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið stroff til baka alveg eins (= ranga). Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l br saman, 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir og endið á 2 l br saman, 1 l br, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 44-44-44-44-56-56 l á prjóni. Prjónið 1 umf stroff til baka alveg eins. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l br, 2 l sl, 2 l br, MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 (= 6 l) *, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka alveg eins með 1 kantlykkju í garðaprjóni, stroff og A.1 þar til A.1 hefur verið prjónað 3-3-2-2-2-2 sinnum á hæðina. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l br, 2 l sl, 2 l br, MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.2 (= 6 l) *, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka alveg eins með 1 kantlykkju í garðaprjóni, stroff og A.2 þar til A.2 hefur verið prjónað 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina, JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 l í hverri stroffeiningu – sjá ÚTAUKNING 1! Nú eru 58-58-58-58-74-74 l á prjóni og stykkið mælist ca 7-7-6-6-6-6 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * F.1 (= 8 l), B.1 (= 8 l) *, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), F.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram alveg eins þar til B.1 hefur verið prjónað 8-8-9-8-8-8 sinnum á hæðina. Prjónið nú alveg eins nema B.2 í stað fyrir B.1. Prjónið B.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina. Stykkið mælist nú 30-30-31-29-29-29 cm og það eru 64-64-64-64-82-82 l á prjóni. Prjónið nú þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * F.1 (= 8 l), C.1 (= 10 l) *, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), F.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram alveg eins þar til C.1 hefur verið prjónað 2-2-2-2-1-1 sinnum á hæðina. Prjónið nú alveg eins, nema C.2 í stað C.1 í stað fyrir C.1. Prjónið C. 2 1-1-1-1-1-1 sinnum á hæðina, JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 0-0-1-1-0-0 l br í hvorri hlið í hverri einingu af F.1 með því að taka upp eina l frá umf að neðan = 70-70-78-78-90-90 l á prjóni. ATH! Þessi nýja l í hvorri hlið í hverri einingu af F.1 er prjónuð br alla leið þar til fellt er af. Stykkið mælist nú 42-42-43-41-38-38 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 0-0-1-1-0-0 l br, F.1 (= 8 l), 0-0-1-1-0-0 l br D.1 (= 12 l)*, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), 0-0-1-1-0-0 l br, F.1, 0-0-1-1-0-0 l br, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram alveg eins þar til D.1 hefur verið prjónað 3-3-3-3-4-4 sinnum á hæðina. Prjónið alveg eins, nema með D.2 í stað D.1. Prjónið D.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina = 76-76-84-84-98-98 l á prjóni. Stykkið mælist nú 57-57-58-56-57-57 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, *0-0-1-1-0-0 l br F.1 (= 8 l), 0-0-1-1-0-0 l br, E.1 (= 14 l)*, endurtakið frá *-* 2-2-2-2-3-3 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-4 sinnum), 0-0-1-1-0-0 l br, F.1, 0-0-1-1-0-0- l br, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram alveg eins þar til E.1 hefur verið prjónað 3-3-3-4-4-4 sinnum á hæðina. Prjónið 4-8-8-4-4-8 umf garðaprjón. Fellið laust af. Stykkið mælist nú 72-73-74-75-76-77 cm. Prjónið annað stykki á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman bæði stykkin fyrir miðju að aftan. Saumið ermasauma yst í kantlykkjuna þannig: Saumið kant X og X saman, saumið kant Y og Y saman – sjá mynsturteikningu. KANTUR: Prjónið upp 280-288-312-336-360-368 l jafnt yfir frá réttu meðfram opinu á stykkinu – þ.e.a.s. upp meðfram hægra framstykki, aftur fyrir hnakka, niður meðfram vinstra framstykki og síðan meðfram bakstykki á hringprjóna nr 4 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn á hringprjóna þannig: Prjónið 2 l sl, 2 l br. Þegar kanturinn mælist 5-5-5-5-5-5 cm er aukið út um 1 l í hverri br einingu = 2 l sl, 3 l br, LESIÐ ÚTAUKNING 2. Þegar kanturinn mælist 10-10-11-11-12-12 cm er aukið út um 1 l í hverri sl einingu = 3 l sl, 3 l br, LESIÐ ÚTAUKNING 3. Haldið síðan áfram með 3 l sl, 3 l br þar til kanturinn mælist 15-15-16-16-17-17 cm. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. ATH: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á undan hverri brugðinni einingu. Uppslátturinn er felldur af eins og ein lykkja. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #valkyriebolero eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 149-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.