 Andrea Lange skrifaði:
 
																									Andrea Lange skrifaði:
												
Hallo liebes Drops Team, ich habe ein Problem.Habe das Rückenteil in gr.L gestrickt und mich genau an die Maße gehalten.Nun ist es fertig und viiiiiiieeeeeeeel zu lang.Genau um26 cm!!!!Habe nach 33 cm (am Rand gemessen) mit der Schulterzunahme angefangen, aber durch das V im Muster stimmt die Länge nicht mehr.Muss ich das Riesenteil nochmal auftrennen und wenn ja bis wohin oder gibt es einen anderen Trick ?!?! Liebe Grüße A.Lange
22.09.2013 - 11:22DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, habe Sie den Hinweis oben in der Anleitung gelesen, dass das Strickstück beim Tragen länger wird? Aber 26 cm scheint mir jetzt auch recht viel. Stimmt Ihre Maschenprobe? Wenn Sie lockerer stricken, dehnt sich das Strickstück noch mehr.
23.09.2013 - 08:05
																									 Anita skrifaði:
 
																									Anita skrifaði:
												
Leuk model alleen jammer van die aangezette mouwen.
20.06.2013 - 09:06
																									 Strikkabella skrifaði:
 
																									Strikkabella skrifaði:
												
En artig tunika/kjole
18.06.2013 - 12:16
																									 Jola skrifaði:
 
																									Jola skrifaði:
												
Śliczny! czy rozmiar 48 też będzie wyglądał tak ładnie
11.06.2013 - 14:28
																									 Colombo Giuliana skrifaði:
 
																									Colombo Giuliana skrifaði:
												
Lo eseguirò anche senza spiegazioni per la mia bellissima nipote che frequenta lo IED a Milano
10.06.2013 - 15:23
																									 Lise Pedersen skrifaði:
 
																									Lise Pedersen skrifaði:
												
Virkelig flot
09.06.2013 - 21:55
																									 Lise Pedersen skrifaði:
 
																									Lise Pedersen skrifaði:
												
Virkelig flot
09.06.2013 - 21:55Nina skrifaði:
Tres bon
08.06.2013 - 11:18
																									 Inger Johanne Michaelsen skrifaði:
 
																									Inger Johanne Michaelsen skrifaði:
												
Fin mønstereffekt.
04.06.2013 - 09:57
																									 Gnaegi skrifaði:
 
																									Gnaegi skrifaði:
												
Excellent, je le vois aussi avec d'autre couleur Delight,par ex. arc en ciel
02.06.2013 - 18:52| Haze Tunica#hazetunica | ||||
| 
 | ||||
| Prjónuð peysa úr DROPS Big Delight í garðaprjóni, prjónuð frá hlið. Stærð S - XXXL.
							DROPS 150-23 | ||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Örvar í mynsturteikningu sýna prjónstefnu. Öll peysan er prjónuð í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA – ef prjónfestan er ekki sú saman kemur það til með að hafa áhrif á útkomu á lögun á peysunni! BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar l. Fitjið upp 3-3-4-4-4-4 l á hringprjóna nr 7 með Big Delight. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan ( 1. umf = rétta). JAFNFRAMT er aukið út um 1 l í byrjun á hverri umf með því að prjóna 2 l í fyrstu l í öllum umf þar til 47-51-56-62-66-72 l á prjóni. Geymið stykkið og prjónið annan hluta á sama hátt. Setjið bæði stykkin saman á hringprjóna nr 7 = 94-102-112-124-132-144 l. Setjið prjónamerki á milli þessa stykkja. Prjónið nú frá réttu þannig: Prjónið 2 l í fyrstu l, prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, prjónamerki, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l. Haldið áfram með útaukningu og úrtöku í hverri umf frá réttu (lykkjufjöldinn kemur þar með að haldast stöðugur) þar til stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm – mælt efst uppi meðfram hlið á stykki (ekki í prjónstefnu) – sjá mynsturteikningu. Setjið 1 prjónamerki í hlið. Fitjið nú upp nýjar l í lok hverrar umf (þ.e.a.s. í hliðum) fyrir öxl þannig: Fitjið upp 6 nýjar l í hlið alls 4 sinnum (= 24 l útauknar l í hvorri hlið). Setjið 1 nýtt prjónamerki í hlið. ATH: Munið eftir að úrtaka við miðju að aftan heldur áfram eins og áður alla leið til loka = 134-142-152-164-172-184 l á prjóni. Eftir síðustu útaukningu fyrir öxl heldur útaukning áfram í hlið eins og áður (þ.e.a.s. prjónið 2 l í fyrstu l og síðustu l í öllum umf frá réttu). Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá síðasta prjónamerki (mælt efst uppi meðfram hlið) fellið af fyrir öxl þannig: Prjónið 2 fyrstu l í umf saman og 2 síðustu l í umf saman í öllum um frá réttu þar til eftir eru 38-42-44-48-52-56 l á prjóni (þ.e.a.s. fækkað er l bæði fyrir miðju og í hvorri hlið). Setjið fyrstu 13 l á þráð (prjónið þær fyrst), fellið af næstu 12-16-18-22-26-30 l = 13 l eftir á prjóni. Haldið áfram í garðaprjón yfir þessar l, JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í byrjun hverrar umf. Haldið áfram þar til 1 l er eftir, klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu l. Setjið til baka l af þræði á prjóninn og prjónið alveg eins yfir þessar 13 l. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 36-38-40-42-44-46 l á hringprjóna nr 7 með Big Delight. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið, endurtakið útaukningu með 6-4½-4-4-3-3 cm millibili 4-5-5-5-6-6 sinnum til viðbótar (= alls 5-6-6-6-7-7 útaukningar) = 46-50-52-54-58-60 l. Fellið af allar l þegar stykkið mælist 33-32-31-29-28-26 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið saum undir ermum og hliðasauma í eitt yst í lykkjubogann (svo að saumurinn verði ekki of þykkur). | ||||
| Skýringar á teikningu | ||||
| 
 | ||||
|  | ||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hazetunica eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.