Michele skrifaði:
Thanks for trying but that was not helpful. You answered my question with what the pattern says.
28.08.2014 - 00:18DROPS Design svaraði:
Dear Michelle, sorry for not having been so helpful, let me try again.. head should be worked in the round over the last 12 sts from end of previous round (of basket) + first 12 sts from beg of round = 24 sts - but rounds will start now where you will join, ie 1st st of heead = 1st of the last 12 sts from last round in basket. Happy crocheting!
28.08.2014 - 14:40
Michele skrifaði:
I have never really read a pattern. I understand most terminology. I'm having trouble with the directions after making it 6 1/4" going into making the head. Do I slip stitch after last st? It says 24 st but you only do 12?
27.08.2014 - 04:11DROPS Design svaraði:
Dear Michele, on last round on basket, you move the marker to the 12th sc from hook (count towards the right = beg of head), the last st on basket is middle front of head - then continue working 1 sc in each of the next 12 sc - there are now a total of 24 sc from markr, continue now in the round. Happy crocheting!
27.08.2014 - 09:26
Francesca skrifaði:
Gentili signori e signori, ho dei problemi con il sistemare la coda della gallina, in quanto non è visibile dalla foto come e' sistemata. Potreste aiutarmi? Vi ringrazio e mi complimento con voi. Siete per me fonte di ispirazione.
03.05.2014 - 12:12DROPS Design svaraði:
Buongiorno Francesca, la coda della gallina va attaccata dal lato opposto rispetto alla cresta. Buon lavoro!!
04.05.2014 - 18:12
Theresa skrifaði:
I made the body but it just a flat circle with the head on one side. Not sure what I did wrong but not sure how to make it a basket. Any idea how to make it a basket?
11.03.2014 - 00:32DROPS Design svaraði:
Dear Theresa, you inc until 21st round, then continue without inc until piece mesures 16 cm high, this form the body. Happy crocheting!
11.03.2014 - 08:58
Melissa skrifaði:
I see there is no round 8 in the beginning of the basket. Could you help Thank you
07.02.2014 - 04:57DROPS Design svaraði:
Dear Melissa, on round 8 and on every even numbered round starting from round 6, work 1 sc in every sc around. Happy crocheting!
07.02.2014 - 09:17
Grietje skrifaði:
De kop van de kip lukt me niet als op de foto, misschien is het niet juist hoe ik het rondhaakt, de instructies vind ik niet zo duidelijk, of vertaat het niet goed.
03.11.2013 - 00:52DROPS Design svaraði:
Hoi Grietje. Het patroon is correct en het is voor mij helaas niet mogelijk om te zien hoe je hebt gehaakt. Misschien kan je het haakwerk meenemen naar je DROPS winkel voor persoonlijke ondersteuning of leg hier uit waar het precies fout gaat.
18.12.2013 - 11:09
Camus skrifaði:
Sur l'explication du panier à la fin c'est écrit : Crocheter ensuite 1 ms dans chaque ms jusqu'à ce que basket mesure environ 16 cm en hauteur... Au lieu de "basket", il faut lire "panier" ! bonne réception
28.03.2013 - 17:11DROPS Design svaraði:
Merci Madame Camus, bien reçu et corrigé ! Bon crochet !
29.03.2013 - 09:37
Henny Penny#hennypennybasket |
|
![]() |
![]() |
Hekluð karfa úr DROPS Nepal formuð eins og hæna. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-908 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Þegar stykkið er heklað í hring er byrjað með þessari aðferð til þess að sleppa við göt í miðjunni (í stað þess að gera ll-hring): Haldið í endann á þráðinum og snúið þræðinum einu sinni í hring utan um vinstri vísifingur til þess að úr verði hringur. Haldið í hringinn með vinstri þumli og löngutöng, þráðurinn liggur yfir vinstri vísifingur. Heklunálinni er stungið inn í hringinn, þræðinum er brugðið um hana og dregið upp úr hringnum, heklið 1 ll, heklið nú fl utan um galdrahringinn. Þegar sá fjöldi fl er kominn sem þú óskar eftir,dragið í endann á þræðinum svo að hringurinn dragist saman. Festið endann á bakhlið. Haldið áfram að hekla í hring. HEKLAÐ Í HRING: Eftir síðustu fl í umf, haldið áfram að næstu umf með 1 fl í næstu fl (= fyrsta fl frá fyrri umf). ATH: Merkið byrjun umf með prjónamerki á milli síðustu fl í umf og fyrstu fl í næstu umf, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 l með því að hekla 2 fl í næstu fl. ÚRTAKA: Fækkað er um 1 fl með því að hekla næstu 2 fl saman þannig: * Stingið heklunálinni í næstu fl, sækið þráðinn *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, sláið uppá og dragið þráðinn í gegnum allar 3 l á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KARFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. Byrjið á að gera GALDRAHRINGUR – sjá útskýringu að ofan – neðst niðri á körfunni með litnum ljós beige með heklunál nr 4. UMFERÐ 1: Heklið 8 fl um galdrahringinn. Lesið HEKLAÐ Í HRING að ofan! UMFERÐ 2: Aukið út um 1 fl í hverja fl –Lesið ÚTAUKNING að ofan = 16 fl. UMFERÐ 3: * Heklið 1 fl í næstu fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl. UMFERÐ 4: * Heklið 1 fl í hvora af næstu 2 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið umf hringinn = 32 fl. UMFERÐ 5: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 3 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið umf hringinn = 40 fl. UMFERÐ 6 (og síðan allar jafnar umf): Heklið 1 fl í hverja fl. UMFERÐ 7: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 4 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48 fl. UMFERÐ 9: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 5 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 56 fl. UMFERÐ 11: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 6 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 64 fl. UMFERÐ 13: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 7 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 72 fl. UMFERÐ 15: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 5 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 84 fl. UMFERÐ 17: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 6 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 96 fl. UMFERÐ 19: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 7 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 108 fl. UMFERÐ 21: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 8 fl, aukið út um 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 120 fl. Heklið nú 1 fl í hverja fl þar til karfan mælist ca 16 cm á hæðina. Þegar hekluð hefur verið síðasta fl í síðustu umf, er prjónamerkið flutt að 12. fl frá heklunálinni (hægra megin við síðustu fl, lok umf = miðja framan við höfuð). Klippið ekki frá. HÖFUÐ: Haldið áfram að hekla 1 fl í hverja af næstu 12 fl, nú eru alls 24 fl, taldar frá l með prjónamerki. Nú er höfuðið heklað í kringum þessar 24 l þannig: Snúðu körfunni þannig að l með prjónamerki snú að þér, heklið 1 fl í þessa fl (nú er þessi l = 1. fl í umf, látið prjónamerki fylgja með í stykkinu), haldið áfram með 1 fl í hverja af næstu 23 fl = 24 fl í umf. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Heklið nú 1 fl í hverja fl í 5 umf til viðbótar (= alls 6 umf). Fækkið lykkjum þannig: UMFERÐ 1: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 4 fl, fellið af 1 fl – LESIÐ ÚRTAKA að ofan *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 20 fl. UMFERÐ 2: * Heklið 1 fl í hverja af næstu 3 fl, fellið af 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 16 fl. UMFERÐ 2: * Heklið 1 fl í hvora af næstu 2 fl, fellið af 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl. UMFERÐ 4: * Heklið 1 fl í næstu fl, felli af 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 8 fl. UMFERÐ 5: Heklið allar fl í umf 2 og 2 saman = 4 fl, klippið frá. Saumið síðustu 4 fl saman með endanum. KAMBUR: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið 20 ll með litnum rauður. Heklið 1 kl í 2. ll frá heklunálinni, 1 kl í hverja ll = 19 kl, snúið við. Hoppið yfir 1. kl, í næstu kl er heklað þannig: Heklið 1 st, 1 tbst og 1 st, hoppið yfir 1 kl, 1 fl í næstu kl. Hoppið yfir 1 kl, í næstu kl er heklað þannig: Heklið 2 st, 1 tbst og 2 st, hoppið yfir 1 kl, 1 fl í næstu kl. Hoppið yfir 1 kl, í næstu kl er heklað þannig: Heklið 2 st, 3 tbst og 2 st, hoppi yfir 1 kl, 1 fl í næstu kl. Hoppið yfir 1 kl, í næstu kl er heklað þannig: Heklið 2 st, 1 tbst og 2 st, hoppið yfir 1 kl, 1 fl í næstu kl. Hoppið yfir 1 kl, í næstu kl er heklað þannig: Hekli 1 st,1 tbst og 1 st, endið með 1 kl í síðustu kl, klippið frá og festið enda. GOGGUR: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið 2 ll með litnum skærgulur. UMFERÐ 1: Heklið 2 fl í 2. ll frá heklunálinni = 2 fl, snúið við. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, aukið út um 1 fl í hverja fl = 4 fl, snúið við. UMFERÐ 3-4: Heklið 1 ll, 1 fl í hverja fl. UMFERÐ 5: Heklið 1 ll, heklið allar fl í umf 2 og 2 saman = 2 fl. UMFERÐ 6: Heklið 1 ll, heklið 2 fl saman = 1 fl. Klippið frá og festið enda. STÉL: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið 12 ll með litnum rauður, heklið nú 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hverja ll = 11 fl, snúið við. Hoppið yfir 1. fl, í næstu fl eru heklaðir 3 st, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu fl, hoppið yfir 1 fl, í næstu fl er heklað þannig: Heklið 1 st, 3 tbst og 1 st, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu fl, hoppið yfir 1 fl, í næstu fl eru heklaðir 3 st, endið með 1 kl í síðustu fl, klippið frá og festið enda. VÆNGUR: Stykkið er heklað í hring. Byrjið á að gera GALDRAHRINGUR með litnum ljós beige. Heklið umf 1-17 eins og á körfu = 96 fl. UMFERÐ 18: Skiptið yfir í litinn rauður og heklið þannig: * 1 fl, hoppið yfir 1 fl, 5 st í næstu fl, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn, klippið frá og festið enda. BLÓM: Stykkið er heklað í hring. Heklið 2 stk af hverju blómi. BLÓM 1: UMFERÐ 1: Heklið 3 ll með litnum skærgulur, tengið í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið 1 ll, 8 fl um hringinn, endið með 1 kl í 1. fl. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, * 1 fl í næstu fl, 3 ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið með 3 ll og 1 kl í 1. fl (= 8 ll-bogar). Klippið frá og festið enda. BLÓM 2: Heklið eins og BLÓM 1, en heklið umf 1 með litnum skærgulur og umf 2 með litnum rauður. BLÓM 3: Heklið eins og BLÓM 1, en heklið umf 1 með litnum rauður og umf 2 með litnum skærgulur. BLÓM 4: Heklið eins og BLÓM 1, en heklið umf 1 með litnum hvítur og umf 2 með litnum rauður. BLÓM 5: Heklið á sama hátt og BLÓM 1, en heklið umf 1 með litnum skærgulur og umf 2 með litnum hvítur. FRÁGANGUR: Saumið kambinn efst á höfuðið, saumið stélið á aðra hliðina á körfunni. Saumið gogginn framan á höfuðið, saumið út augu með litnum millibrúnn. Leggið vænginn yfir körfuna, saumið hann á aðra hliðina. Vængurinn er notaður eins og lok yfir körfuna. Saumið blómin á körfuna og á lokið. Setjið jafnvel vatt eða pappír efst í höfuðið til þess að fylla það aðeins út. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hennypennybasket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-908
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.